Heima er bezt


Heima er bezt - 01.08.1960, Qupperneq 29

Heima er bezt - 01.08.1960, Qupperneq 29
hann eindregið til þess að halda áfram námi, og hann féllst á það, en ég ætlaði að reyna að greiða námskostn- aðinn að öllu leyti fyrir hann. Þá réð ég mig á sauma- verkstæði til þess að afla mér meiri tekna en áður, og vann svo heimilisstörfin á kvöldin. Gunnar minn innritaðist nú í gagnfræðaskóla, og sóttist námið með ágætum. Hann tók mjög hátt próf eftir eins vetrar nám þar og hlaut um vorið viðurkenn- ingu skólans fyrir dugnað sinn við lærdóminn. En haustið eftir var hann alveg ófáanlegur til að halda nám- inu áfram, og þar með var sá hjartfólgni draumur minn að engu orðinn, að sonur minn gengi menntaveginn. Telpan mín var þá líka komin yfir fermingu, og ég vildi láta hana læra eitthvað nytsamt, en hún hafði enga löngun til þess að stunda nokkurt nám, og þar með lét ég þau mál útrædd af minni hálfu. — Systkinin fóru síðan brátt að vinna utan heimilis- ins, þegar eitthvert starf var fáanlegt við þeirra hæfi, en slíkt var ekki ailtaf auðfengið á þeim árum, og sízt fyrir þá, sem fáa áttu að. En því litla sem þau gátu unnið sér inn, eyddu þau svo jafnharðan í einhvern óþarfa, án þess að ég fengi nokkuð við það ráðið. Mér fannst nú miklu erfiðara að sjá þeim farborða, heldur en meðan þau voru börn að aldri. Eg vann af fremsta megni, en vinnulaun mín hrukku varla fyrir brýnustu þörfum okkar. Þó reyndi ég að vera hagsýn. Ég lagði mig alla fram til að vísa börnunum mínum á hina réttu leið, en þau tóku leiðbeiningar mínar lítið til greina og urðu mér stöðugt fráhverfari. Mest óttaðist ég, að drengurinn minn kynni að leiðast út í áfengisneyzlu, því ég vissi, að hann valdi sér félaga, sem neyttu þess. Ég ræddi oft um þá hluti við hann og reyndi að sýna honum fram á þá hættu, sem biði þeirra er neyttu áfengis. Ég bað hann þess að taka aldrei fyrsta vín- staupið, já, bað hann þess, drenginn minn, með tár í augum, en hann svaraði því litlu. — Systkinin sóttu rnjög þétt bíó og dansleiki og komu oft ekki heim fyrr en síðla nætur. Ég sá að þýð- ingarlaust var fyrir mig að vanda um slíkt við þau. En svo hætti Gunnar minn alveg að koma heim þær næt- ur, sem hann fór á dansleiki, og sá ég hann oft ekki fyrr en undir kvöld næsta dag. Ég spurði hann eitt sinn, hverju þetta sætti, en fékk aðeins það svar, að hann svæfi nóttina af hjá félögum sínum. Þetta vakti hjá mér þungbærar grunsemdir. Var drengurinii minn virkilega að fela eitthvað fyrir mér með því að sofa annars staðar en heima eftir dansleikina, sem hann sótti? Kannske eitthvað hræðilegt? Ég hlaut að komast að hinu rétta fyrr eða síðar. — Um þessar mundir var Island hernumið, og með hernáminu skapaðist brátt næg atvinna. Gunnar minn komst fljótt í vinnu hjá setuliðinu og fékk þar ágætt kaup, en hve mikið sem hann innvann sér þar, lét hann mig aldrei hafa eyri af því til heimilisþarfa, og ég krafði hann heldur einkis. Dóttir mín byrjaði að starfa á veitingahúsi niðri í bæ, strax og hernámið skall yfir, en svaf heima hjá mér. Kvöld eitt þegar hún kom heim, færði hún mér þær fréttir, að hún væri trúlofuð amerískum hermanni og færi með honum bráðlega al- farin til Ameríku, því þar ætluðu þau að búa. — Ég var svo eigingjörn að gleðjast ekkert yfir þess- ari frétt, en lét það með öllu afskiptalaust. Þetta var aðeins einn hlekkurinn í mótlæti mínu. Þennan tengda- son minn tilvonandi sá ég aldrei, enda óskaði ég ekkert eftir því. Svo var það laugardagskvöld eitt skömmu áð- ur en dóttir mín ætlaði að sigla alfarin af landi burt, að þau systkinin fóru bæði út að skemmta sér að venju, en ég var ein heima og vakti. Skömmu eftir miðnætti heyrði ég að gengið var heim að húsinu og síðan drep- ið á dyr. Ég hikaði fyrst við að fara fram og opna hús- ið, því mér fannst það næstum ólíklegt eftir vananum, að systkinin væru komin heim á þessum tíma nætur, en samt fór ég fram að hurðinni og spurði, hver væri úti. — Það er Gunnar, var svarað, og þá var ég fljót að opna dyrnar. En úti fyrir dyrunum stóðu tveir ungir menn með Gunnar á milli sín og studdu hann. Þeirri hræðilegu sjón gleymi ég aldrei. Hann var dauðadrukk- inn og gat naumast staðið á fótunum. Ég þakkaði pilt- unum fyrir að hafa komið með hann heim, tók síðan við syni mínum af fylgdarmönnum hans og studdi hann inn í húsið, en piltarnir sneru þegar á brott. Ég hjálp- aði Gunnari mínum að afklæðast og kom honum síðan upp í legubekk, en þar sofnaði hann brátt. Nóttin var óendanlega hljóð og ömurleg. Ég stóð kyrr við hvílu drengsins míns og virti hann fyrir mér, þar sem hann svaf þungum drykkjumannssvefni. Fal- lega andhtið hans var rautt og þrútið af eitri áfengis- ins, og hreini sakleysislegi bernskusvipurinn, sem áður einkenndi það, var algerlega horfinn, en spillingin hafði sett sitt helsára mark þar í staðinn. Öll mín reynsla undanfarin ár og ástvinamissir var léttvægt hjá því, að sjá nú drenginn minn, sem ég elskaði af öllu hjarta, þannig farinn. (Framhald). VILLl Heima er bezt 281

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.