Heima er bezt - 01.02.1962, Blaðsíða 7
III.
Albert fór til Kanada og réð sig þar í sveitavinnu.
Hann var til dæmis ríðandi kúreki um skeið, hafði heyrt
mikið látið af því, hve líf slíkra manna væri ævintýra-
legt og karlmannlegt. En honum fannst lítt til um störf-
in, yfir þeim hreint enginn ævintýrablær, nautgripirnir
ókynbættir og ærið rytjulegir flestir, hestarnir bykkjur,
þokkalausar og brokkgengar, og kjör kúrekans ekki
því lík, að þau gæfu vonir um glæsilega framtíð. Þá
var og síður en svo, að landið töfraði hann. Því lengur,
sem hann hafði það fyrir sjónum, því dýrlegra varð ís-
land í vöku og draumi.
Hann sagði upp starfi sínu og fór til Winnipeg, og
nú var honum allmikill vandi á höndum. Hugur hans
stefndi til Islands, en hann vissi þar engin störf líkleg,
sem gæfu fyrirheit um þá framtíð, sem hugur hans
hafði ávallt þráð. Á íslandi var ef til vill hægt að hagn-
ast svo á kaupsýslu eða útgerð, að menn gætu safnað
fé til slíkra framkvæmda, sem honum bjuggu í hug, en
við hvort tveggja virtist allóviss og vandtekinn gróð-
inn, og Albert var hvorki hneigður fyrir brask né
kunnugur á vandförnum leiðum gróðavænlegs við-
skiptalífs eða sjávarútvegs. Hann ákvað að vera kyrr í
Vesturheimi fyrst um sinn, og nú réð hann sig til náms
hjá Columbia Press, prentsmiðju Lögbergs. Þar var
vélakostur mjög fullkominn og vinna öll vönduð. Al-
bert lærði á setjaravél, en slíkar vélar höfðu valdið
straumhvörfum um verkshátt og vinnuafköst við gerð
blaða, tímarita og bóka, og Albert var ljóst, að ekki
mundi líða á löngu, unz íslenzkar prentsmiðjur öfluðu
sér þessara tækja. Hann kynnti sér því sem allra ná-
kvæmast gerð vélanna og uppsetningu þeirra, og ekki
löng-u eftir að hann hafði lokið námi, fór hann heim til
íslands, og varð hann þess fljótlega vís, að áhugi var
vaknaður fyrir setjaravélunum meðal íslenzkra prent-
smiðjueigenda. Einsýnt þótti að leita hjá honum upp-
lýsinga, og um nokkurt árabil vann hann mikið að upp-
setningu slíkra véla í íslenzkum prentsmiðjum — og
ekki ávallt með klukkuna í hendinni. Hann minnist
þess, að Sigfús Jónsson, framkvæmdastjóri Morgun-
blaðsins, lagði fast að honum um að Ijúka uppsetningu
setjaravélar á sem stytztum tíma, og eins man Albert
það, að þá er verkinu var lokið, lét Sigfús í Ijós ekki
aðeins ánægju, heldur líka undrun yfir því, hve verldð
hefði gengið greitt. Albert hafði ráðizt starfsmaður í
prentsmiðjunni Gutenberg, og þar vann hann yfirleitt
fullan vinnutíma, en vann að uppsetningu setjaravél-
anna í eftir- og næturvinnu og enn fremur kenndi
hann setjurunum á vélarnar. Sú vélartegund, sem Al-
bert taldi bezt henta, Linotype, var upphaflega þýzk
og raunar sú fyrsta, sem nothæf gæti talizt. En frá því
1884, að fyrsta gerðin var smíðuð, hafði þessi vél verið
endurbætt aftur og aftur, og þá einkum í Bandaríkjun-
um. Umboðsmaður Linotypeverksmiðjanna amerísku
var Arent Claessen stórkaupmaður. Við hann ræddi Al-
bert kosti og galla þessara frægu tækja, og tvisvar fékk
Claessen hann til að fara til Ameríku til viðræðna við
tæknilega ráðunauta og framkvæmdastjóra verksmiðj-
anna. Hann hafði kynnt sér mjög vandlega aðrar teg-
undir setjaravéla, og taldi hann auðsætt, að keppa bæri
að því við framleiðslu Linotypevélanna að fækka göll-
um þeirra og gæða þær þeim kostum, sem aðrar vélar
hefðu fram yfir þær í einstökum atriðum. Fór mjög
vel á með Albert og hinum amerísku tæknifræðingum
og ráðamönnum verksmiðjanna, og mun hann hafa
fengið nokkru áorkað til umbóta. Samvinna þeirra
Arents Claessens var og svo sem bezt varð á kosið.
IV.
Albert telur sig aldrei hafa verið bókhneigðan mann,
en þegar hér var komið, fylgdist hann allvel með í því,
sem út var gefið á íslenzku — og las hann flest, sem
fjallaði um sögu þjóðarinnar, atvinnuhætti, siði og
menningu, — og framar öðru allt um húsdýrin og um-
bætur í búnaði. En þó að hann hefði um langt skeið
fengizt við þann þátt bókagerðar, sem fram fer í prent-
smiðjum hafði það aldrei hvarflað að honum að gerast
á einn eða annan hátt aðili að útgáfu bóka.
Eins og áður getur, giftist Rannveig, systir hans, Vil-
hjálmi Þór. Hann varð frainkvæmdastjóri Kaupfélags
Eyfirðinga árið 1924, og svo sem þjóðkunnugt er orð-
Húsbœndurnir d Hallkelshólum: Margrét Benediktsdóttir
og Albert J. Finnbogason.
Heima er bezt 43