Heima er bezt - 01.08.1960, Síða 5

Heima er bezt - 01.08.1960, Síða 5
2. Helgi, oddviti Fellahrepps, kvæntur Gróu Björns- dóttur, alþingismanns á Rangá, eiga 3 börn. 3. Páll, bóndi á Aðalbóli, kvæntur Ingunni Einarsdótt- ur hreppstjóra frá Fjallsseli, eiga 9 börn. 4. Hulda, gift Sigurgeiri Jónssyni, bifreiðarstjóra, Ak- ureyri, eiga 3 börn. 5. Björgheiður, dáin fyrir fáum árum, átti eitt barn. 6. Sigríður, gift Hermanni Hermannssyni, bryta, Reykjavík, eiga 7 börn. 7. Guðlaug, gift Guðna Gunnarssyni, Moshvoli, Rangárvallasýslu, eiga 4 börn. 8. Þórkatla, gift Marinó Kristinssyni, presti að Val- þjófsstað, eiga 7 böm. 9. Bergþóra, ógift í Ameríku. 10. Sólveig, hjúkrunarkona, gift Þorvaldi Kristmunds- syni, arkitekt, Reykjavík, eiga 2 börn. 11. Olöf, ógift í Reykjavík. 12. Indriði, íslenzkukennari, Reykjavík, kvæntur Ingi- björgu Pálmadóttur, rektors, eiga 3 börn. 13. Víkingur, ógiftur, heima. Barnabamabörn eru 7 ÖIl eru þessi systkini óvenju þróttmikið og glæsilegt fólk. Hafa þau öll notið skólagöngu. Helgi lauk prófi frá Gagnfræðaskólanum á Akureyri, Indriði lauk stú- dentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri og kandi- datsprófi frá Háskóla íslands. Hin hafa stundað nám í öðrum skólum. Það mun snemma hafa vaknað áhugi Gísla fyrir raf- virkjun við Rangá, en hún rennur að miklu leyti um- hverfis land hans. Voru virkjunarskilyrði allgóð en nokkuð kostnaðarsöm. Varð því að fresta framkvæmd- um í því efni meðan annað enn nauðsynlegra kallaði að. En að lokinni síðari heimsstyrjöldinni var hafizt Gisli Helgason við trjágarð heimilisins i Skógargerði. handa um virkjun árinnar í sambandi við tvö önnur heimili, á Rangá. Hafa þessi heimili nú öll nægilegt raf- magn til allra heimilisnota. Það er í frásögur fært, að Gísli gat greitt sinn hluta kostnaðarins út frá sjálfum sér. En svo illa tókst til, að einhver mistök höfðu orð- ið hjá verkfræðingi þeim, sem hafði gert áætlun um verkið. Varð að rífa upp og breyta til. Orsakaði þetta nokkurra tuga þúsunda hækkun. Varð Gísli að taka lán til að greiða sinn hluta af því. Það mun hafa verið nokkuð algengt, að Möðruvell- ingar, sem svo voru nefndir, veldust til forustu í sveit- ar- og héraðsmálum. Varð Gísli engin undantekning í því efni. Var hann um langt skeið í fremstu víglínu í málefnum sveitar sinnar, t. d. um langt skeið í hrepps- Skógargerðishjónin, Dagný Pálsdóttir og Gisli Helgason. Heima er bezt 257

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.