Heima er bezt - 01.03.1960, Blaðsíða 30
GUÐRON fra lundi
TUTTUGASTI OG SJÖUNDI HLUTI
Ásdís talaði við hann á leiðinni til mógrafanna og
spurði hverju það hefði svarað Þúfnahyskið, þegar
hann hefði farið að minnast á Bleik. Hann anzaði því
engu.
Um kvöldið rakaði hann sig á ný þegar húm var
komið og rölti suður að Þúfum. Hann vissi það vel, að
sjaldan fellur tré við fyrsta högg. Ekki var ómögulegt
að hann gæti unnið konu sína, ef hann talaði við hana
á hverjum degi. En hún var alltaf jafn ósveigjanleg.
Hann minntist aldrei á Ásdísi og það, sem þeim
hafði orðið á. Því síður að hann talaði um að hún
fyrirgæfi sér afbrot sitt. Heldur reyndi hann að leiða
henni fyrir sjónir, hvað hún færi mikils á mis við að
fara frá Hofi, þessari vildisjörð. Sjálfsagt beztu jörð-
inni í sveitinni.
Hún sagðist ekki vera henni ókunnug, þeirri jörð.
Stundum bað hann hana að koma með sér út að
túninu og sjá ærnar, sem væru þar allt í kring. Önnur
eins lömb hefði hann aldrei átt.
Hún sagðist vera búin að sjá þau margsinnis. Þau
væru ekkert fallegri eða stærri en þau hefðu verið und-
anfarin vor. Hún skildi hann alltaf betur, eftir því sem
þau jöguðust oftar. Það var ekki hún sem hann þráði
að kæmi heim aftur, heldur var það parturinn af Hofi
sem hún átti. Hann bjóst við að missa hann og líklega
yfirráð á allri jörðinni. Hann var alveg hættur að slá á
viðkvæmasta strenginn þar sem Jón htli var. Á hann
hafði hann ekki minnzt síðan fyrsta daginn.
Rósa þráði að dagarnir hröðuðu sér að líða þangað
til manntalsþingið yrði haldið. En þeir siluðust áfram.
Loksins kom hann þó, sá örlagaríki dagur.
Kristján sagði við Ásdísi um morguninn, að nú væri
bezt að hún Eeri fram að Giljum í dag, því það yrði
ekkert sérstakt til að gera heima. En Bleik gæti hann
ekki lánað henni. Hún gæti fengið rauða reiðhestinn
hans. Hann væri farinn að eldast og væri ákjósanlegur
handa henni.
„Ertu virkilega búinn að selja því í Þúfum þann
bleika?“ spurði hún.
„Ég á hann ekki og get þess vegna ekki selt hann,“
svaraði hann. „Ég þarf að ríða fram að Hóli á þingið
og hef náttúrlega tvo til reiðar eins og hver annar
stórbóndi,“ bætti hann við með köldu glotti.
„Þá getum við orðið samferða,“ sagði hún.
„Það er ekki vanalegt að kvenfólk ríði til þings,“
sagði hann.
Ásdís fór að hafa fataskipti á meðan Sveinki sótti
hrossin og lét þau í réttina. Þegar hún var ferðbúin
og fór út í skemmuna til að ná í söðulinn hennar Rósu
og beizlið, var hvoru tveggja horfið. Hún rauk inn og
ætlaði að tala við húsbóndann, en hann var þá hvergi
sjáanlegur.
„Hvernig stendur eiginlega á þessu?“ spurði hún í
maskínuhússdyrunum. „Ég sé hvergi söðulinn og beizl-
ið, þegar ég ætla að fara að leggja á hestinn.“
„Hvaða söðul ertu að tala um?“ sagði Geirlaug og
brosti lævíslega.
„Auðvitað frúarsöðulinn. í hvaða söðh hélztu að ég
færi?“
„Ætlaði Kristján að láta þig þeysa í honum um sveit-
ina?“ spurði Geirlaug. „Ekki kann hann að skammast
sín.“
„Hefurðu kannske falið söðulinn, ómyndin þín?“
sagði Ásdís.
„Nei, það hefur mér ekki dottið í hug. Mundi í Þúf-
um sótti hann um daginn og hann kemur sjálfsagt ekki
hingað aftur,“ sagði Geirlaug en sá eftir lausmælgi
sinni, því að ekkert var líklegra en að Ásdís færi suður
að Þúfum og heimtaði söðulinn.' „Ég býst við að hún
Bogga láni þér söðulinn sinn.“
„Ég skal lána þér bæði söðulinn og beizlið og leggja
á hestinn fyrir þig,“ sagði Bogga.
„Þá ertu ágæt, skinnið mitt,“ sagði Ásdís með hús-
móðurlegum virðingarsvip. Hún fann það að hún var
hátt yfir Boggu hafin. „Sæktu svo Rauð ofan í réttina
og legðu á hann fyrir mlg, á meðan ég er að klæða mig
í reiðfötin.“
En þegar hún kom út, sá hún að Kristján þeysti upp
með túngirðingunni að sunnan með tvo til reiðar, en
hvorugur var bleikur.
„Hvað liggur honum eiginlega á,“ sagði Ásdís klökk
af gremju. „Ég var búin að tala um það að við yrðum
samferða.“
102 Heima er bezt