Heima er bezt - 01.08.1960, Qupperneq 20
Tólf ára háseti
Framhald af bls. 261.-------------------------------
af mörgum sögum að taka, svo að mér fannst heim-
róðurinn ekki taka langan tíma, þótt við rérum í hægð-
um okkar. Siggi formaður hamaðist á nýrri tóbakstölu
og spýtti við tönn til áherzlu í frásögnum sínum. Oli
hafði og látið í pípuna sína og tottaði hana af mikilli
nautn og ánægju. Hann hafði frá mörgu að segja og
sagði vel frá. Við Siggi Sæmunds hlustuðum af áfergju
á mergjaðar sögumar og spurði ég hann, ef eitthvað
var, sem mig langaði til að vita nánar.
Siggi í Vegg sagði, að aldrei mætti bölva eða tala
illa um Létti á sjónum. Það hefði illt í för með sér. Sagði
hann við mig, að ég hefði hagað mér óskynsamlega í
þessum hildarleik með bölvi og formælingum. Mér
fannst það skrítið og sagði: „Ekki skilur þó hvalurinn,
hvort ég bölva honum eða blessa, hvað þá að hann
heyri slíkt langar leiðir.“
„Ojú, hann skilur það, drengur, og hann heyrir allra
dýra bezt. Skilur ekki hundurinn margt af því sem
að sagt er við hann. Hvort maður skammar hann eða
gælir við hann? O-jú, ég held nú það. Hví skyldi þá
ekki hvalurinn, þessi stóra skepna, gera það líka?“ Mér
fundust þetta óyggjandi röksemdir og sagði ekkert.
Sigurður Sæmunds kímdi góðlátlega og deplaði til
mín augunum. Sá ég, að hann var á öðru máli en for-
maðurinn, þótt hann vildi ekki kappræða þetta við
hann. Siggi í Vegg hafði sínar skoðanir og mikla lífs-
reynslu af hafinu. — Merkilegur maður og undursam-
leg fiskikló.
Klukkan um fimm komum við heim að bryggju.
Vorum við alldasaðir, en ánægðir yfir góðum afla og
farsælum fundarslitum við óróasegginn inn á Flúðum.
Við höfðum fengið yfir hundrað drætti á skip.
Mér þótti mikið koma til þessarar sjóferðar, vegna
aflans og hættunnar frá stórfiskinum. Þóttist jafnvel
meiri maður en áður. Dró ég í engu úr hættunni, þeg-
ar ég var að segja strákunum söguna, og fannst mér að
þeir skoða mig sem einhverja hetju næstu daga.
Mynd af bátahrófunum í „Lreknum“ i Eyjum 1910.
Sigurður formaður fór svo að skipta aflanum. Þá
kom Máríufiskurinn minn aftur til umræðu. Sigurður
var búinn að taka hann frá, svo að hann færi ekki sam-
an við, þegar að hann „valdi í köstinu. Þarna lá fisk-
urinn minn einn sér, eins og settur upp til sýningar,
stinnur og fallegur með krossmarkið í sporðinum.
„Taktu fiskinn, sem þú dróst fyrstan í morgun, dreng-
ur, það er þinn rétti Máríufiskur," sagði formaðurinn.
„Þú skalt gefa Gvendi garnla í Borg fiskinn í dag. Já,
það skaltu gera, drengur.“ Sigurður formaður skaut
ensku húfunni sinni niður á nef, klóraði sér í hnakk-
anum, teygði svo hökuna fram og spýtti kolmórauðri
gusu af tóbakslegi rétt við tærnar á forvitnum áhorf-
endum, sem stóðu í töluverðri fjarlægð og horfðu á
aflaskiptin. Samþóftungur minn, Siggi gamli Sæmunds,
áréttaði orð formannsins og sagði hlýlega við mig. „Já,
gerðu það, laxi minn, það er garnan fyrir þig að gleðja
blessaðan karlinn, blindan og fátækan.“
Ég lét þessi orð vina minna mér að kenningu verða,
og færði Guðmundi í Borg fiskinn. Hann varð harðla
glaður vð gjöfina:
„Blessaður drengurinn, og það er Máríufskurinn
þinn“. Hann klappaði mér blítt á kollinn og bað mér
allrar blessunar í lífinu með fögrum orðum. „Lofaðu
mér að taka í hendina á þér, Árni minn.“ Hann kyssti
mig á kollinn, og ég lagði litla og granna hendina í
hans stóru og sterklegu járnsmiðshendi. „Ójá, blessaður
minn. Ekki hefur þú sjómannshendi og mun sjó-
mennska ekki verða lífsstarf þitt. Nei, þér munu falin
önnur störf á langri lífsleið, sem eru almenningi lítt
kunn ennþá. Segðu foreldrum þínum það frá mér og
heilsaðu þeim“.
Þessi spá Guðmundar á Borg rættist. Ég varð aldrei
sjómaður að heitið gæti, en árið 1919 fóru grannar og
smáar hendur mínar að leika á ritsíma og loftskeyta-
lyklum og tækjum Landssímans, og gera það enn.
Hvernig Guðmundur fann þetta á sér eða sá, stein-
blint gamalmennið, er mér hulin ráðgáta. Um það leyti,
þ. e. 1913, var tæpast um aðra atvinnu að ræða hér en
sjómennsku, og gengu því allflestir drengir þá fram-
tíðarbraut. Ekki varð því annað séð, en að þau yrðu
örlög mín sem annarra drengja þorpsins.
Guðmundur Ögmundsson lézt í Borg 27. maí 1914,
82 ára gamall. Hann var merkur maður sinnar tíðar,
völundarsmiður og góðmenni. Sigurður Sæmundsson
lézt 10. júlí 1924, Sigurður Ólafsson í Vegg 10. marz
1931 og Ólafur Ingvarsson í Miðhúsum 20. júní 1942.
Ekki var ég lengur háseti hjá Sigurði í Vegg en um-
talað var. Lauk þar með að mestu sjómannsferli mín-
um, en ýms önnur störf við fiskiveiðarnar tóku við
allt til ársins 1919, sem fyrr getur. Þannig rættist spá
Guðmundar í Borg.
Ég minnist þessara manna með hlýjum hug og þakk-
læti fyrir stutta en góða samleið. Þeir voru hver um
sig merkir menn og ristu nöfn sín í sögu Eyjanna með
óafmáanlegu letri. Þó er saga þeirra hvers um sig, því
miður, óskráð að mestu.
272 Heima er bezt