Heima er bezt - 01.08.1960, Qupperneq 24
Fjóla í Vopnafirði, 6 ára, Hrönn í Súgandafirði,
Laufey í Hléskógum og Ingimundur Arngrímsson
biðja öll um ljóðið Snjókarlinn. Höfundur er Númi,
en lagið eftir A. í. — Soffía og Anna Sigga hafa sungið
lagið í útvarp.
Komdu með mér út, allt er hvítt af snjó,
hér í stærðar hús höfum efni nóg,
gröfum inn í skafl göng og reisum þak,
þar við höfum skjól, það er fyrirtak.
Húsið okkar verður háreist og hvítt.
Húsið okkar verður hreinlegt og bjart,
og hér við getum skrafað margt.
Ef þú kemur út, allt er hvítt af snjó,
hér í stærðar hús höfum efni nóg.
Heimasæturnar á Hofi, sem ekki vilja segja til nafns
síns, biðja um ljóðið: Er ekki heimurinn svona.
Ljóðið er eftir Núma. — Lagið er eftir Lúllu Nóa-
dóttur.
Þú kvaddir og baðst mig að bregðast ei þér,
þó burtu þú færir urn tíma frá mér,
en stundin er löng þeim sem einmana er
og alltaf má bíða og vona.
Og síðan ég alls ekki um þig neitt veit,
og ætla að nýju í hamingjuleit,
ég læt ekki aftra mér eldgamalt heit,
ó, er ekki heimurinn svona.
Þó séu þeir margir, er syrgja og þjást
og saltni þess vinar, sem eitt sinn þeim brást,
þá leita að gleði og yndi og ást
hvre einasti maður og kona.
Og þrá ekki allir að elska svo heitt
og unaðarins njóta, sem lífið fær veitt,
þó úr þessu verði svo alls ekki neitt.
Já, er ekki heimurinn svona.
Eitthvert annað kvöld eflaust gætum við
búið snjókarl til hérna út við hlið,
sterklegur og stór stæði hann þar vörð,
meðan hvítur snjór hylur græna jörð.
Snjókarlinn er sætur svört augun með.
Snjókarlinn um nætur margt getur séð.
Snjókarlinn hann grætur ef sólin skín
og þá hann missir augun sín.
Sterklegur og stór, stendur hann þó vörð,
meðan hvítur snjór hylur græna jörð.
Hér kemur svo að lokum ljóðið: Lukta-Gvendur.
Ljóðið er eftir Eirík Karl Eiríksson, en lagið er gamalt
amerískt lag, sem heitir á ensku: „The old lamplighter“,
en Sigrún Jónsdóttir hefur sungið lag og ljóð á hljóm-
plötu fyrir nokkrum árum.
Hann veitti birtu’ á báðar hendur
um bæinn, sérhvert kvöld,
hann Lukta-Gvendur,
á liðinni öld.
Grétar Geirsson og Guðný Hildigunnur biðja urn
ljóðið: Kom heim, vinur, kom heim. Höfundur Ijóðs-
ins er Jón Sigurðsson. Helena Eyjólfsdóttir hefur sung-
ið lag og íjóð á hljómplötu.
Kom heim, vinur, kom heim,
Kom heim, vinur, kom heim,
Ég hugsa um þig enn,
því þú kemur senn.
Kom heim, vinur, kom heim,
Er fannimar leysti, hann fór út í lönd,
að finna gæfuna’ á ókunnri strönd,
loforð hann gaf mér, að leita mín senn
lágt út í blæinn, hvísla ég enn.
Kom heim, vinur, o. s. frv.
Þó skipið hans sé á hafinu eitt,
ég hræðist ekki, hann sakar ei neitt.
Ást mín skal ná til hans út yfir sæ,
ég til hans sendi kveðju með blæ:
Kom heim, vinur, o. s. frv.
Af gráum hærum glöggt var kenndur
við glampa’ og ljósa fjöld,
hann Lukta-Gvendur,
á liðinni öld.
Hann heyrðist ganga hægt og hljótt
um hverja götu fram á nótt.
Hans hjartasárin huldi bros á brá.
Ef ungan svein og yngismey
hann aleinn sá, hann kveikti ei,
en eftirlét þeim rökkurskuggann blá.
I endurminning, æskutíð
hann aftur leit, er ástmey blíð
hann örmum vafði fast, svo ung og smá.
Enn er mörgum bréfum ósvarað, og erfiðlega gengur
mér að hafa upp á sumum dægurlagatextunum, sem um
er beðið.
Þetta verður að nægja að sinni.
Stefán Jónsson.
276 Heima er bezt