Heima er bezt - 01.02.1962, Blaðsíða 13

Heima er bezt - 01.02.1962, Blaðsíða 13
J. P. KOCH: Mældur ÖRÆFA- JÖKULL Niðurlag. Tveim stundum eftir að við fórum fram hjá Hvanna- dalshnjúk náðum við neðri enda eggjarinnar, og þá vissi ég, eftir lýsingu Jóns í Svínafelli, að við værum komnir niður undir Hvannadal. Við héldum áfram og létum kylfu ráða kasti um stefnuna. Fyrr en varði stóðum við á brún fyrir ofan brattan en sléttan jökul- fláa, sem hvarf okkur niður í þokuna. Gat þetta verið Hvannadalurinn? Víst var um það, að hvorugur okkar Þorsteins hafði hugsað sér hann þannig, því að svo sannarlega voru hér engar hvannir. Tilraun, sem. við gerðum til að finna Hvannadal, sem bæri nafn með rentu, misheppnaðist algerlega. Við lentum í ógöngum, þar sem ókleift var að koma hestin- um áfram. Ég vissi ekki þá, að nafnið Hvannadalur nær yfir allt fjalllendið milli hájökulsins, Svínafellsjökuls, Falljökuls og Svínafellsheiðar, en hélt hins vegar, að nafnið ætti einungis við litla dalskoru, sem ég hafði séð af vegin- um milli Svínafells og Sandfells. Það var þessi dalskora, sem við leituðum að og fundum ekki til allar ham- ingju, því að fyrir bragðið komumst við á stytztu og sennilega einu færu leiðina til bæja. Þegar við fundum ekki hinn ímyndaða Hvannadal, var ekki um annað að ræða en snúa aftur og freista þess að komast niður jökulfláann, þótt ekki virtist það árennilegt. Þetta heppnaðist þó framar öllum vonum. Snjórinn var eltki ýkjadjúpur en svo fastur fyrir, að við Þorsteinn gátum látið okkur renna á íslenzku skón- um, en Glasgow hélt aftur af okkur. Eftir því sem neðar dró varð snjórinn grynnri, og sums staðar voru blettir með glæra svelli. Skaflarnir á Glasgow voru nú svo slitnir, að hann gat ekki lengur spyrnt við í hall- anum en rann nú öðru hverju lengri eða skemmri spöl, en fékk þó alltaf stöðvað sig aftur með því að spyrna við öllum fótum. Þótt við fegnir hefðum viljað, þá gátum við Þorsteinn naumast gert nokkuð til að stöðva ferðina á hestinum. En til allrar hamingju komum við rétt í þessu niður úr þokunni, og sáum um leið, að fláinn fyrir neðan okkur var sprungulaus að kalla mátti. Við létum því kylfu ráða kasti og renndum okkur ásamt hestinum síðasta spölinn og lentum allir heilu og höldnu á jaðarurð Falljökuls eftir að hafa kútvelzt nokkrum sinnum. Erfiðleikunum var nú lokið. Veðrið var hjart, svo að við gátum áttað okkur á hvar við vorum, og neðri hluti Falljökuls reyndist greiður yfirferðar. Við töfðum nokkrar klukkustundir í Svínafelli, með- an ltvenfólkið þurrkaði föt okkar og gerði okkur nýja skó í stað hinna, sem ekki höfðu þolað rennslið niður jökulinn. Um kveldið lögðum við aftur af stað upp í tjaldstað. Ferðin upp eftir gekk greiðlega. Snjórinn var frosinn, og við höfðum trausta fótfestu í slóðinni frá morgninum. Klukkan eitt um nóttina komum við upp að Hvannadalshnjúk eftir 5 stunda göngu, og hálfri stundu síðar vorum við í tjaldstað. Enn var þoka 26. júní, en hinn 27. var heiðskírt og þá lögðum við upp klukkan tvö um nóttina til þess að mæla frá sjálfum Hvannadalshnjúk. Við gengum norð- an á hnjúkinn. Þar er snarbratt og hlutum við því að höggva spor í hjarnið með ísöxi, þar sem brattast var. Af Hvannadalshnjúk er dýrðleg útsýn í allar áttir þá sjaldan bjart er yfir honum. Að þessu sinni var heiðskírt yfir öllum jöklinum, og nokkurt frost. En lengst fyrir neðan okkur lágu þéttir skýjabólstrar, sem helzt minntu á öldótt landslag, og vörpuðu löngum, dökkum skuggum yfir láglendið. í austri og vestri teygðu klettatindar sig upp úr skýjunum líkt og eyjar rísa úr hafi. En til norðurs blasti Vatnajökull við sjón- um okkar, hvítur og skínandi, en upp úr jökulskildin- um risu einstök fjöll og fjallahryggir. Frá Hágöngum, sem eru vestastar þessara fjalla, liggur öldóttur jökul- hryggur til norðausturs. Uppi á honum greindum við fjóra dökka díla, sem virtust liggja á beinni línu. Þor- steinn fullyrti, að þessir auðu dílar, sem við að vísu höfðum séð, þegar við vorum fyrir norðan Þumal, hefðu ekki verið þar undanfarin sumur, og af því réð hann, að þar væru gosstöðvarnar frá 1903, og Skeiðar- árhlaupið bendir í sömu átt. Þar eð Hágöngur og fjallshryggurinn út frá þeim eru vatnaskil milli Skeið- arárdældarinnar og Skaftárjökuls myndu eldsumbrot vestan þeirra naumast valda hlaupi í Skeiðarárjökli. Það er þannig sennilegt með tilliti til hinna tíðu Skeiðarár- hlaupa, að virkustu eldstöðvamar, sem nú eru á ís- landi, séu í námunda við Hágöngur. Geysimikill eld- gígur sunnan undir Grænafjalli, syðsta fjallinu út frá Hágöngum bendir og á, að hér sé um eldfjallasvæði að ræða. Það hefur löngum verið talið, að Hvannadalshnjúkur væri hæsta fjall á íslandi. Við vorum því býsna spennt- ir, þegar við tókum til við mælingarnar, sem Leisted leysti af hendi með því að styðjast við hinar kunnu mælingar á Knappi (1881 m) og Þumli (1279 m) en þær höfðu verið gerðar trigonometriskt. Niðurstaðan Heima er bezt 49

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.