Heima er bezt - 01.03.1960, Side 31
„Hann þykist nú líklega meiri maður en svo, að hann
fari að þeysa með þér um sveitina, þessari dyrgju,“
sagði Bogga.
„Og svo hefur hann logið að mér að auki. Hann
þóttist ætla að ríða Bleik á þingið. Skyldi hann virki-
lega vera búinn að selja stelpubjánanum í Þúfum hest-
inn og reiðtygin? Það mætti vera meiri bölvuð vitleys-
an,“ rausaði Asdís, þegar hún reið úr hlaði.
Það var liðið að háttatíma þegar Ásdís reið heim-
leiðis. Þetta hafði verið heitur sólskinsdagur. Þegar hún
kom heim undir Hól, var hún að hugsa um að fara þar
heim og vita, hvort Kristján væri ófarinn heim. Hún
hafði verið búin að hlakka til þessarar ferðar með hon-
um skeiðríðandi um hálfa sveitina. En rétt í því sá hún
marga bændur ríða úr hlaði en hann var ekki í þeim
hóp.
Hún mætti nágrönnum föður síns framan úr afrétt-
inni og spurði þá, hvort þeir vissu, hvort Hofsbónd-
inn væri farinn frá Hóli.
„Já, hann er nú farinn heim,“ svaraði annar þeirra.
„Hann fór með þeim fyrstu af þingi og þáði hvorki
þurrt né vott, enda get ég ekki láð honum það, slíkur
ólánsgarmur sem hann er.“
Svo riðu þeir áfram eftir að hafa kastað á hana stutt-
legri kveðju.
Henni fundust þeir svo ókunnuglegir í viðmóti eins
og hún væri búin að vera fjarverandi frá Giljum í
mörg ár en ekki í hálft ár eða vel það.
Hún sá þrjár manneskjur á undan sér og þóttist
þekkja þar Stefán í Þúfum og tvo kvenmenn með hon-
um. Onnur var á bleikum hesti. Það hafði verið ein
lygin úr Kristjáni, að segja að konur riðu aldrei til
þings. Hún skyldi svei mér taM við hann á morgun.
Þessir þrímenningar riðu svo hart, að hún missti brátt
sjónar á þeim. Hún varð því að sætta sig við að vera
ein á ferð alM leiðina. Þegar hún kom heim undir tún-
girðingu á Hofi sá hún hestana, sem húsbóndinn hafði
þeyst á, Mbba svitastorkna upp með túninu. Hann hafði
ekki vægt kMrunum. Þvílíkur sviti á aumingja skepn-
unum! Hún fór af baki við túnhliðið, klæddi sig úr
reiðpilsinu, spretti söðlinum af og tók út úr kMrnum
beizlið. Hann gæti þá farið til hinna hestanna.
Ásdís heyrði skip bMsa úti á Eyrinni, þegar hún labb-
aði heim tröðina með söðulinn á bakinu en beizlið og
reiðpilsið á handleggnum.
Þegar hún var búin að hengja söðulinn og beizlið
upp inni í skemmu, sá hún kvenmann á hraðri ferð suð-
ur að Þúfum. Hún þekkti ekki betur en að þar væri
GeirMug gamM á ferðinni. — Hvað skyldi hún eiginlega
vera að þvæMst? Það var kominn harðasti háttatími.
Skyldi það ætM að fara að verða siður, að heimilisfólk-
ið stykki suður að Þúfum um háttatíma? Hún átti nú
bara engin orð yfir þetta háttaMg. Hún gekk inn í
hljóðan bæinn. Sjálfsagt væru allir háttaðir. Hún fór
inn í maskínuhúsið. Þar var matur á borði. Ólíklegt var
að hann biði eftir henni. Kannske Kristjáni hefði verið
ætMður hann? En hefði svo verið þá hafði hann ekki
haft betri lyst á honum en kaffinu á Hóli. Þeir höfðu
verið að tala um að hann væri óMnsgarmur, og þeir
höfðu verið að vorkenna honum. Það var nú lítil ástæða
til að vorkenna honum, öðrum eins stórbónda. En hvað
skyldu þeir vita um það, karMgreyin, sem puðuðu blá-
fátækir á sínum kotum fram á sveitarenda? Ásdís fékk
sér vænan bita af harðfiski áður en hún fór inn í bað-
stofuna til að gæta að því, hvort allir væru sofnaðir.
En rúmið hennar Geirlaugar var óhreyft. Það hafði
þá verið rétt sem henni sýndist. Hún skyldi nú bara
segja Kristjáni að kerlingarálkan væri að læðast á bæi
á nóttunni. Sjálfsagt til að færa því sögur í Þúfum.
Hún háttaði og sofnaði fljótlega, því að hún var þreytt.
Ekki þó þreyttari en vanalega.
Rétt þegar hún var að festa svefnin heyrði hún um-
gang og opnaði annað augað.
GeirMug var að hátta og Ásdís sá ekki betur en að
hún væri rauðeygð af gráti og snýtti sér hvað eftir
annað. Hún heilsaði henni hálfsofandi: „Sæl vertu,
gamM mín.“
GeirMug anzaði henni engu en flýtti sér undir sæng-
ina.
Ásdís var alveg hissa. Hvað gat gengið að kerling-
unn? Skyldi einhver vera dauður í Þúfum? Kristjáni
yrði varM mikið um það, þó eitthvað af því dóti hefði
hrokkið upp af ldakknum.
Næsta morgun var GeirMug ákaflega lík sjálfri sér
þegar Ásdís kom ofan. Bogga var farin að skilja mjólk-
ina, svo að það hMut að vera orðið framorðið. Asdís
þakkaði henni fyrir söðullánið. Svo spurði hún eftir
því, hvar húsbóndinn væri.
Geirlaug anzaði því heldur stuttlega: „Ég hef ekki
séð hans blíða auglit í dag. Hann getur vel verið í
rúminu mín vegna.“
„Það er aldrei snúður á þér,“ sagði Ásdís. „Hvað
varstu eiginlega að rápa suður að Þúfum í nótt? Ég
gæti hugsað mér að Kristján yrði þér ekkert þakklátur
fyrir það, og ég er líka að hugsa um að segja honum
það.“
„Þú mátt það víst. Ég býst ekki við að þú fáir mikið
í söguMun, ókindin þín,“ sagði GeirMug. „Þú þykist
ekki vera búin að gera nóg illt af þér, þó að þú bætir
því ekki við að reyna að spilla milli hans og heimilis-
fólksins.“
Ásdís glápti á hana alveg hissa. Svona illyrt hafði
hún ekki verið við hana fyrr.
„Ég bara skil ekki hvað þú ert að þvaðra. En það er
eitthvað, sem komið hefur fyrir hér, sem ég er ekki
látin heyra,“ sagði Ásdís og fór út til að vita hvort
húti sæi ekki Kristján. En hann sást ekki. En hún sá,
að Stína gamla á Bala var að hreinsa kringum fjárhús-
in, sem voru fast við túngirðinguna á Hofi. Þangað
skálmaði hún.
„Góðan daginn, Stína mín,“ kallaði hún yfir girðing-
una. „Þú ert bara farin að hreinsa.“
„Ég veit ekki betur en að ég sé að ljúka við tún-
skekilinn. Náttúrlega veizt þú ekkert hvað gerist, vesa-
lingurinn, annað en það, að búið er að taka upp mikinn
Heima er bezt 103