Heima er bezt - 01.08.1960, Síða 34
441. Innan stundar er ég kominn ofan 442. Hvað er um að vera þarna fyrir
á fljótsbakka. Mikki stendur þar og handan? Ég get ekki staðið aðgerðalaus.
sperrir eyrun. Ég heyri grófa karlmanns- Ég svipast um með fljótinu og rekst á
rödd hinum megin fljótsins og rétt á bátkænu. Ég ýti henni á flot og sezt við
eftir stráksrödd, sem hrópar á hjálp. árar, en Mikki er frammi í stafni.
443. Þegar ég er kominn yfir um, verð
ég einskis var. Allt er kyrrt og hljótt.
Ég læðist milli trjáa og runna og sé allt
í einu ljós. Ég kem að litlu íbúðarhúsi,
og þar eru dyrnar galopnar.
444. Ég læðist nú að dyrunum og gæg-
ist inn um þær. Inni á stofugólfinu
hægra megin liggur gamall maður og
kveinkar sér. Það er auðsýnilegt, að
hann hefur átt við eitthvert ofurefli að
etja.
445. Ég flýti mér samstundis inn og
ætla að reyna að hjálpa gamla mann-
inum. En hann bandar þá hendinni á
móti mér og kallar upp: „Hirtu ekkert
um mig! Ég spjara mig. En hlauptu og
sjáðu, hvert þorparinn fer með Láka!“
446. Ég hika andartak, en karlinn verð-
ur mjög aumur. Hann segir hálfgrát-
andi: „Ég skal segja þér allt seinna. En
það er einhver, sem dró Láka systurson
minn burt með sér. Flýttu þér á eftir
honum!“
447. Mér skilst óðara, að ég verði að
reyna að hjálpa karlinum. Ég bið hann
um einhver plögg af drengnum, sem
hann hafi notað nýlega. Og þegar ég
hef fengið þau, læt ég Mikka þefa ræki-
lega af þeim.
448. Síðan hvet ég Mikka til að þefa
upp spor drengsins. Hann rekur upp
hvellt gert og rýkur óðara út um dyrn-
ar og þeytist þefandi fram og aftur og
finnur óðara sporin. Ég hleyp á eftir
honum.
449. Það er vandalaust fyrir Mikka að
rekja nýgengin sporin. Og eftir hálfrar
stundar hlaup erum við komnir ofan
að sjónum. Og þarna spölkorn frá landi
sé ég bát vera að leggja að skipi, sem
liggur fyrir akkerum.