Heima er bezt - 01.03.1960, Blaðsíða 35

Heima er bezt - 01.03.1960, Blaðsíða 35
HEIMA_____________ BEZT BÓKAHILLAN Bréf Matthíasar Jochumssonar til Hannesar Hafstein. Kristján Albertson sá um útgáfuna. Reykjavík 1959. Isafoldarprentsmiðja h.f. Allmikið hefur verið gefið út af bréfum á seinni árum. Margt hefur þar flotið með misjafnt að gæðum, og vafasamt má oft telja, hvort rétt sé að gera einkabréf manna almenningseign. En bréfa- safn það, sem hér um ræðir, hefur nokkra sérstöðu. Hér eiga hlut að máli tveir fremstu menn þjóðarinnar um sína daga og þótt lengur sé leitað, mesta skáldið og fremsti stjórnmálamaðurinn. Og þótt þeim hafi eitthvað farið á milli, sem ekki var ætlað öllum að heyra, er hitt svo miklu meira, sem almennt gildi hefur til fróð- leiks öllum almenningi um viðhorf þessara tveggja manna. Matt- hías er alltaf sjálfum sér líkur, fer hamförum um alla heima og geima, og segir hug sinn allan. 1 bréfum þessum lærum vér margt um stríð hans og þrengingar, en sjáum um leið hversu andi hans hefur sig til flugs yfir hversdagsleikann. Sums staðar er hann harðari í dómum um rnenn og málefni en menn hefðu búizt við, en það sýnir oss einmitt eina hlið á honum enn, sem lítt var kunn, og einnig að hann er i sjálfu scr miklu fastari í skoðunum en oft hefur verið látið í veðri vaka. Helzti lítt kynnumst mér svörum Hannesar, en útgefandi gerir þess grein, að bæði hafi hann verið fremur lítill bréfritari, og eins hafi bréf frá honum glatazt. En vér sjáum þó nóg til þess að skilja, hvernig þessir höfðingjar andans skiptast á skoðunum, og báðir stækka þeir af því, hversu vel þeir kunnu að meta hvor annan. Kristján Albertson hefur skeytt bréfin saman með greinargóðum formálum og skýringum, svo að stór fengur er í bókinni eins og hún er nú til vor komin, en prófarka- lestur er lakari en skyldi á svo góðri og elskulegri bók. Jón Krabbe: Frá Hafnarstjóm til lýðveldis. Reykjavík 1959. Almenna bókafélagið. 1 rneira en hálfa öld starfaði Jón Krabbe að málefnum íslands í Danmörku. Sennilega fær enginn komið tölu á þau málefni, sem hann hefur fjallað um. Hitt vita menn gerla, að á hinum langa embættisferli hans finnst hvorki blettur né hrukka. Og fáir munu þeir Islendingar, sem dvalizt hafa í Kaupmannahöfn, sem ekki þekkja hinn óvanalega drengskap hans, mannúð og góðvild. En allt hans mikla starf var unnið í kyrrþey, svo að hljóðara hefur verið um hann heima á fslandi en sæmandi er. Minningabók þessi fjallar eingöngu að kalla um hin opinberu skipti Islands og Danmerkur undir Hafnarstjórn, heimastjórn, fullveldi og lýðveldi. Víða er komið við og nýju ljósi brugðið upp til aukins skilnings á mönnum og málefnum. Nýstárlegastur mun mörgum þykja kaflinn um Kristján konung X. Það er erfitt að rita samtímasögu á hlutlausan hátt, ekki sízt þegar sagnaritarinn hefur sjálfur verið riðinn við marga atburði hennar. En svo virð- ist, sem Jóni Krabbe hafi tekizt flestum mönnum betur að segja söguna án haturs og hylli. Kemur það að vísu engum á óvart, sem þekkir drengskap hans og samvizkusemi. Minningaritun hans er eins og starf hans, unnið af trúmennsku og vandvirkni. Þess vegna verða minningar hans eitt merkasta heimildarritið, sem enn hefur birzt um samskipti íslendinga og Dana á 20. öldinni. Enda þótt persónu höf. gæti