Heima er bezt - 01.08.1960, Blaðsíða 21

Heima er bezt - 01.08.1960, Blaðsíða 21
ÁRMANN KR. EINARSSON: Fer&aþœttir frá Noregi að hefur lengi verið óskadraumur minn að heim- sækja Noreg, og á síðastliðnu sumri rættist sá draumur. Sólbjartan morgun, síðla í júlímánuði stend ég á þilfari m.s. Heklu, sem klýfur léttilega sléttan haf- flötinn og nálgast óðfluga vesturströnd Noregs. Brátt er siglt „innan skera“, eins og það er kallað, og stefnan tekin á Björgvin. í undrun og hrifningu virði ég fyrir mér snarbrattar, skógivaxnar fjallshlíðar með litlum klettabeltum hér og þar. Snotur hús eru dreifð um hlíð- arnar, og bera sum við himinn uppi á ásbrúnunum. Eg undrast mest að húsin skuli geta staðið utan í þessum snarbröttu brekkum. Maður getur látið sér detta í hug, að þau séu bundin við stærstu furutrén. Það er siglt í ótal bugðum og krókum framhjá töng- um og skerjum, hólmum og eyjum. Á stöku stað sjást berar klappir, en annars er allt gróðri vafið og skógi skrýtt. Mér flýgur í hug, að hér í skerjagarðinum væri hið ákjósanlegasta umhverfi fyrir þá félaga, Árna í Hraunkoti, Gussa og Olla ofvita, sem aðeins urðu að láta sér nægja litla hólmann í Hraunsá. Já, hér væri sannkallaður ævintýraheimur og paradís fyrir tápmikla og uppfinningasama stráka. Jæja, sleppum því, þetta var nú útúrdúr. Á stærstu eyjunum, sem við siglum framhjá, var byggð. Sums staðar sást fólk við útistörf og börn að leik. Nokkra litla báta sá ég á sveimi þarna á sundun- um. Máske hafa karlarnir verið að veiða í soðið. Er skipið hafði siglt nokkra stund innan skerja, var sem leiðin lokaðist að baki, og ekki sást lengur til hafs. Þetta virtist í fljótu bragði stórfurðulegt, það var engu líkara en skipið hefði siglt yfir þurrt land. Innsigling- in til Björgvin er ógleymanleg hverjum manni, sem fer hana í fyrsta skipti. Brátt blasti Björgvin við inn af fjarðarbotninum, um- lukt sjö fjöllum. Björgvin er næst sjálfri höfuðborg- inni að stærð, og hefur stundum verið nefnd „Drottn- ing Noregs“. Því verður ekki neitað, að borgarstæðið er ákaflega fallegt, og borgin sjálf sérkennileg og svip- mikil. Eg gleymi stund og stað, og áður en ég veit af, er skipið lagzt að bryggju. Vinur minn, Ivar Orgland sendikennari, er kominn niður á hafnarbakka, til þess að taka á móti mér, konu minni og dóttur. Einnig er þarna kominn ljósmyndari og blaðamaður frá stærsta dagblaðinu í Björgvin, „Ber- gens Tidende“. Smelltu þeir af okkur mynd og spjöll- uðu við mig dálitla stund. Eg varð bæði undrandi og glaður yfir þessum skemmtilegu og óvæntu móttökum. Kaldhæðnislegt bros læddist fram á varir mínar, er mér varð hugsað til blaðanna hér heima. Þau hefðu tæplega talið það frásagnarvert þó einn vesæll unglingabókahöf- undur gisti þeirra borg.

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.