Heima er bezt - 01.02.1962, Blaðsíða 5

Heima er bezt - 01.02.1962, Blaðsíða 5
7—8 kindur, þegar hann var tíu ára gamall. Með til- styrk móður sinnar tókst honum að koma því fram, að hann hefði þær á fóðrum heima á búi föður síns og fengi sinnt þeim á vetrum, — en á vorin voru þær með ám Siggeirs bónda, og þóttist svo Albert hafa brýna ástæðu til að fara að fé í Seljateigi um sauðburðinn. Auðsætt virðist af því, sem nú hefur verið frá sagt, að lífsbraut Alberts hafi verið skýrt mörkuð þegar í bernsku, — það hafi legið beint við, að hann reisti bú á notasælli jörð, strax og hann hefði aldur til, gerðist framtakssamur bóndi og natinn skepnuhirðir — og um allt forsjáll búhöldur, þegar stundir liðu, en kæmi lítt við sögu á öðrum sviðum íslenzks atvinnu- og menn- ingarlífs. En braut hans varð ekki eins bein og ætla hefði mátt. Árið 1910 fluttust foreldrar hans til Amer- íku og settust að í Winnipeg. Þar gekk Albert í barna- skóla og lærði ensku, en hvorki var hann hrifinn af skólanum né borgarlífinu, og stóð öll hans þrá heim til íslands. Nú sá hann aldrei hest eða kind í grænni hlíð undir hrikalegum hamrabeltum, hvað þá honum gæfist færi á að bera anganhey í stall og finna mjúka snoppu eða flipa leita góðgætis í lófa sér. Lá hann stundum vakandi og sá ísland í hillingum, en í draumi gekk hann kringum lambfé í haga og hleypti hlemmivökr- um skeiðhesti um sléttar graseyrar og mjúkar moldar- götur. En hann reyndist ekki einn um það innan fjölskyld- unnar að una ekki lífinu í hinni hraðvaxandi höfuðborg Manítobafylkis. Faðir hans hóf þar verzlunarrekstur, og honum farnaðist vel fjárhagslega, svo að fjölskyld- una skorti hvorki föt né fæði, en bæði honum og konu hans fór þannig, að þau komust að raun um, að fossar og fjallshlíð skrevttu öll þeirra framtíðarlönd. Og eftir tveggja ára dvöl í Kanada flutti fjölskyldan til Islands og settist að í Reykjavík. Hún kom heim að vorlagi, þegar jörðin var að klæð- Húsbóndinn á Hallkelshólum. Heima er bezt 41

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.