Heima er bezt - 01.03.1960, Page 29
Jónatan gengur heini að Vesturhlíð. Foreldrar hans
eru bæði stödd í eldhúsinu. Hann nemur staðar hjá þeim
og segir raunalega:
— Barnið mitt er helsjúkt, séra Einar er kominn til
að skíra það. Viljið þið gera það fyrir mig að koma
heim að Austurhlíð og vera við skírnina, líta einu sinni
á litlu stúlkuna mína, áður en.... Hann lýkur ekki
setningunni, rödd hans deyr út.
Kristín lítur á son sinn, hörkudrættir fara um svip
hennar, og hún svarar kuldalega: — Ég stíg aldrei mín-
um fæti heim að Austurhlíð, og þetta barn kemur mér
ekkert við.
Atla ofbýður skapharka konu sinnar, eins og nú
stendur á. Hve langt getur hið blinda hatur gengið.
Hann óttaðist það. Hann lítur hlýlega á son sinn og
segir: — Ég kem með þér, góði minn.
— Ég þakka þér kærlega fyrir það, pabbi minn.
Atli gengur til baðstofu og skiptir fötum í flýti og
fylgir síðan syni sínum heim að Austurhlíð. Hin helga
skírnarathöfn er hafin. Lilja situr uppi í rúmi sínu með
barnið í örmum sér. Jónatan stendur næstur henni, þá
hjónin í Austurhlíð og Atli. Engin óvild hvílir lengur
yfir þeim þögula hóp. Sorgin og ógnanir dauðans hafa
mildað það allt.
Presturinn spyr: — Hvað á barnið að heita? •
— Anna Kristín, svarar Lilja hátt og skýrt.
— Anna Kristín, ég skíri þig til nafns föðursins, son-
arins og hins heilaga anda....
Húsfreyjan í Austurhlíð kippist ósjálfrátt við, nöfn-
in þeirra, Kristínar í Vesturhlíð og hennar, vígð saman
í nafni heilagrar þrenningar, á saklausu dauðvona barni.
Nafn konunnar, sem hún hefur hatað árum safnan! Það
er einkennilegt atvik, en héðan af verða nöfnin ekki
aðskilin á litlu stúlkunni, hvort sem hún lifir eða deyr.
Anna lýtur höfði. Hér er æðri máttur að verki, sem
hún verður að beygja sig fyrir.
Skírninni er lokið, og Lilja leggur barnið í vögguna
aftur. Það virðist mjög af því dregið. Séra Einar geng-
ur til Jónatans að nýju og segir hljóðlega: — Og móðir
þín kom ekki, vinur minn.
— Nei, hún vildi ekki gera það fyrir mig.
Séra Einar stynur þungan. — Nei, ekki það. Ég ætla
að koma við í Vesturhlíð, um leið og ég fer héðan og
tala við hana.
— Já, gerðu það, séra Einar. Mamma hefur alltaf
metið þig mikils.
%
Presturinn er ferðbúinn frá Austurhlíð. Hann kveður
alúðlega og gengur út á hlaðið. En Ármann kennari
verður eftir inni í baðstofunni hjá Jónatan og Lilju.
Hann hefur enn ekki kvatt þau. Ármann gengur til
þeirra og segir: — Ég votta ykkur innilega samúð mína
vegna sjúkleika litla barnsins ykkar. Viljið þið gera það
fyrir mig að láta fyrri kynni okkar vera glevmd og
þiggja vináttu mína, ef hún mætti verða ykkur ein-
hvers virði.
Þau líta bæði undrandi á Ármann, og Jónatan svarar:
— Ég þakka þér fyrir, Ármann. Öll vinátta er mikils
virði, sé hún veitt af heilum hug. Og hin fyrri kynni
okkar eru fúslega gleymd frá minni hálfu.
— Sömuleiðis hvað mig snertir, segir Lilja.
Ármann tekur hlýtt og innilega í hönd þeirra beggja
vináttunni til staðfestingar. Síðan kveður hann og hrað-
ar sér út til tengdaföður síns, sem bíður hans á hlaðinu.
Séra Einar ríður heim að Vesturhlíð, en Ármann
stígur af baki við túnhliðið og bíður hans þar. Hann á
ekkert erindi heim á þennan ókunna bæ. Séra Einar
ber að dyrum í Vesturhlíð, og Kristín húsfreyja kemur
út. Presturinn heilsar henni með hlýju handabandi og
segir síðan:
— Ég er kominn að óska þér til hamingju með sonar-
dótturina og nöfnu þína, Kristín mín. Hann þrýstir
hönd hennar að nýju.
— Nöfnu! — Var þessi krakki látinn heita í höfuðið
á mér?
— Já, litla stúlkan heitir Anna Kristín, og mér finnst
fara vel á því.
Kristín skiptir litum af reiði, en stillir sig þó og seg-
ir ekkert.
Séra Einar heldur áfram tali: — Ég vonaðist fastlega
að sjá þig við skírnina, en það brást mér.
— Ég stíg aldrei fæti að Austurhlíð, séra Einar.
— Hefur þú þá ekki enn séð litlu stúlkuna?
— Nei, mér kemur þetta barn ekkert við.
— Sonarbarnið þitt! — Veiztu að það er helsjúkt?
— Já, en það er sama.
— Ætlarðu þá ekki að fara og sjá barnið, meðan það
enn er á lífi?
— Nei?
(Framhald).
• • VILLI • • • • •
Heima er bezt 101