Heima er bezt - 01.08.1960, Síða 8

Heima er bezt - 01.08.1960, Síða 8
Ólajur Daviðsson. Halldór Briem. °g þykja mundi einhvers staðar hallað réttu máli, að láta mig vita um það sem fyrst. Ég verð að sleppa því hér, að minnast á ýmislegt um fólkið á Möðruvölluin í minni tíð. Þó get ég ekki skil- ið svo við þetta, að ég minnist ekki Kristínar ráðskonu örlítið. Hún var okkur eins og bezta móðir. Hún vildi allt fyrir okkur gera, sem í hennar valdi stóð. Oft hef ég undrazt það á seinni árum, hver dugnað- arforkur hún var. Ég held að fáir mundu finnast henn- ar jafningjar nú, sem hefðu getað tekið að sér hennar hlutverk, að sjá um matreiðslu og bera á borð fyrir 40 stráka, án þess að hafa aðra aðstoð en þá, að eldabusk- an í húsi Stefáns sá um pottana fyrir hana á eldavél- inni, hinni sömu stóru vél, sem eldað var líka á fyrir búið Stefáns kennara, en svo var hann alltaf kallaður í þann tíð. Ég mun hafa sent Sigurði skólameistara umsögn um þá Hjaltalín og Stefán, sem kennara og leiðtoga ungra manna, sem hann og getur í bók sinni, og vísa ég til þess. Að síðustu set ég hér umsögn Ólafs Davíðssonar um bruna á Möðruvöllum áður fyrr, sem birtist í Norður- landi í apríl 1902, en þar reit hann um bruna skólans: „Bruni þessi er hinn 5. bruni að Möðruvöllum, sem sögur fara af. 1316 brann klaustur og kirkja þar. Var því kennt um, að munkarnir hefðu ekki verið vel gáðir. Nóttina milli 6. og 7. febr. 1826 brann amtmannshús- ið allt. Varð litlu bjargað, og menn komust nauðulega af. Friðrik konungur 6. gaf þá nýtt amtmannssetur. Var sú bygging nefnd Friðriksgáfa. Hún brann aðfaranótt 21. marz 1874. Sumarið 1880 var skólinn byggður á amtmannsset- ursrústunum, og nú er hann kominn veg allrar veraldar. Möðruvallakirkja brann 5. marz 1865. Má því með sanni segja, að Möðruvellir hafi verið sannkallað bruna- bæli, eftir því sem gerist hér á landi.“ Enn brann Stefáns húsið áðurnefnt 1934, svo að brunafaraldur hefur enn ekki með öllu yfirgefið Möðru- velli. Staddur á Akureyri, febrúar 1960. Gísli Helgason. S V Ö R við spurnivgmn skólameistara á Akureyri frá 24. júlí 1929. 1. Eigi virðist því auðvelt að svara, hver áhrif Möðru- vallaskóli hafi haft á æviferil minn eða gengi. Ég veit, sé ekki, hvernig leið mín hefði legið án skólavistarinnar. Sennilega hefði lífsleiðin orðið eitthvað svipuð, búskap- arbasl við lítil efni, og ef til vill ennþá minni orðstír en nú hef ég. Samt sem áður veit ég það vel, að ég varð fyrir mjög sterkum áhrifum í skólanum, sem beindu mér í vissa átt. Ég man þá meðan ég lifi suma kaflana úr kennslu- stundum Stefáns sál. Stefánssonar, kennara, sem vér kölluðum hann jafnan í þann tíð. Þegar hann hafði einhvern tíma aflögu frá því að hlýða yfir og útlista það, sem fyrir hafði verið sett, þá greip hann tældfærið og talaði um hugðarefni sín. Hann sló þá oftast á strengi ættjarðarástar og átthagatryggðar; sýndi fram á að land vort væri ónumið, óræktað, en afar frjósamt, og biði eftir hraustum sonum, sem legðu fram alla sína krafta andlega og líkamlega, til að reisa það úr rústum. Ég ætla mér ekki þá dul, að reyna hér að tilfæra orð hans öll, mörgum þeirra hef ég sjálfsagt gleymt, en ég man vel, hvernig þau smugu gegnum mig, og hver heit ég gaf honum í huga mínum, þegar ég stóð upp. Annars kom það stundum fyrir, að vér stóðum ekld upp, því Stefán hélt stundum áfram þar til hringt var í næsta tíma. Frá Hjaltalín stöfuðu einnig mjög góð áhrif og holl, en því miður varð ég þeirra fremur lítið aðnjótandi, sem stafar af því, að hann var ekki við skólann seinni veturinn, sem ég var þar. Hann dvaldi þá í Reykjavík vegna vanheilsu konu sinnar. Mér þótti hin mesta eftir- sjá að því vegna íslenzkunnar og ensku, sem Halldór Briem tók þá við. Ég vil taka það fram hér, að ég álít þá Stefán og Hjaltalín verið hafa hina ágætustu skóla- menn. Þeir bættu hvor annan upp. Hjaltalín var ramm- íslenzka kjarnmennið, sem gaf eitthvað bjargfast, óbif- anlegt, að styðjast við, en Stefán var vígreifi hugsjóna- og framfaramaðurinn. Ofurlítið vandist ég á vínnautn, en eigi var orð á drykkjuskap gerandi þau ár, sem ég var þar. Þó varð brennivín keypt í búðum á Akureyri fyrir 50 aura þriggja pela flaskan. Annars skal ég játa það, að ég heyrði fólk, þegar heim kom, segja, að ég hefði verið í vondum félagsskap og vanið mig á vín. 2. Ég get varla sagt um hverjar námsgreinar hafi 260 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.