Heima er bezt - 01.08.1960, Blaðsíða 17
RAGNAR ÁSGEIRSSON, RÁÐUNAUTUR:
Bæncla för Austur-Skaftfellinsa
a ður fyrr, meðan hesturinn var að heita mátti eina
f\ samgöngutæki bændanna hér á landi, var ekki
f lagt í langferðir milli héraða og landsfjórð-
v unga nema brýna nauðsyn bæri til, og sjaldan
voru stórir hópar á ferð. Árið 1910 fóru 27 bændur og
bændasynir í hópferð að norðan og suður á land. Stóð
sú ferð yfir frá 27. júní til 20. júlí. Var Sigurður Sig-
urðsson búfræðingur, ráðunautur Búnaðarfélags Islands,
leiðbeinandi þeirra um Suðurland. Heimleiðis fóru
bændurnir norður Kjöl.
Nokkru síðar endurguldu sunnlenzkir bændur þessa
heimsókn Norðlendinga, en ekki er mér kunnugt hve
margir tóku þátt í þeirri för.
Á næstu árum breyttist margt í þjóðlífi Islendinga,
ekki sízt þegar bifreiðir komu til sögunnra og vegagerð
færðist í aukana. Ein fyrsta stóra hópferð bænda var
farin 1938. Var það Búnaðarsamband Suðurlands sem
stofnaði til hennar, undir forustu hins aldraða formanns
þess, Guðmundar Þorbjarnarsonar á Stóra-Hofi á Rang-
árvöllum. Var hún ákveðin í tilefni af 30 ára afmæli
sambandsins. í henni voru hálft annað hundrað þátt-
takendur og ferðin stóð yfir í 10 daga. Allmargar hús-
freyjur tóku þátt í förinni með bændum sínum. Bílarnir
voru ellefu. Lengst var farið í Axarfjörð, í Ásbyrgi og
að Skinnastað. Fararstjóri var Steingrímur Steinþórs-
son, búnaðarmálastjóri.
Síðan hafa þessar kynnisferðir bænda mjög aukizt.
Bændur úr öllum landshlutum hafa tekið sig upp og
ferðazt til fjarlægra héraða í bílum, og stundum hefur
verið farið loftleiðis, t. d. komu bændur úr Austur-
Skaftafellssýslu fljúgandi frá Höfn í Hornafirði og
lentu á Skógasandi í Eyjafjallasveit. Bændur austan af
Fljótsdalshéraði flugu frá Egilsstöðum að Kirkjubæjar-
klaustri og Norður-Þingeyingar frá Kópaskeri að
Klaustri.
Búnaðarfélag Islands hefur skipulagt þessar ferðir og
lagt til fararstjóra. I fyrstu kynnisferðum, sem farnar
voru í bílum, var venjulega gist á gistihúsum eða tjöld-
um, ef þess þurfti með. En á seinni árurn hefur aðallega,
og stundum eingöngu, verið gist á heimilum bænda.
Þykir það hafa stóraukið gildi þessara ferðalaga, því þá
ná þær bezt tilgangi sínum, sem er að stéttarbræður úr
fjarlægum héruðum kynnist. Þá ber ekki síður mikið á
því, að heimilisfólki þykir beinlínis vænt um að fá góða
gesti úr öðrum landsfjórðungum.
Yfir þrjátíu kynnisferðir bænda hafa nú verið farn-
ar og allar hafa þær orðið til fróðleiks og skemmtunar.
í sumar voru það Austur-Skaftfellingar, sem lögðu upp
í bændaför í annað sinn og hafði formaður búnaðarsam-
bands þeirra, Steinþór Þórðarson á Hala í Suðursveit
forgöngu um það heima í héraði, en Búnaðarfélag Is-
lands lagði til fararstjórann, Ragnar Ásgeirsson. í för-
inni tóku þátt 68 manns og hún stóð yfir í níu daga.
Fyrsta daginn var farið frá Höfn í Hornafirði til Egils-
staða, með viðkomu í Heydölum í Breiðdal. Annan dag-
inn var farið vestur Fjöllin, niður í Ásbyrgi og gist í
Axarfirði og í Kelduhverfi. Þriðja daginn var ekið fyr-
ir Tjörnes, skoðaður Hallbjarnarstaðakambur með sín-
um víðfrægu, steingerðu skeljum, ekið um Húsavík,
Reykjahverfi, þar sem Yztihver gaus fagurlega, og kom-
ið að Grenjaðarstað og byggðasafnið þar skoðað. Síðan
var ekið til Eyjafjarðar og gist í Saurbæjarhreppi.
Fjórða daginn var ekið til Akureyrar og voru Skaft-
fellingar gestir K. E. A. til hádegisverðar á Hótel K. E.
A. Á eftir skoðuðu þeir verksmiðjur K. E. A. og S. í.
S. á Akureyri undir leiðsögn forstjóranna. Ennfremur
var komið á kynbótabú Nautgriparæktarsambandsins í
Lundi. Frá Akureyri var svo haldið rakleitt að Hólum
í Hjaltadal, gengið í Dómkirkjuna og í gamla torfbæinn,
sem nú hefur verið endurbyggður.
Eftir þriggja tíma dvöl á Hólastað og ágætar við-
tökur var svo haldið áfram í gististaði, í Hegranesi og
sveitunum vestan Héraðsvatna. Næsta dag skoðuðu
Skaftfellingar Byggðasafn Skagafjarðar í Glaumbæ, og
dvaldist þar lengi undir góðri leiðsögn Hjartar safn-
varðar og Jóns Sigurðssonar á Reynistað. I ferðinni
voru ýmsir af yngri kynslóðinni, sem varla höfðu séð
gamlan torfbæ fyrr, en elzta fólkinu þótti mikils um
vert að rifja upp fyrri kynni af slíkurn húsakynnum —
á Grenjaðarstöðum, Hólum og í Glaumbæ. Og þó á
eftir að koma enn betur í Ijós menningarsögulegt gildi
þessara gömlu híbýla, sme skýldu þjóðinni í þúsund ár.
Frá Glaumbæ var ekið sem leið liggur yfir Hólminn
og Oxnadalsheiði til Eyjafjarðar. Var nú lögð lykkja á
leiðina og haldið út í Svarfaðardal til gistingar. Þótti
öllum vænt um að sjá þennan sviphýra, þéttbýla dal,
sem virðist allur vel setinn af dugmiklu fólki. Það er
öðru vísi að litast þar um nú heldur en þegar þessi æfa-
gamla vísa var kveðin:
Þegar hittust hrafn og valur,
hvor varð öðrum feginn.
Þá var setinn Svarfaðardalur.
— Sinn bjó hvoru megin.
Frá Svarfaðardal var farið kl. 11 f. h. og var það sjötti
Heirría er bezt 269