Heima er bezt - 01.08.1960, Page 15

Heima er bezt - 01.08.1960, Page 15
allt í einu kom eitthvert ógnar ferlíld að mér fannst, upp úr sjónum, skammt frá okkur. Það tók sig upp fyr- ir yfirborð sjávarins, þó nokkuð hátt, en féll svo nið- ur í hafið aftur með feikna busli og boðaföllum. Mér brá ákaflega mikið og spurði bæði hissa og hræddur, hvað þetta hefði verið. „Það er greyið hann Léttir,“ svaraði formaðurinn, um leið og hann smellti með tungunni við góminn, eins og til þess að gefa til kynna kæruleysi sitt yfir þessari óvæntu heimsókn. Það væri svo sem ekkert að óttast. „O, — ég held að hann geri okkur ekkert greyið að tarna,“ sagði hann. Sigurður var þó hugsandi á svipinn og all þungur á brún. Hann starði um stund á staðinn, þar sem stórfiskurinn hvarf niður í djúpið, og tuggði skroið af mestu áfergju, svo að munnurinn gekk eins og vél. Svo spýtti hann stærð- ar gusu af tóbakslegi svo langt út fyrir borðstokkinn, að ég hef aldrei séð slíkan kraft og leikni í útfærslu þeirrar listar. Það var engu líkara en að hann ætlaði að drepa hvalinn með gusunni eða blinda hann með þess- um dökkbrúna, rammbeiska og svíðandi vökva. Mér flugu þegar í hug allar sögur sem ég hafði heyrt um Létti. Hvernig hann t. d. reyndi ávallt að færa allt í kaf sem flyti og hversu áleitinn hann var sagður við báta. Það voru margar tegundir til af þessum stórfisk- um, sem talið var að hefðu grandað bátum, með því að koma upp undir kjöl þeirra, láta sig falla ofan á þá, eða með sporðakasti og boðaföllum. Eg minntist Bjarna bónda í Svaðkoti og skipshafnar hans, sem sagt var að stórfiskur hefði grandað 16. júlí 1883. Nú var slík voða skepna hér á ferðinni og virtist meir en lítill ærslagangur í henni, jafnvel vígahugur. Það var auð- séð, að skipshöfninni var ekki sama. Ég þóttist vita, að formaðurinn hefði aðeins verið að hughreysta okkur, en að hann væri smeykur um það, hvernig þessum sam- fundum okkar við hvalinn mundi lykta. Litlu seinna kom fiskurinn aftur upp á yfirborðið, skammt aftan og til hliðar við okkur og þurrkaði sig upp úr sjónum. Sá ég hann greinilega, Ijósleitan á hlið- inni og sennilega allt að 16 eða 18 álnir á lengd. Þetta var stærðar skepna. Ég varð dauðskelkaður og stein- hætti að róa. Varð dynkur mikill, busl og boðaföll, þegar hún skall í hafið aftur. — Skil ég ekkert í, að ég skyldi ekki missa árina út úr höndunum. Ég sá nú greinilega, að körlunum hafði brugðið að mun við að- farir fiskjarins, sem var ekki óeðlilegt. Þetta var eng- inn smá gullfiskur að leika við, stórhættulegur, Léttir, Stökkullinn, Rauðkembingurinn eða hvað hann nú hét. Sigurður formaður sagði okkur að róa duglega. Við skyldum fara í krókum, sveigja til bak og stjór sitt á hvort, og reyna að komast í þá aðstöðu, að bát okk- ar bæri í sól að sjá frá hvalnum. Léttir gerði ávallt ráð fyrir að báturinn færi beint, en við hann vildi fiskur- inn auðsjáanlega glettast, og sagt væri, að honurn dapr- aðist sjón mót sólu. Við breyttum strax um stefnu og reyndist ályktun formanns rétt. Hvalurinn kom upp töluvert frá bátnum og fyrir innan okkur, en mjög nálægt þeirn stað sem við vorum á áður en við breytt- Það er oft margt um manninn á bryggjunum i Eyjum. Myndin er frá timabili handvagnanna 1918—19. um um stefnu. í hvaða átt hann stakk sér, var ekki gott að sjá enda kom hann upp aftur eftir litla stund, rétt norðan við bátinn. „Mikil bölvuð læti eru þetta í hval-skrattanum,“ nærri hrópaði ég, „ætli að hann hvolfi okkur ekki?“ Enginn svaraði mér, en Oli gamli renndi til mín aug- unum. Það var ómögulegt að misskilja það augnatillit. Ég átti að steinþegja og hugsa um árina mína. Ég laut að Sigurði Sæmunds, sem sat á þóftunni hjá mér, og hvíslaði: „Er stórfiskurinn ekki voða hættulegur, Siggi minn?“ Hann sleppti vinstri hendinni af árinni, lagði hana á handlegg mér og svaraði blíðlega: „Vertu bara rólegur, laxi minn, hann fer bráðum í burtu“ .... „Meira á bak og fljótir nú,“ skipaði Sigurður for- maður. Báturinn tók beygju, og rérum við eins og við frekast gátum góða stund. Hvalurinn kom svo upp all fjarri, og breyttum við þá enn um stefnu og rérurn lífróður burt frá þessum bannsetta ærslabelg, sem var alveg að sprengja okkur á árunum. Ég var alveg orð- inn slituppgefinn og fannst þessi bölvaður eltingaleik- ur hafa staðið einhvern eilífðartíma, þegar loks við sá- urn hvalinn koma upp langt í burtu, og virtist hann þá stefna til norðvesturs. Eftir það sáum við hann ekki meira. Ég held, að ég hafi aldrei verið hræddari um líf mitt en í þetta skipti a. m. k. ekki frarn að þessum tíma. Ég hafði heldur aldrei séð stórfisk í vígahug eða að slík- um leik sem þessurn, ef um leik hefur verið að ræða. Ég hvgg, að karlarnir hafi búizt við því versta af hvaln- um, þó að þeir ekki hefðu orð um það. Við hvíldum okkur um stund eftir erfiðið og nört- uðum í bitann okkar. Síðan var farið að damla í rólep- D heitum heimleiðis. Karlarnir, sem varla höfðu sagt aukatekið orð á meðan þessi ósköp stóðu yfir, urðu nú skrafhreyfir, og hófu þeir ýmsar frásagnir og hroða- sögur af illhvelum og manntjóni af þeirra völdum. Var (Framhald á bls. 272). Heima er bezt 267

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.