Heima er bezt - 01.02.1962, Blaðsíða 27
„Þú getur ekld hjálpað mér,“ svaraði hún og forð-
aðist spyrjandi augu hans.
„Það er ekki gott að segja. Ekkert er ómögulegt.“
Hann fékk að vita, að faðir hennar hefði verið bóndi,
en farið til Ameríku, þegar hún var 5 ára. Þá höfðu
þær mæðgur flutzt til Lágeyrar, en móðir hennar var
heilsuveil og hafði legið í rúminu af og til. Ásta hafði
unnið í kaupmannshúsinu frá því hún var 10 ára, fyrst
sem barnfóstra og snúningatelpa, síðan sem vinnukona,
eftir að hún fermdist, en þá var móðir hennar dáin.
„Hvers vegna fórstu þaðan?“ spurði Karlsen loks.
Hún hikaði en sagði svo:
„Frúin rak mig.“
„Hvers vegna gerði hún það? Hvað gerðir þú af
þér?“
Daufur roði breiddist yfir andlit hennar. Hún leit á
hann bænaraugum og sagði:
„Spurðu mig ekki að því, ég get ekki sagt þér það.“
„Þú rnátt samt til, væna mín. — Heyrðu annars, á
frúin son?“
„Já, fjóra stráka.“
„Jæja, það er þó nokkuð. Hvað eru þeir gamlir?“
„Einn er tíu ára,“ byrjaði hún, „annar fimmtán,
þriðji 21 árs og sá elzti 25 ára.“
„Hvað heitir sá elzti? “
„Friðgeir,“ hvíslaði hún og breiddi teppið upp yfir
höfuðið.
„Það er svo,“ tautaði Karlsen. „Heitir hann það,
þrjóturinn sá arna.“
Stúlkan var farin að gráta, svo að hann hafði ekki
hörku í sér til að spyrja hana frekar út úr í þetta sinn.
Hann strauk yfir hár hennar og sagði:
„Svona, vertu bara kát. Það eru ótal tækifæri fram
undan fyrir þig. Þú skalt koma með mér til Reykja-
víkur. Þar er nóga vinnu að fá, og þú skalt sjá, að lífið
er eitt dásamlegt ævintýr, bara ef maður sjálfur vill.“
Hann bjó um sig á bekknum, slökkti ljósið, bauð
henni góða nótt og fór að sofa.
Ástu létti, þegar hann var lagstur á bekkinn. Hún
hafði kviðið fyrir því allan daginn, að hann mundi sofa
hjá henni aftur.
„Góða nótt,“ hvíslaði hún þakklát. Það var áreiðan-
lega ekki allt satt, sem sagt var um sjómennina.
Morguninn eftir kom Karlsen með töskuna hennar.
„Nú skaltu klæða þig og koma svo fram í sal að
borða hádegisverð. Veðrið er indælt, hvítalogn og sól.
Við erum að sigla inn Eyjafjörð. Þú skalt koma upp
eftir mat, þá verðum við að fara fram hjá Hrísey."
Þegar Karlsen var farinn, var barið á dymar. Ásta
var aðeins hálfklædd, hentist upp í rekkjuna og breiddi
ofan á sig teppið.
Hurðin opnaðist, og eldrauður haus kom í Ijós. Það
var Ponni að koma í heimsókn. Hann glápti á Ástu
eins og naut á nýfæddan kálf. Svo hrökklaðist hann út
aftur gapandi af undrun.
„Kvenmaður hjá Karlsen!“ heyrði Ásta hann tauta
fyrir utan dyrnar. Svo tók hann á sprett. Þetta voru
þó fréttir, sem kokkurinn myndi kunna að meta!
Ásta flýtti sér að klæða sig og beið svo. Hún þorði
ekki ein fram. Aftur var barið að dymm. Kokkurinn
opnaði og spurði kurteisislega eftir Karlsen, á meðan
hann mældi stúlkuna út frá hvirfli til ilja með augun-
um. Á bak við hann sást á eldrauðan hausinn á Ponna.
Karlsen kom að í þessu og bað þá að gera svo vel
að ganga inn.
Kokknum dauðbrá, því hann hafði ekki ætlað að
hitta Karlsen, heldur aðeins að líta á stúlkuna, sem
Ponni hafði sagt að væri í rekkjunni hans. Karlsen var
kíminn á svipinn. Hann stakk höndunum í buxnavas-
ana og hallaði sér upp að dyrastafnum, svo undan-
komuleiðin var þeim lokuð, nema hann færði sig frá.
„Má ég kynna,“ sagði hann með uppgerðar kurteisi
og hneigði sig í átt til Ástu: „Þetta er hin fræga söng-
kona Katharína Valentine.“
Ásta brosti, en sagði ekki neitt.
„Þetta hér er Forvitinn, kokkur, og þessi litli Sögu-
smettan fræga.“
Matsveinninn varð eldrauður í framan af reiði, en
þorði ekki að segja orð.
„Gerið svo vel,“ sagði Karlsen, færði sig inn í klef-
ann og benti þeim á dyrnar.
„Nú öfunda ég ekki Ponna greyið,“ sagði Karlsen,
þegar þeir voru horfnir úr augsýn.
„Þú, bölvaður asninn þinn,“ hvæsti kokkurinn að
Ponna. Þú ættir skilið að fá ærlega fyrir ferðina. Hvers
konar lygar voru þetta, að það væri stúlka í rekkjunni
hans!“
„Já, en hún var þar,“ sagði aumingja Ponni og tók
um leið til fótanna, en kartaflan sem honum var ætluð,
lenti í dyrastafnum og fór í klessu, sem svo losnaði
hægt af og datt í gólfið.
Ásta gat ekki varizt hlátri.
„Strákurinn er sá skrítnasti fugl, sem ég hef séð,“
sagði hún.
„Þetta ætti að kenna þeim að vera ekki að reka nefið
ofan í mín einkamál,“ svaraði Karlsen. „Þeir eru alltaf
snuðrandi í því, sem þeim kemur ekkert við.“
Á Akureyri var gert ráð fyrir sólarhrings viðdvöl
að minnsta kosti. Síðan átti skipið áætlun sömu leið til
baka, austur um land til Reykjavíkur.
Ásta var uppi, meðan þau sigldu inn fjörðinn. Það
var þunnur lagís á Pollinum, en skipið skreið í gegnum
hann eins og ekkert væri.
Karlsen kom til hennar, þar sem hún stóð við borð-
stokkinn og horfði til lands. Hún fann til öryggis-
kenndar við að hafa hann við hlið sína, og einhver
alveg ný og ókunn tilfinning bærði á sér í brjósti
hennar.
Þegar sldpið var lagzt að bryggju, rölti hún í land til
að skoða bæinn. Hún ætlaði ekki að fara svo langt, að
hún villtist. Fátt var að sjá, nema þá vörurnar í búð-
argluggunum, en nú voru allar búðir Iokaðar, enda
Heima er bezt 63