Heima er bezt - 01.08.1960, Side 32
„Það kemur nú ekki til mála. Það getur hún ekki,“
sagði ganrli maðurinn, „en hvað er að fárast um það.
Þú hlýtur að geta fengið einhverja manneskju. Svo fer
ég þarna inn eftir til að líta á þessa jörð, sem Leifi var
að tala um seinast þegar hann kom. Það var eins og
því væri hvíslað að mér, að þarna ætti ég eftir að búa.
Grýtubakki heitir hún. Þú getur þá haft hana nreð ef
þér verður boðið að sitja kyrr. Þá má fara að kalla þig
stórbónda.“
„Það væri svo sem ekkert á móti því, ef þú nennir
því,“ sagði Kristján stuttlega.
Hartmann lét ekki sitja við tóm orð og ráðagerðir,
heldur skálmaði inn eftir þann sama dag. „Það er mað-
ur, sem ekki lætur það síga sjálft, sem hann ætlar að
koma í framkvæmd,“ sagði kona hans.
„Hann er líka bezt að því korninn, að líta eftir jarð-
næði handa mér. Það var fyrir hans orð að ég fór að
segja Hofi lausu. Ég gerði það í gremju minni. Mér
fannst það svo auðmýkjandi að vera landseti konu
minnar. En ég er ekki búinn að fá annað eins jarð-
næði,“ sagði Kristján gramur.
„Vertu bara ánægður með það, sem hann faðir þinn
gerir. Það gefa ekki aðrir hollari ráðin en hann,“ sagði
móðir hans. Um kvöldið kom Hartmann gamli heim
hálffrosinn af kulda, því það hafði kólnað seinni part-
inn. Það var notalegt að koma inn í hlýindin. „Það var
svo mikið óðagotið á mér í morgun, að ég klæddi mig
ekki sem skyldi og svo kom þessi bölvaður stormur á
ntóti mér. En þessar baunir, sem hún Geirlaug dreif í
mig, hlýja mér fljótlega. Önnur eins matmóðir er ekki
á hverju strái. Meiri vandræðin að geta ekki haft hana
eftirleiðis. En jörðina getur hann fengið með beztu
kjörum. Þetta er náttúrlega niðurnítt grey, en land-
rými er nóg og ekki er langt að að fara til að fá sér í
soðið. Ég er smeikur um að ég reyni að fá mér ein-
hverja ,soðfleytu‘.“
Ásdís lagði hlustirnar við þegar hún heyrði hann tala
urn jarðnæði handa Kristjáni.
„Hvað er nú ,soðfleyta‘,“ sagði hún og hló hátt.
„Það er lítið ,far‘, sem þægilegt er fyir einn mann að
ná í soðið á,“ sagði Amdís heldur stuttlega.
„Ég fer strax að hlakka til að flytja þangað,“ sagði
Ásdís.
„Þú ert þá víst sú eina, sem gerir það,“ sagði gamla
konan raunalega. „Ég kvíði mikið fyrir að fara héðan.
Mér hefur liðið hér svo vel.“
Það fréttist seinna að hyorugur þeirra, sem vildu fá
Hof hefði fengið það. Þá vaknaði vonarglampinn á ný
í huga garnla mannsins um það að Kristjáni yrði boðin
jörðin á síðustu stundu. Það yrði einhver ráð með hina
jörðina. Það hlyti að vera hægt að leigja hana einhverj-
um. Þetta var svo sem ekkert vandræða jarðnæði. En
svo leið hver vikan af annarri og aldrei kom það marg-
þráða bréf, sem átti að færa þessar gleðifréttir. Það
nálgaðist sumarið. Geirlaug bað Hartmann að fara út
í kaupstað og fá Gerðu í hreingemingar. Maddaman
lét alltaf gera hreint fyrir sumardaginn fyrsta og Rósa
hafði haft þann sama sið. En Gerða var þá farin að
gera hreint hjá kaupmannsfrúinni. „Það var nú verri
sagan,“ sagði Geirlaug. „Líklega verðum við Bogga
seint búnar að gera hreinan allan bæinn.“
„En getur ekki Ásdís gert hreint. Mér sýnist hún
hafa öll beinin til þess,“ sagði Hartmann.
„Já, hún getur verið dugleg hún Ásdís,“ sagði gamla
konan, „það eru meiri ósköpin, sem hún er búin að
prjóna í vetur. Þið verðið áreiðanlega ekki plagga-
lausir í sumar feðgarnir.“
„Ég ætla mér ekki að segja henni fyrir verkum, enda
anzaði hún því ekki,“ sagði Geirlaug.
Kristján hafði heyrt samtalið og gekk beint inn í
baðstofu þar sem Ásdís sat með son sinn og lék við
hann með því að hampa framan í hann úrfestinni sinni.
Hann greip í hana og hélt ótrúlega fast. Þá hló hún
hátt.
„Þarna situr þú og leikur þér þegar verið er að ráð-
gera að fá kvenmann til að gera bæinn hreinan,“ sagði
hann hranalega.“
Hún hafði búizt við að hann hefði gaman af að sjá
drenginn og horft brosandi til hans þegar hann kom
inn.
„Ég býst nú ekki við því að það sé nauðsynlegt að
gera hreint ef jörðin á að standa í eyði næsta ár og
kannske lengur,“ sagði hún gremjulega. „Ég lít líklega
eftir fénu eins og ég hef gert í vetur.“
„Það hefur víst aldrei verið þörf fyrir þína fjár-
mennsku þennan vetur, þó þú hafir álitið það,“ sagði
hann. „Nú gerir þú hreint með Boggu og gerir það
almennilega eða þú ferð héðan alfarin strax í fyrra-
málið.“
Gamla konan heyrði ofsann í syni sínum fram og
flýtti sér inn. „Ósköp eru að heyra til þín, maður,“
sagði hún. „Hann meinar þetta ekki, Ásdís mín,“ bætti
hún við.
Kristján fór inn í húsið sitt en Ásdís lagði drenginn í
rúmið og hvarf út úr bænum.
Geirlaugu var nóg boðið. „Ekki datt mér nú í hug
að þetta hefðist af því þó mig langaði til að ljúka við
hreingerninguna fyrir sumarkomuna. Hún maddama
Karen sagði að sumarið mætti ekki sjá óhreinindin, sem
veturinn skyldi eftir sig. Ég verð að finna hana Jónu á
Bakka og vita hvort hún getur ekki verið hjá mér svo
sem tvo daga,“ sagði hún vandræðaleg.
„O, við skulum sjá hvort þessi inntaka hrífur ekki,“
sagði Hartmann karlinn. „Hvaða meining er að fá
manneskju af öðrum bæjum, en láta þennan stórgrip
hanga aðgerðarlausan hálfa og heilu dagana.
Daginn eftir fór Ásdís að gera hreint og gekk rösk-
lega að verki. „Það var eins myndarlegt af þér að láta
sjá að þú kunnir að gera hreint. Ef þú ætlar þér að
flytja að Grýtubakka verðurðu að kunna það,“ sagði
Hartmann. „Það veitir ekkert af að gera hreint á þeim
bæ, að minnsta kosti þætti Geirlaugu blökk gólf og
borð á því heimili. En hún er nú líka einstök.“
(Framhald)
284 Heima er bezt