Heima er bezt - 01.03.1960, Blaðsíða 16

Heima er bezt - 01.03.1960, Blaðsíða 16
ao burðum. Mætti með sanni segja um hann eins og s.. 3t var einhvern tíma: „Sérhver hreyfing sýndi fjör, svipur reifur, lundin ör, örfum dreifðu augun snör. Fullur kæti, fær í margt, frískur ætíð, tefldi djarft, lét oft mæta hörðu hart, henti þræta, gaf sig vart.“.... Guðleifur var víðlesinn, greindur vel, hagmæltur og bráðskemmtilegur maður í vinahóp, fyndinn í tilsvör- um o<r léttur á allan hátt. Hann var ókvæntur og barn- Iaus, en bjó með móður sinni síðasta árið hér í Eyjunt, þá að Elöfðahúsi. Bræður átti hann þrjá: Sigurjón, er lézt ungur að Yztaskála, Kort Elísson að Fit, Eyjafj., sem lengi var sjómaður í Eyjurn, og Guðmund á Selja- landi, sem einnig var sjómaður hér. Þeir sem drukknuðu með Islending voru þessir: a. Olafur Jónsson, Landamótum, fæddur að Eyjar- hólum, Mýrdal, árið 1885, en kom til Eyja 1908. Hann var fyrst vélarmaður hjá Friðrik bróður sínum að Látr- um á mb. Heldu, en síðan á mb. Islending til dauða- dags. Hann var mjög vandaður maður eins og bræður hans, vinmargur og afhaldinn. Kona hans var Geirlaug Sigurðardóttir frá Raufarfelli og voru börn þeirra: Sigríður, búsett í Reykjavík, og Guðjón formaður Olafsson frá Landamótum. b. Símon Guðmundsson frá Kvíabóli, Mýrdal. Hann kom fyrst til Eyja 1912, sem beitningamaður á mb. ís- land. Það fórst þann vetur og fór Símon þá til þeirra Eyjarhólsbræðra og var á mb. íslending eftir það. Það var frískur maður og vinsæll, hróðir Guðjóns þess, er nú býr að Prestshúsum, Mýrdal. c. Eyjólfur Sigurðsson frá Rauðsbakka, f. 27. febr. Bœjarbryggjan i Eyjum 1916—18. 1889, sonur Sigurðar Eyjólfssonar og konu hans Ólafar Sigurðardóttur. Hann kom til Eyja 1910 og stundaði sjó á ýmsum bátum. Lengst af var hann með Guðleifi Elíssyni, bæði í Eyjum og á Austurlandi. Eyjólfur var mjög hraustur maður og sjómaður góður, ókvæntur og barnlaus. Skipverjar Happasæls voru þessa eftirminnilegu ver- tíð: Arni Finnbogason frá Norðurgarði skipstjóri, Bjöm Bjarnason frá Hlaðbæ vélstjóri, Páll Einarsson frá Nýjabæ, Eyjafjöllum, háseti og Þorsteinn Helgason í Steinum hér háseti. Á mb. Sæfara voru þessir menn: Sveinn Jónsson, Landamótum, formaður, Tómas Þórðarson frá Vallna- tún, Eyjafjöllum, Torfi Einarsson frá Varmahlíð, Eyja- fjöllum, Jón Eyjólfsson frá Miðgrund, Eyjafjöllum. Hér með líkur þessari frásögn. Hún er ein af mörg- um, sem lifað hefur á vörum manna um áraraðir. Fannst okkur rétt að vernda hana frá gleymsku meðan aðstæð- ur leyfðu. Efalaust hefði mátt hafa hana fullkomnari, en þar sem blaðarými er lítið og tíminn naumur verður að sitja hér við. Skrásett eftir frásögn Jóns Sigurðssonar, samkv. heimildum frá núlifandi þátttakendum í atburðinum. Brot úr eftirmælum Framhald af bls. 82. --------------------------- víst ekkert fræðilega um friðþægingu, eða misjafnar vistarverur framliðinna, en hlustaði þeim mun gaum- gæfilegar eftir hverju minnsta hljóði. Og því lengra sem leið, varð ég meira og meira undr- andi yfir því að heyra ekki neitt. Því bæði var, að ég áleit ógerlegt að vera þarna úti með hesta í svo algjörri kyrrstöðu, að ekki heyrðist neitt glamur, en hitt þó enn ómögulegra, að komast burt án þess hófatökin heyrðust í mölinni. Og svo var olíugeymirinn að tæmast. Úr því gat ég ekki bætt, nema með því að fara út, og klukkan var orðin eitt. Þá, allt í einu, heyri ég komið ríðandi eftir veginum frá Hvammstanga, og í öllu farið að eins og í fyrra skiptið, unz numið er staðar fyrir utan gluggann minn, hringlað í reiðtygjum og barið í gluggann. Og ég þegi. En þá er kallað til mín utan úr myrkrinu. Var þar kominn bóndi framan úr Miðfirði, sem átti við mig smávægilegt erindi. — Þar með er frásögn minni í raun og veru lokið. Ég notaði tímann, meðan maðurinn stóð við, og bætti olíu á lampann. Síðan kvaddi bóndi og reið út í nótt- ina. Ég fór inn til mín, og sofnaði um síðir án þess ég yrði fvrir frekara ónæði. Fyrsta verk mitt næsta morgun var að fara vestur fyrir vegginn og rannsaka þar jarðveginn. En þar var sama mölin og áður. Og mér finnst jafnóskiljanlegt nú og þá, hvemig hinn ókunni ferðalangur fann ráð til þess að komast hljóðlaust í burtu. 88 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.