Heima er bezt - 01.03.1960, Blaðsíða 24

Heima er bezt - 01.03.1960, Blaðsíða 24
að fullkomnu vélsmíði og alls konar járnsmíði, smíð- uðu hjól á hestvagna og gerðu við bílvélar. Hjá stúlk- unum var líka margskipt í deildir. Minnisstæðust er mér deildin, sem átti að kenna elztu stúlkunum með- ferð ungbarna. Ég fékk fyrir sérstaka náð að koma inn í þá deild, en annars sagðist forstöðukonan sjaldan leyfa gestum að koma inn vegna smithættu fyrir börnin. Kennslan í þessari deild fór þannig fram, að skólinn fékk um 20 börn innan tveggja ára — um og tveggja ára að aldri — lánuð frá heimilum í borginni frá kl. 1—4 að mig minnir og svo voru ungu stúlkurnar látnar ann- ast þessa ungu borgara, undir eftirliti kennarans. Allar stúlkurnar höfðu bundið grisjuklút fyrir munn og nef. Þessi kennsla fór fram í stórum, björtum sal. Þar voru barnarúm og vöggur af öllum stærðum og gerðum. Sum börnin sváfu vært, en önnur voru að amra og hrína. Sum voru að veltast á gólfinu og ramba um. Sérstaklega man ég eftir einni tveggja ára stúlku, sem rambaði um með lítinn kopp í hendinni og var að leita sér að góðum krók, til að geta setzt á hann í næði. Kennarinn sagði, að stúlkurnar væru sérlega hrifnar af slíkum kennslustundum og legðu sig allar fram um að hlynna að börnunum og hjúkra þeim. Seinni hluta næsta dags fór ég í all-langa ökuferð með námsstjóranum og skólastjóra barnaskólans í Kiruna. Var ferðinni heitið niður í Tornedalinn og þar austur yfir Torneelv að litlu þorpi, sem heitir Laino. Á venjulegum landkortum virðist Torneelv skipta löndum alla leið milli Svíþjóðar og Finnlands, en svo er þó ekki. Á einum stað ofarlega í Tornedaln- um eiga Svíar dálítið svæði austan árinnar og þar er þorpið Laino. Nú var veðrið breytt. Hvergi sást til sólar. Loft var þykkt en úrkomulaust. Hægviðri var en þó ofurlítið kul og dálítið napurt, er leið að kvöldi. Við ókum í ágætum amerískum bíl um lág, gróður- lítil heiðalönd og grunn, gróðursæl dalverpi. Eftir 60— 80 km akstur komum við að ánni þar sem þorpið Laino var að austan, handan árinnar. Þar var engin brú á ánni, enda var hún þarna feikilega breið, en þó fórum við yfir með bifreiðina. Var þarna á ánni mjög frum- stæð og gamaldags ferja. Yfír fljótið var strengdur gildur og traustur stálvírsstrengur. Við litla bryggju vestan árinnar flýtur stór og viðamikill fleki. Ut á þennan fleka er svo bílnum ekið. Á flekanum eru tveir stórir og kraftalegir ferjumenn, og er nú lagt frá landi. Flekinn er tengdur með vírum við vírstrenginn, sem strengdur er yfir ána, og leika vírarnir úr bátnum þar á trissuhjóli. Ferjumennirnir hafa í höndum gild eikar- sköft ekki ólík haka sköftum að gerð, og þessum sköft- um bregða þeir á vírstrenginn og „rikkau flekanum þannig á sérkennilegan hátt yfir ána. Þetta gekk mjög 'hægt og seint en ég gætti ekki nákvæmlega að tíman- ;um, en held þó að ferðin yfir ána hafi tekið 10—20 mínútur. Ferjutollurinn var 5 kr. sænskar fyrir bifreið- ina og fjóra menn, og varð ég undrandi, er ferjumað- urinn nefndi upphæðina, en auðvitað hafa mennirnir verið á launum hjá sænska ríkinu. Við ókum nú sem leið lá