lítið í bókinni, má þó lesa þar út úr hverri línu myndina af manninum, sem hafði að lífsstefnu að vilja vel og gera rétt. Sú mynd gerir bókina óvenju hugnæma aflestrar, þótt ekki séu þar skáldlegir útúrdúrar eða hugarflug. Pétur Benediktsson bankastjóri hefur þýtt bókina á kjarngott mál. Guðmundur Daníelsson: 1 húsi náungans. Samtöl. Reykjavík 1959. Isafoldarprentsmiðja h.f. Samtöl við menn gerast nú allmikill þáttur í íslenzkri blaða- mennsku og bókmenntum. Hefur að nokkru leyti skapazt við það nýr stílsháttur, og margar svipmyndir verið festar á pappírinn, sem annars hefðu glatazt. Samtöl þau, er Guðmundur Daníelsson birtir hér í bókarformi, hafa áður verið prentuð í blaði hans Suðurlandi. Þar er víða komið við, því að höfundur ræðir við fólk úr ólíkum stöðum og stéttum og á ýmsum aldri. Er fjöl- breytnin þó furðumikil, þótt einungis sé um fólk af Suðurlands- undirlendinu að ræða. Vitanlega eru myndirnar misjafnlega vel dregnar, sumar ekki mikils virði, en aðrar aftur með ágætum, og allir eru kaflarnir læsilegir, og eftir svo sem 100 ár mun bók þessi þykja merkileg heimild um lífið á Suðurlandi framan af þessari öld. Einar H. Kvaran: Mannlýsingar. Reykjavík 1959. Almenna bókafélagið. Á löngum rithöfundarferli féll það oft i hlut E. H. K. að skrifa um einstaka menn, bæði að þeim látnum og lifandi. Vafasamt er, hvort nokkur fslendingur hefur kunnað þá list betur en hann að lýsa mönnum. Kom þar til greina djúpur sálrænn skilningur á manneðlinu, innileg samúð og stílfærni svo að af bar. f þessu riti er dálítið úrval þessara greina, og auk hinna eiginlegu mannlýs- inga minningaþáttur úr latínuskólanum og erindi, er höf. flutti 75 ára að aldri um afstöðu sína til bókmenntanna. Flestar eru greinarnar um samtíðarmenn hans og vini. Það er erfitt að gera upp á milli einstakra ritgerða, því að allar eru þær með ágætum, en þó mun ritgerðin um Gest Pálsson verða talin þeirra bezt og óvíst, hvort höfundur hefur nokkru sinni komizt lengra í mann- lýsingalist en þar. Sú ritgerð er sígild perla í íslenzkum bókmennt- um við hlið hinna beztu smásagna höfundar. Greinin um latínu- skólann er athyglisverð. Þó flest sé nú breytt til hins betra í skóla- málum vorum, þá eimir þó enn eftir af sumu því, sem þar er getið og miður fer í sambúð fólks innan skólaveggja. Margt má af greininni læra um það, hversu djúp sár ónærgætni og hrana- skapur geta rist í sálu ungra, viðkvæmra nemenda. Tómas Guðmundsson skáld hefur búið bókina undir prentun og ritar hann ágætan inngang að henni, svo sem sæmir góðri bók. Jakob Jónasson: Myndin sem hvarf. Reykjavík 1959. fsafoldarprentsmiðja h.f. Hér er íslenzk sveitasaga um ástir og átök hins nýja tíma og gamla i islenzku þjóðlífi. Frásögnin er hröð og heldur lesendun- um við efnið. Margar persónurnar eru dregnar með skýrum drátt- um eins og Þorvaldur bóndi á Fjalli og gömlu hjúin, Þura og Fúsi. En líklega þó enginn betur en Lási í Skarði, þessi marg- hrjáði kotbóndi. Annars eru sumir atburðir sögunnar með bvsna miklum ólíkindum. Náttúrulýsingar eru margar vel gerðar, og höf. fellur ekki í þá freistni að gera þær of langar eða vera yfir- leitt langorður um of. Að öllu samtöldu er þetta rnjög læsileg saga. st. Std. Heimn er bezt 107

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.