Heima er bezt - 01.03.1960, Síða 13

Heima er bezt - 01.03.1960, Síða 13
um ennið og augun eins og til að athuga hvoit synin hyrfi sér ekki. En það var eitthvað annað. Báturinn var rétt hjá þeim. „Ég skil ekkert í þessu,“ sagði hann. „Sko, þarna er Eyjólfur Sigurðsson að henda baujunni og Guðleifur er í stýrisgatinu. Sjáið þið ekki íslending- inn? Elann er rétt kominn til okkar.“ Skipshöfnin á Enok horfði á Ólaf og út á sjóinn til skiptis. Þeir sáu enginn neinn bát, nema Ólafur. Elann sa batinn alveg, þar til hann hvarf út í hafmóðuna og allt virtist mjög eðlilegt um háttalag hans. Skipverja Enoks furðaði mjög á þessu og hafa eflaust hugsað margt um sýn Ólafs, en brátt féllu umræður um þetta niður og menn fóru að sinna störfum sínum að venjulegum hætti. Ólafur hugsaði sér að taka eftir því strax og þeir kæmu í land, hvort íslendingurinn lægi við festi sína. Síðan var haldið heim og það fyrsta, sem Ólafur og þeir á Enok sáu var það, að íslendingur lá við festi sína úti á „Botni“. Þeim fannst þetta meir en lítið dul- arfullt, ekki sízt Ólafi, en komu sér saman um að orða það ekki, en sjá hverju fram yndi. Nú leið sumarið. Guðleifur á Brúnum var ráðinn for- maður með íslendinginn vertíðina 1916 og Ólafur Ingi- leifsson formaður með mb. Ásdísi VE 144. Sömu ver- tíð var ráðinn formaður fyrir mb. Elappasæl Árni Finnbogason frá Norðurgarði skipstjóra Björnssonar., Vertíð hófst strax með nýárinu 1916. Þann 5. janú- ar var gott veður með morgni og almennt roið. Um fj ögurleytið um eftirmiðdaginn, for að hvessa af SA og sjór óx óðfluga. Um það bil voru batarnir flestir að koma og komnir í höfn úr róðrinum. Happasæll og íslendingur voru þá báðir komnir. Um kl. 6 kom mb. Gnoð úr róðri. Formaður með hana var þá Helgi I. Bachmann. Kom hann með þau boð, að mb. Sxfari VE 157 væri með bilaða vél og lægi vestan undan Ofanleitishamri. Eigendum Sæfara var tilkynnt þetta og að hjálp við bátinn væri nauðsynleg. Þeir báðu þá Árna Finnbogason að fara á Happasæl og draga Sæfar- ann í land. Var það auðsótt mál og lofaði hann að fara þá þegar. Mönnurn fannst öruggara að 2 bátar færu til aðstoðar bátnum, og var ákveðið að biðja Finnboga Finnbogason frá Norðurgarði, skipstjora a mb. Laru, að fara ásamt Happasæl. Finnbogi var harðfrískur mað- ur og skipstjóri með ágætum, eins og þeir feðgar allir frá Norðurgarði. Nú hittist svo á, að eigendur Sæfara fundu Finnboga hvergi. í leit sinni að honum, rákust þeir af tilviljun á Guðleif skipstjóra Elísson, niður við höfnina. Spurðu þeir Guðleif hvort hann vildi gera það fyrir þá, að fara ásamt Happasæl og sækja Sæfarann vestur fyrir Hamar. Jú, Guðleifur tók því mæta vel og sagði, að sér væri ekkert að vanbúnaði. Skömmu síðar lögðu þeir út, báðir hjálparbátarnir, og gekk ferðin vel út Leiðina og vestur fyrir Hamar. Veður var þá orðið mjög vont, rok af SA, haugasjór og „Leiðin“ aðgæzluverð í umferð. Þeim kom saman um að haga heimferðinni með Sæ- fara þannig, að íslendingur færi fyrstur og væri drátt- artaug tir honum í Happasæl og svo dráttartaug úr Happasæl yfir í Sæfara. Síðan var lagt af stað heim í höfn. Gekk allt að ósk- um, þrátt fyrir veðurofsann og sjó tröllaukinn, eftir að þeir kornu austur úr Faxasundi og héldu austur í Fló- ann. En þegar beygt skyldi og haldið inn á \rikina, gaf Sveinn Jónsson, formaður á Sæfara, blússmerki og með því til kynna, að hann áliti ófært að fara inn í höfnina vegna veðurs, „Leiðin“ væri með öllu ofær. Sneru bát- arnir þá við, héldu aftur norður fyrir Heimaklett og lögðust undir Kambinn. Gekk þetta vel og var gott skjól fyrir vindi og sjó undir Kambinum. Þar sleppti Happasæll dráttartauginni frá íslending og dró skips- höfn hans taugina til sín. Var það hið siðasta er Elappa- sælsmenn sáu til íslendings. í sama mund toku þeir á Happasæl Sæfarann í drátt og fóru með hann vestur með Eiðinu. Bjuggust þeir við að íslendingur fylgdi í kjölfar þeirra. Það varð þó ekki, hvað sem þvi hefur valdið. Veður var þá orðið ákaflega hart og stórsjór. Mun vindstyrkur hafa verið tólf stig eða meir. Happasæll ætlaði að draga Sæfarann vestur undir Ofanleitishamar, en svo var veðrið mikið að hann komst þangað ekki með bátinn og rak þá báða vestur ur Smáeyjasundi og vestur í Flóann. Þar slitnaði Sæfarinn aftan úr. Virtist þá ogerlegt að ná bátnum aftur í vitlausu veðri og svarta myrkri. Happasæll gerði hverja tilraunina eftir aðra að koma tógi í bátinn og eftir mikið erfiði tókst það loks. Var þá haldið upp í veðrið og alls gætt sem hægt var með tilliti til Sæfarans. Nokkru síðar reið hvert ólagið eftir annað á bátana og slitnaði þá Sæfarinn enn aftan úr. Fór Happasæll þá aftur fyrir hann og eins nálægt og gerlegt var og um leið og hann rak fram hjá Happasæl Árni Finnbogason, formaður á mb. Happasœl. Heima er bezt 85

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.