inn í þorpið Laino, sem var skammt frá ferjustaðnum. Við fórum fyrst heim til sænsks kennara, sem bjó þar í snotru, litlu húsi. Var þá orðið kvöldsett og napur andvari meðfram fljótinu. Þar biðu forystumenn byggðarinnar og þorpsins, en fyrir lá að ákveða stað í þorpinu fyrir skólahús, sem þar átti að byggja, en þar var áður ekkert skólahús. Voru börnin ferjuð kvölds og morgna yfir ána og svo ekið í bifreið all-langan spöl í skólann í Vittangi hand- an árinnar. — Þetta þótti torsótt og erfitt og var nú fastráðið að reisa þarna lítinn skóla. Kennarinn sem við heimsóttum átti að verða skólastjórinn. Hann var ætt- aður af þessum slóðum og talaði leikandi lappnesku og finnsku, en konan hans var ættuð sunnan frá Skáni og undi hún illa hag sínum hér í kuldabeltinu. Kuldinn var napur um kvöldið, svo að ég kaus held- ur að sitja inni í hlýjunni en rölta um þorpið í leit að lóð undir skólahúsið. Inni á heimili kennarans var hlýtt og notalegt. Hjón- in voru ung og mannvænleg. Þau áttu aðeins tvö börn. Áka, sex ára, og Inger, fjögra ára. Flest börnin þama í þorpinu töluðu finnsku og voru af finnskum ættum og kona kennarans sagðist yfirleitt ekki skilja eitt ein- asta orð, ef hún hitti börnin í þorpinu, því að þótt þau töluðu sænsku í skólanum, þá notuðu þau ætíð finnsk- una utan skólans. Börnin, Inger og Áki, töluðu ágæta sænsku. Ég beið þarna í bezta yfirlæti í tvQ til þrjá tíma, á meðan námsstjórinn og nefndarmennirnir ákváðu lóð undir skólann og staðsettu húsið. Litlu systkinin voru gestrisin og góð við mig. Þau sátu hjá mér og spurðu um margt og sögðu mér margt. En nú leið að hátta- tíma, og þá kom mamma þeirra inn og sagði, að nú skyldu þau fara í bað og svo í rúmið. Bæði hlýddu strax. Drengurinn var sjálfbjarga. Hann háttaði sig í snatri, fékk sér steypibað í baðherberginu og kom svo aftur inn í stofuna, klæddur snyrtilegum náttfötum. Hann bauð góða nótt með handabandi, snaraði sér upp í rúm í litlu herbergi inn af stofunni, lét hurðina standa opna inn til mín, en var svo steinsofnaður eftir nokkrar mínútur. Litla Inger var ekki eins fljót að sofna. Hún var sítalandi og spyrjandi, á meðan mamma hennar var að hátta hana og baða. Svo bar mamma hennar hana í fanginu inn í rúmið, breiddi ofan á hana og sagði henni að fara að sofa. Síðan vék hún sér frá fram í eldhúsið. Þá snaraði litla ungfrúin ofan af sér sænginni og kom hlaupandi til mín fram í stofuna á náttfötunum, með bók í hendinni, sem hún bað mig að lesa fyrir sig. Þetta voru sænskar dýrasögur með lit- myndum. Fegursta dýr sænsku skóganna er elgsdýrið. Það er af sama ættstofni og hreindýrið, stórt og tígu- legt með stór og mikil horn. Á sænsku er nafn þess stafað elgen en borið fram eljen. Mér varð á að lesa þetta rangt og sagði elgen. „Nei, Eljen skal du sige,“ sagði þá litla Inger á sinni hreimfögru sænsku. Ég sár- skammaðist mín fyrir vitleysuna, en hélt þó áfram að lesa, þar til mamma hennar kom inn og sagði, að nú ættu allar sænskar, litlar stúlkur að vera sofnaðar. Ing- er litla bauð mér þá góða nótt og fór með mömmu S6 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.