Heima er bezt


Heima er bezt - 01.03.1960, Qupperneq 27

Heima er bezt - 01.03.1960, Qupperneq 27
Bjart sæluþrungið bros breiðist yfir andlit unga bóndasonarins í Vesturhlíð. Hann er orðinn faðir. Svo réttir hann Ijósmóðurinni höndina og segir: — Eg þakka þér fyrir komuna að Austurhlíð í dag, Þórey. Eg er búinn að eignast dóttur. Þórey þrýstir hönd hans. — Það er ekkert að þakka, Jónatan. Eg óska þér til hamingju. Jónatan leggur frá sér orfið og heldur af stað með Þóreyju. En þau eiga stutta samleið, því hún er á för- um heim til sín, og reiðhestur hennar bíður tygjaður við hliðið í Austurhlíð. Þórey kveður þar Jónatan og heldur leið sína, en hann gengur einn heim að Austur- hlíð. , Kristín fylgist með því sem fram fer, orðvana af heift. Hún rennir grun í erindi Þóreyjar ljósmóður til Jónatans, og hatur hennar nær hámarki sínu. Það var ágætt að Þórey sneiddi hjá henni að þessu sinni. Hún hefði varla þakkað henni komuna. Kristín sér, að til- gangslaust er að reyna að aftra för Jónatans heim að Austurhlíð í þetta skipti. Hann fer sína leið. En hún svalar skapi sínu á hrífunni, og raksturinn gengur vel. Jónatan heldur heim á hlaðið í Austurhlíð. Hann gerir ekki ráð fyrir, að sér verði boðið inn, en hann ætlar að ganga inn hvort sem er. Lilju og barnið sitt skal hann sjá, hvað sem hver segir. Jón hefur fylgzt með ferðum Þóreyjar Ijósmóður og sér Jónatan koma með henni. Hann gengur út á hlað- ið og staðnæmist þar. Jónatan býður Jóni góðan dag. Jón réttir honum höndina og segir: Góðan daginn, Jónatan. Lofaðu mér að þakka þér auðsýndan dreng- skap síðast, þegar fundum okkar bar saman. Ég hef ekki fengið tækifæri til þess fyrr. Jónatan tekur í hönd hans. — Ég verðskulda ekkert þakklæti, enda kem ég ekki í leit að því. — Jú, Jónatan, þú verðskuldar það þakklæti, sem engin orð ná yfir, framkomu þinni þann dag gleymi ég aldrei, meðan ég lifi. — Jæja, sleppum því. En erindi mitt hingað í dag er að sjá Lilju og barnið okkar. — Þú ert líka frjáls að koma á fund þeirra mín vegna, gerðu svo vel og gakktu í bæinn. — Ég þakka þér fyrir það Jón. Þeir ganga saman inn í baðstofuna. Lilja hvílir þar á mjallhvítum beði, og litla dóttirin í vöggu við rúm hennar. Lilja lítur fagnandi á Jónatan og réttir fram báðar hendurnar á móti honum. — Ég vissi að þú mynd- ir koma, hvíslar hún. Jónatan gengur að rúminu til Lilju og lýtur niður að henni í löngum kossi. Jón stendur kyrr við dyrnar og horfir klökkur á fagnaðarríkan samfund þeirra. Það væri synd að meina þeim að njótast. En friðsæl fagnaðarstundin varir skammt. Baðstofuhurðin opnast, og Anna húsfreyja kemur inn. Hún snarstanzar á miðju gólfi og hvessir nístandi heiftaraugum á Jónatan, sem stendur fast við vögguna og horfir sæll á barnið sitt. Hatrið blossar upp í Onnu, hún færir sig nokkrum skrefum nær Jónatani og segir skjálfandi röddu: — Jónatan Atlason, ég fyrirbýð þér að koma inn { mín hús. LTt með þig! Jón er fyrri til að svara en gestur- inn: — Ég bauð Jónatan hingað inn, segir hann ákveðinn. — Þú áttir ekkert með það! — Ég tel mig enn þá húsbónda hér í Austurhlíð. — En ég skipa þessu ómenni á dyr! Anna slær sam- an krepptum hnefunum í óstjórnlegri heift. Jón færir sig nær Önnu og hækkar röddina: — Gættu að því, kona, að dóttir þín liggur í blóð- böndunum. Þú veizt sjálf, hvað það gildir. Ætlar þú að stofna heilsu hennar, og jafnvel lífi í hættu með geðofsa þínum! — Hann þessi flagari! — Anna bendir á Jónatan. — Hann hefur eyðilagt líf hennar, og ég skipa honum út úr mínum húsum. Hún slær saman hnefunum á ný. Jónatan snýr sér loks að Önnu og segir rólega: — Já, Anna húsfreyja, Lilju vegna skal ég fara héð- an strax að þessu sinni, enda hef ég lokið erindi mínu. Ég hef séð unnustu mína og barnið okkar, og til þess var ferð minni heitið hingað. — En ég kem aftur! Hann lýtur niður að Lilju á ný og kveður hana löngum og innilegum kossi. — Guð geymi þig og barnið okkar, segir hann ástheitum rómi, og síðan gengur hann hæg- um skrefum fram úr baðstofunni án þess að sýna minnstu geðbrigði. Önnu langar til að hrópa ókvæðisorð á eftir honum, en hún hefur misst móðinn við hina rólegu framkomu hans. — Er hún þegar farin að tapa fyrir Jónatan í Vesturhlíð? Nei, aldrei! Anna æðir fram úr baðstof- unni, en Jón gengur að rúmi dóttur sinnar og tekur sér sæti hjá henni. Jónatan heldur aftur heim að Vesturhlíð. Foreldrar hans eru hætt útistörfum og gengin inn til kvöldverð- ar. Jónatan hraðar sér inn í eldhúsið og nemur staðar hjá foreldrum sínum. Atli er seztur að snæðingi, en Kristín er að störfum í eldhúsinu. Jónatan lítur bros- andi á foreldra sína og segir formálalaust: — Ég er bú- inn að eignast dóttur. Kristín hlær köldum hæðnishlátri. — Svo, og er það með heimasætunni í Austurhlíð? — Já, með Lilju í Austurhlíð. Atli hefur lokið við að borða og rís á fætur. Hann klappar á herðar syni sínum og segir hlýlega: — Ég óska þér til hamingju með dótturina, góði minn. — Ég þakka þér fyrir, pabbi minn. Hlýleg orð Atla æsa skap Kristínar, og hún segir ískaldri röddu: — Ég viðurkenni þetta barn aldrei í minni ætt, og ég veit að þú átt ekkert í því, Jónatan! — Þessu svara ég ekki, mamma. Jónatan settist við borðið og tekur hraustlega til matar síns, en orð móð- ur hans hafa sært hann.... XVIII. Næturhúmið færist hljóðlega yfir bæinn. Heimilis- fólkinu í Austurhlíð verður ekki svefnsamt. Litla barn- ið sem fyrst leit dagsins Ijós fyrir nokkrum klukku- stundum, vakir stöðugt og gefur frá sér skerandi Heima er bezt 99

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.