Heima er bezt - 01.08.1960, Page 23
Innsiglingin til Rergen.
með hengivögnum. Sterkur stálvír leikur á hjóli, og
þegar annar vagninn brunar niður hlíðina, dregur hann
hinn upp. Vagnar þessir eru svipaðir á stærð og stræt-
isvagnar og rúma margt manna, en samt er oft biðröð
að komast í þá.
Um kvödið bauð Ivar Orgland okkur á veitingahús-
ið uppi á Flöyen. Það lá við að ég væri hálfsmeykur að
þjóta upp snarbratta hlíðina í þessu ógnar ferlíki, sem
hékk í mjóum vír. Það virtist heldur glæfralegt að draga
vagninn þannig upp, fullsetinn af fólki, og ekki bætti
það úr skák, að hann nötraði ákaflega, svo það söng og
hvein í stálvírnum. Það eykur líka á óhugnaðinn, að
neðst í hlíðinni fara vagnarnir í gegnum alllöng jarð-
göng. En hemlar og annar öryggisútbúnaður er víst
mjög fullkominn. Vagnstjórinn sagði mér, að aldrei
hefði hent neitt óhapp eða slys í Flöyenbrautinni.
Uppi á Flöyen er mjög víðsýnt og einkar skemmti-
legt að horfa yfir ljósum prýdda borgina. Hér eru ekki
bjartar nætur eins og heima á gamla Fróni. Um daginn
hafði verið hiti og glampandi sólskin. En er við stóðum
þarna uppi á Flöyen í mesta sakleysi og dáðumst að
ljósadýrðinni, steyptist yfir okkur, svo fljótt sem hendi
væri veifað, mikil regndemba. Við hefðum orðið hold-
vot, ef við hefðum ekki forðað okkur hið skjótasta inn
í veitingahúsið.
Það er sagt í gamni og alvöru, að aldrei líði sá dagur
í Björgvin, að ekki rigni. Og einhvers staðar hef ég
„Hengivagnar". Annar á uppleið en hinn á niðurleið. —
Myndin er tekin þar sem þeir eru hlið við hlið í jarðgöngum.
heyrt þá skrýtlu, að börnin í Björgvin fæðist með regn-
hlíf.
; Margt manna var samankomið þarna á veitingahús-
inu, og heyrðust töluð fjarskyld tungumál. Nokkra
landa hittum við.
Við snæddum ljúffenga máltíð þarna á fjallahótel-
inu, dnas var stiginn og kvöldið leið fljótt í glaum og
gleði. Undir miðnættið rúlluðum við svo aftur niður
fjallshlíðina í hengivagninum. Þetta hafði verið óvið-
jafnanlegur dagur, sem mér mun seint úr minni líða.
Um nóttina gistum við á ágætu fjallahóteli, sem ber
nafnið „Hordaheimen“.
Morguninn eftir skoðuðum við okkur enn um í borg-
inni. Meðal annars sáum við stórt fisksölutorg nálægt
höfninni, þar sem fiskurinn er seldur undir berum
himni. Þangað leggja húsmæðurnar leið sína á morgn-
ana, til að kaupa glænýjan fisk í miðdegismatinn.
Norðmenn eru bókelsk þjóð, eins og við íslendingar.
í Björgvin sá ég rnargar og stórar bókabúðir, og í glugg-
um þeirra gaf að líta bækur nokkurra íslenzkra höf-
unda.
Síðdegis þennan sama dag kvöddum við Björgvin og
héldum suður á bóginn. Ferðinni var heitið til Kvam-
stö í Vikebygd. Þar á Ivar Orgland sendikennari sum-
arbústað eða réttara sagt ættaróðal, og eru byggingar
þar stórar og reisulegar, þótt gamlar séu. Orgland er
mikill íslandsvinur, og þekktur í Noregi og hér heima
fyrir snilldarþýðingar sínar á ljóðum íslenzkra skálda.
Hann er einnig sjálfur skáld gott, og hefur gefið út tvær
Ijóðabækur. Orgland sýndi okkur það vinarbragð, að
bjóða okkur heim til sín, og dvelja hjá sér sem okkur
fýsti. Að sjálfsögðu þáðum við þetta höfðinglega boð.
Við völdum okkur þann kostinn að taka okkur far
með strandferðaskipi frá Björgvin til Vikebygd, og
tekur ferðin með skipi nálægt 5 tíma. Mjög langt er að
aka þessa leið í bíl, því þá þarf að krækja fyrir annan
lengsta fjörð Noregs, Flarðangursfjörðinn. Hann er
hvorki meira né minna en 170 krn á lengd, svo Hval-
fjörðurinn okkar er smáspotti í samanburði við hann.
Norsku firðirnir eru mjög djúpir, rniklu dýpri en land-
grunnið úti fyrir stöndinni, enda þannig til orðnir, að í
fyrndinni hefur vatnsrennsli og skriðjöklar sorfið þá
niður. (Framhald).
„Þýzka-bryggja“. Vörugeymsluhús frá timum Hansa-kaupm.
Heima er bezt 275