Heima er bezt - 01.08.1960, Síða 26

Heima er bezt - 01.08.1960, Síða 26
FIMMTI HLUTI Ingibjörg Sigurðardóttir: / I þjónustu Meistarans SKÁLDSAGA — Daginn efrir beið Gunnar mín í forstofunni, og nú urðum við samferða að heiman. Þegar við vorum komin spölkom niður á götuna, leit Gunnar brosandi til mín og sagði: — Þú fórst á undan mér í gær, Signý. — Já, svaraði ég lágt og horfði vandræðalega niður fyrir mig. — Af hverju beiðstu ekki eftir mér? — Ég veit það ekki. — En ég veit það. — Jæja? — Ég heyrði hvað mamma sagði við þig í forstof- unni, en ég var ekki nógu fljótur að komast fram og ná tali af þér, áður en þú fórst út. — Móður þinni mislíkar það kannske, að við verð- um samferða þennan spöl. — Hvernig ætti henni að geta mislíkað það? — Það fæ ég ekki skilið. Gunnar gekk fast við hhðina á mér og sagði lágt, enda vorum við stödd úti á miðri og fjölfarinni götu: — Hverju myndir þú svara mér, Signý, ef ég bæði þig um samfylgd þína, ekki einungis þennan stutta spöl, heldur gegnum allt lífið? Þú þarft engu að svara núna, enda er hvorki staður né stund til þess hér, en ég bið þig að hugsa vel um svarið og segja mér það svo við hentugt tækifæri. — Ég gat ekkert sagt. Við vorum líka komin niður að lærða skólanum, og þar skildu leiðir okkar. Gunnar brosti til mín sínu hreina og fallega brosi að skilnaði og hraðaði sér síðan heim að skólanum, en ég hélt mína leið niður á saumaverkstæðið. Nú hafði ég ærið um- hugsunarefni. Mér var það fyllilega ljóst, að ég kaus ekkert heitar en samfylgd með Gunnari gegnum lífið. En hvernig myndi foreldrum hans líka sá ráðahagur einkasonar síns? Um þá hlið málsins varð ég að ræða við Gunnar, áður en ég gæfi honum svar mitt, og heyra álit hans í því efni. — Dagurinn leið. Við Gunnar vorum bæði komin heim frá náminu. Það hittist svo á þetta kvöld, að kaupmannshjónin voru boðin út til kunningja sinna, og á meðan við sátum að kvöldverði, sagði frú Helga syni sínum frá boðinu, og að hann væri boðinn líka. Gunnar þakkaði hæversklega boðið, en sagðist hafa svo mikið að læra fyrir morgundaginn, að hann mætti alls ekki eyða tíma í að fara að heiman, og tók þá móð- ir hans það fullgilt. Ég bauð frúnni að ég skyldi taka af borðinu og ganga frá í eldhúsinu, svo að hún þyrfti ekki að tefja sig við það, og tók hún því með þökkum. Síðan fóru hjónin í boðið, en við Gunnar vorum tvö ein eftir í húsinu. Ég kepptist við að ljúka eldhússtörf- unum og ætlaði síðan upp í herbergi mitt, en áður en því væri lokið, kom Gunnar fram í eldhúsið til mín. Hann leit fyrst brosandi á mig og settist síðan á stól við borðið. Þar sat hann þögull um stund, en sagði svo: — Nú er ég kominn til að hlusta á svar þitt, Signý, ef þú ert búin að ákveða það. Hjartað þaut í brjóst mér, eins hratt og það gat sleg- ið, og hvert slag þess bergmálaði eitt „já“, — en ég sagði: — Hvernig heldur þú að foreldrum þínum myndi Iíka slíkur ráðahagur, Gunnar? — Foreldrum mínum? Ég get ekki séð, að þau þurfi neitt við hann að athuga. — En ég er smeyk um, að þeim finnist ég þér ekki samboðin, sem ég er heldur ekki. — Jæja. En með fullri virðingu fyrir mínum góðu foreldrum ætla ég sjálfur að velja mér konu að eigin vilja, og þig hef ég valið, Signý. Hann stóð upp af stólnum og gekk fast að mér, þar sem ég stóð við eldhússborðið. — Og hvert verður svo svar þitt? spurði hann. Augu hans hvíldu á mér með þeim ljóma ástar og trúnaðar, sem ég gat ekki staðizt, og ég sagði aðeins eitt „já“. En þá stund getur tíminn aldrei máð úr minn- ingunni. Gunnar vafði mig örmum heitt og lengi, og ekki sjálfur dauðinn gat að eilífu rofið þau bönd, sem þá voru knýtt.-------- Veturinn leið. Gunnar lauk stúdentsprófi, og ég hætti saumanáminu. Veru minni í Reykjavík var lokið að sinni, og ég bjóst við að fara heim í sveitina mína aftur. Enginn hafði hugmynd um trúlofun okkar Gunnars, svo vel tókst okkur að varðveita það leynd- armál, en það var ásetningur okkar beggja að láta eng- an fá vitneskju um það, fyrr en við gætum gift okkur. Síðasta kvöld mitt í höfuðborginni var runnið upp. Við Gunnar höfðum mælt okltur mót fyrir utan borg- ina, en þá náði hún ekki eins vítt yfir og nú. Þar ætl- uðum við að eiga okkar skilnaðarstund. Snemma næsta morgun var svo för mín ákveðin heim í æskusveitina. Við hvíldum hvort í annars örmum og ræddum fyrst um framtíðina. Næsta haust ætlaði Gunnar að sigla út til Danmerk- 278 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.