Heima er bezt - 01.08.1960, Page 7

Heima er bezt - 01.08.1960, Page 7
GISLI HELGASON FRA SKOGARGERÐI: Síéustu dagar Mödruvallaskóla og bruninn par 22. marz 1902 (Niðurlag). Næst vil ég geta um spaugilegt atvik, sem kom fyrir í burtfararprófinu okkar, sem við tókum í leikhúsinu á Möðruvöllum eins og áður er sagt. Það mun hafa viðgengizt í flestum skólum hér á landi, að menn hafa reynt að beita brögðum, og fá hjálp á prófum með ýmsum hætti. Eg ætla hér að segja aðeins frá einu atviki. Það var próf í ensku, sem Briem kenndi um vetur- inn í forföllum Hjaltalíns. Hann sat yfir í þessum tíma. Okkur hafði líkað kennslan stórum verr en hjá Hjalta- lín, og vorum sumir heldur illa undir prófið búnir. Þegar langt var liðið á próftímann í ensku, fer einn pilturinn að tala um það, að hann þurfi endilega að skreppa út. Briem segir, að slíkt leyfist nú ekki í próftíma, það hljóti hann að vita. Eftir litla stund segir þessi piltur, að hann þurfi bara endilega út til þess að pissa. Briem anzar því með hálfgerðum þjósti og segir með- al annars: „Þess konar eiga menn að gera áður en farið er inn í tímann“, og neitar algerlega um leyfið að fara út. Örstuttu síðar sprettur pilturinn fram á gólf, snýr sér þar beint á móti Briem, fitlar við buxnaklaufina og segir: „Fyrst ég fæ ekki að fara út, þá míg ég hér á gólf- ið.“ Briem verður ókvæða við og segir: „Ætlið þér að verða sá bölvaður dóni að gera þess konar hér inni. Farið þér þá út í snatri.“ Eitthvað mun hann hafa vikið að því, að vera fljótur inn aftur, og hafa engin rangindi við, það man ég eigi glöggt. Björn Jónasson, svo hét pilturinn, fór nú út, án þess nokkrum okkar stykki bros. Við höfðum um annað að hugsa. Hann kom mjög fljótt inn aftur og settist við sínar skriftir. Seinna komst ég að því, hvernig í öllu lá. Sumir neðri bekkingar voru þarna enn, sem ekki höfðu kom- izt burt vegna þess að farkost vantaði. Þar á meðal Aust- firðingar. Nú hafði Björn samið við Austfirðing einn, vel að sér, sem enn var þarna, að liggja undir glugg- anum og ná þar spumingunum, svara þeim eftir mætti með aðstoð bóka, og koma til sín svörunum með ein- hverjum ráðum. Eg sá það flljótt, að Austfirðingurinn hafði lagt Birni ráðin, hvernig hann mætti íit komast. Allir vissu, að Birni hefði aldrei dottið þetta snjallræði í hug. Til þess var hann alltof saklaus. Hinum var aftur mjög vel trú- andi til þess, hann var bæði greindur vel og óprúttinn. Hvaða svör Björn fékk með þessum hætti get ég ekkert sagt um, en sjálfsagt ekki öll. Sennilega hefur það eink- um verið það, sem snúa þurfti úr íslenzku á ensku, og svo ritgerð, sem við áttum að gera þarna um brunann 22. marz. Að endingu nokkur lokaorð. Eg hef samið ritgerð um þetta efni fyrir um það bil 14 árum, og átti hún að birtast um það leyti í „Lesbók Morgunblaðsins“. Af ástæðum, sem hér verða ekki rakt- ar, hefur þetta skrif tapazt. Alér þótti þetta leiðinlegt, og tók mig nú til að end- ursemja þetta, er ég dvelst nú hér nyrðra sem sjúkl- ingur, en þó tekinn mjög að hressast. Eg veit þó mjög vel, að bæði minni, hug og hönd hefur mjög hrakað í seinni tíð svo að ég veit, að þetta hefur lakar tekizt en það sem fyrr var um þetta skráð. Þó hefur það reynzt mér ómetanlegt, að geta hér borið mig saman við gamlan og góðan bekkjarbróður, sem er Björn Jónsson frá Hreiðarsstöðum í Svarfaðar- dal, sem er nú búsettur hér í bænum. Ég mundi tæpast hafa lagt út í endurritun á þessu, nema í samráði við hann. Ég kann honum beztu þakkir fyrir allt gott fyrr og síðar. Ég hef þessa daga verið að lesa „Norðlenzka skól- ann“. Ég sé þar, að ég hef sent Sigurði skólameistara svör við ýmsu, er hann hefur spurt um mig og fleiri Möðruvallamenn. Ég sé þar, að ég hef sagt, að við höfum vakað sex nóttina eftir brunann, en nú hef ég sagt hér, að við höfum verið fjórir. Þarna er mótsögn, og get ég nú ekki úr því skorið, hvort er réttara. Líldega hef ég munað þetta betur fyrir um það bil 30 árum síðan. Nú eru, sem að líkum lætur, fáir lífs af þeim, sem voru þessa síðustu daga á Möðruvöllum. Þó eru fáein- ir til enn. Ég vil nú biðja þá, sem þetta kunna að sjá, fieima er bezt 259

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.