Heima er bezt - 01.03.1960, Síða 19

Heima er bezt - 01.03.1960, Síða 19
/ það fyrstu eftirlaun, sem Árni hefur þegið, fyrir trúa og dygga þjónustu. Sjúkrahúsvistin kostaði 150 krón- ur, að því er Árna minnir. Eftir 11 daga fór Árni heim aftur. Af því að þetta var um haust og fénaður úti, þurfti heimili Árna ekki á neinni aðfenginni hjálp að halda, annarri en þeirri, að nábúi hans saltaði niður skrokk af hrút, sem nýbú- ið var að slátra, þegar slysið vildi til. Strax eftir að Árni kom heim, fór hann svolítið að taka til hendinni, og stuttu síðan hafði hann tekið ofan af votheysgryfju torf og grjót. Telur Árni það fyrstu vinnuna, sem hann hafi framkvæmt, eftir að hann missti fingurna. Vitanlega hefur Árni tapað miklu afli úr hendinni við að missa tvo fingur, samt hefur hann alla tíð síðan þótt hinn gildasti verkmaður og verið eftirsóttur í vinnu. Finnst honum sér hafi verið erfiðast með allt, sem hann hafi þurft að láta hanga í hendinni, svo sem að bera vatnsfötur, aka hjólbörum og annað því um h'kt. Þá segist hann hafa átt erfitt með að mjólka kýr með fötluðu hendinni, og er það sem að líkum lætur. Þessum frásöguþætti er nú að verða lokið, en þó er nokkuð ósagt enn þá. Árið 1938 fluttist Árni með fjöl- skyldu sína frá Neshjáleigu eftir 23 ára dvöl þar, að Hólalandi í Borgarfirði, sem hann keypti þá. Börn þeirra hjóna urðu 13, eitt dó ungt, en 12 hafa komizt til fullorðinsára, 8 piltar og 4 stúlkur. Eru þau öll dugnaðar- og myndarfólk. 6 af þeim eru gift, og munu barnabörn Árna vera orðin um 20. Aldrei hefur Árni þegið neina fjárhagslega aðstoð, aðra en þá, að hann hefur fengið frá Tryggingastofnun ríkisins styrk með tveimur yngstu börnum sínum, í tvö ár með öðru en þrjú með hinu. Fyrir fingurna, sem hann missti, hefur hann aldrei fengið neinar bætur. En margir hafa undrazt harðfengi hans og vinnuþol. Spyrji maður Árna, hvenær honum finnist hann hafi komizt í mesta mannraun, þá er svarið skýrt og ákveð- ið. Það var ekki, þegar hann skaut af sér finguma, heldur þykir honum sem hann hafi komizt í krappast- an dans í Álftavíkur-flugum. Þegar Árni byrjaði búskapinn, setti hann sér strax það markmið að reyna að verjast skuldum eins lengi og honum væri unnt. Þessum ásetningi sínum má segja að hann hafi verið trúr. Telur hann skuldir sínar aldrei hafa orðið yfir 1200 kr. nema árið 1951, þá hafi hann skuldað vegna fóðurbætiskaupa kr. 9000, sem hann, eins og aðrir, losnaði við að greiða. Hins vegar hafa inn- stæður í viðskiptareikningi hans orðið mestar um 10.000 krónur. Árni er nú 66 ára gamall. Hann er farinn mjög að lýjast og slitna, en vinnur samt enn flest þau störf, sem fyrir koma á heimilinu, og afköst hans þykja drjúg. Fimm synir þeirra hjóna era enn þá heima, allir ókvæntir. Tveir þeirra hafa keypt jörðina Hólalands- hjáleigu, og liggja bæði tún og engjar saman á báðum jörðunum. Hafa þessir bræður nú allir til samans ásamt föður sínum eitt stærsta bú í sveitinni. Myndarlegt steinsteypt íbúðarhús er nú nýbyggt á Hólalandi. Hafa synir Árna byggt húsið og unnið að byggingunni að mestu leyti sjálfir. Hlöður hafa verið byggðar og önnur úthýsi aukin mikið og endurbætt nú frá því sem var, og ræktun eykst mikið með hverju árinu sem líður. Stóra blá út frá túninu er nú búið að þurrka upp með vélgröfnum skurðum, og bíður hún nú eftir sínu skapadægri, — sem ef til vill er ekki svo langt undan — að verða gerð að grænum töðuvelli. „Landið er fagurt og frítt,“ sagði skáldið. Hólaland er falleg jörð. Árni getur nú í ellinni litið með velþóknun yfir mikið dags- verk. Dalurinn og hlíðin berjablá í sólskininu, brosa við honum fögur og heillandi. Eins og hlíðin við Gunnari forðum. Þessi þáttur er að langmestu leyti eftir Áma sjálfum, nema það, sem bæði mér og öðrum sveitungum hans er kunnugt um af langri sambúð og kynningu við hann. Ritað í nóvember 1958. Aðdráttarafl lyktarinnar. Það er löngu kunnugt að lykt og lyktarskynjan er langtum mikilvægari í lífi dýra en manna. Þannig hafa menn lengi vitað, að meðal skordýranna laða kvendýr- in karlana til sín með angan, er þau senda frá sér. Gerð hefur verið tilraun með kvenfiðrildi, sem geymt var í grisjubúri. Á fáeinum klukkustundum höfðu 127 karl- fiðrildi sömu tegundar fest sig í grisjunni, auðsæilega ginnt þangað af angan kvendýrsins. Þá er það kunnugt að maurarnir merkja vegi sína með sérstökum Iyktar- efnum, sem kemur þeim að góðu haldi í fæðuleit og þess háttar. Kvenfiðrildin senda frá sér lyktarefni það, sem lokkar karldýrin til þeirra með því að baða út vængj- unum á sérstakan hátt. Svo er þefskynjun karlfiðrild- anna næm, að þau nema það í 3—4 kílómetra fjarlægð. Af því að mjög lítið er framleitt af efni þessu í líkama dýranna hefur reynzt harla torvelt að einangra það og efnagreina. Þetta tókst þó þýzkum prófessor við Líf- efnafræðistofnunina í Múnchen, með því að vinna það úr lyktarkirtlum 500.000 kvenfiðrilda. Nú er unnið að því af kappi að reyna að búa efnið til. Ef það tekst er fengið mikilvægt ráð til útrýmingar á skaðadýram. Þá fengjust möguleikar á að eyða ótölulegum grúa fiðrilda, sem tjón vinna á gróðri, í görðum, skógum og aldin- görðum, með þeim einfalda hætti, að lokka karldýrin með angan kvendýranna í dauða-gildrur. Þegar karl- dýrahóparnir væru úr sögunni, mundu kvendýrin verpa ófrjóvguðum eggjum, og tegundin þannig smám sam- an eyðast, án þess að hætta væri á að eftir lifðu ein- staklingar sem væru ónæmir fyrir eitri eins og gerist þegar skaðadýrum er eytt með eiturtegundum. Þannig hyggjast menn að nota aðdráttarafl kvenkynsins til eyðingar tegundinni. Heima er bezt 91

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.