Heima er bezt - 01.08.1960, Síða 30

Heima er bezt - 01.08.1960, Síða 30
GUÐRÚN FRÁ LUNDI PRÍTUGASTI OG ANNAR HLUTI „Ætli það geti ekki skeð að hún verði fegin að bjóða þér ábúð svona undir vorið. Ólíklegt að það verði keppt um jörðina með þessum afarkostum,“ sagði gamli maðurinn. Það var þungt yfir heimilinu næstu daga. Gamli mað- urinn heyrðist ekki raula vísu þegar hann kom inn úr hríðarkófinu, sem geisaði dag eftir dag. Asdís var sú eina, sem var með hýrri há og reyndi að lífga baðstofu- lífið, en það tókst ekki. Kristján sást varla fyrir fram- an, því Geirlaug lagði i ofninn á hverjum degi. Það sagðist hún gera vegna orgelsins. Kristján hefði sagt sér það. „Það er engu líkara en þessi orgelskratti sé barn, sem þarf að hugsa um að verði ekki kalt,“ sagði Asdís eitt kvöldið. Enginn anzaði því. „Eg skil nú bara ekki í því hvað þið eruð sútaraleg," hélt hún áfram. „Það er lík- ast því að það sé dauðveik manneskja í bænum. Það er ekki svo vel að Elartmann rauli vísu til að hressa mann upp-“ , „Nei, nú er ekki hugurinn heima,“ sagði hann, án þess að líta upp úr tóbaksfjölinni. „En nú liggur reglulega vel á mér,“ sagði Ásdís. „Það var svo gaman að fara í húsin og basla úti í hríðinni.“ „Ójá, lítið gleður þig, garmurinn,“ sagði hann. „Það er þetta svipað og kötturinn, það liggur alltaf bezt á honum þegar verst er veðrið.“ Þá skellihló Ásdís. „Þú skalt nú baka vel til jólanna, Geirlaug, því nú ætla ég að láta skíra þann litla,“ sagði hún. „Eg baka ekkert annað en það sem vanalegt er. Það kemur enginn maður inn þó messað sé. Þú skalt biðja einhverja aðra en mig, að baka í skírnarveizluna þína. Eg kann ekki að baka fínt brauð. Þær gerðu það alltaf mæðgurnar. Ég hugsaði um eldinn,“ sagði Geirlaug um leið og hún hreiðraði um sig undir yfirsænginni og blessaði baðstofuvlinn, eins og svo oft áður. „Ég skil nú ekki að það sé mikill vandi að baka smá- kökur,“ sagði Ásdís og var nú hætt að hlægja. „Það er bara eins og vant er, þú vilt ekkert gera fyrir dreng- inn og mig, ómyndin þín. Elann hefur þó líklega gert þér heldur lítið.“ „Grísir gjalda, en gömul svín valda,“ sagði sá orð- spaki rnaður, Hartmann Jónsson. Svo var Ijósið slökkt og allt fólkið hallaði sér út af í rökkurværðina. Nú var það Ásdís, sem var ein óánægð. Hún grúfði andlitið fast að dúnmjúkum kolli sonar síns og kjökraði ofan í svæfilinn hans. Hún fann að hún var einmana og lítilsvirt. Þó var enn sárara að eng- inn skyldi láta svo lítið að tala um barnið frekar en það væri ekki til. Hann sem var svo fallegur og elsku- legur að öllu leyti. Það var bara gamla konan, sem var góð við hann og talaði við hann tæpitungu, eins og átti að tala við börn og gamli maðurinn líka. Ekki mátti gleyma því, hvað hann hafði verið duglegur og hugs- unarsamur að kaupa vélina og drífa hana upp. Það hefði einhvern tíma orðið kalt að skipta á honum ef hann hefði ekki gert það. Þó faðirinn hefði verið með fýlu í þrá daga á eftir. Henni var farið að verða hálf- illa við hann svona öðru hvoru. Hún sofnaði loks út frá þessum ömurlegu hugsunum og vaknaði alhress við ilmandi kaffilyktina og suðið í rokkunum. Það var hörku frost á jólunum svo allur skírnarhugur hvarf algerlega. Það varð ekki einu sinni messufært. Það var nú eitt af því, sem tíðkaðist í seinni tíð að messuföll komu fyrir. Slíkt hafði Geirlaug ekki þekkt fyrr. ^ Ur jólunum gerði bjart veður og logn. Þá yrði mess- að á nýársdag, því einn messudagur var milli jóla og nýárs og aftansöngur á gamlársdag. Þá fór Arndís gamla inn í hús til sonar síns og talaði um, að Ásdísi langaði til að láta skíra drenginn, en það væri svo kalt í kirkjunni að ekki væri hægt að fara með hann þang- að. En hérna inni í húsinu væri hlýtt og gott að skíra hann. „Það liggur víst ekkert á að klessa á hann nafninu,“ svaraði hann. „Það er alltaf óviðkunnanlegt að hafa börn lengi óskírð,“ sagði hún, „og svo langar hana til að hafa dálitla veizlu.“ „Hverjum skyldi hún ætla að bjóða í þá veizlu. Ná- grönnunum, sem ekki virða hana viðlits. Það er þá bezt fyrir hana að halda þá veizlu annars staðar en í mín- 282 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.