Heima er bezt - 01.02.1962, Blaðsíða 36

Heima er bezt - 01.02.1962, Blaðsíða 36
ÞJÓÐSÖGUR JÓNS ÁRNASONAR 1 heila öld hafa Islendingar notið Þjóðsagna Jóns Ámasonar. Þær hafa verið þjóðinni þrotlaus uppspretta fróðleiks og skeinmtunar. Af þeim hafa margir rithöfundar vorir lært að fága mál sitt og frásagnargáfu. Þær hafa fært oss á vit genginna kynslóða og gert oss hluttakendur í þján- ingum þeirra, gleði og óskadraumum. Ef sá tími skyldi koma, að íslenzkir unglingar hætta að lesa Þjóðsögur Jóns Ámasonar, þá má óttast um örlög xslenzkrar tungu. En naumast mun til þess koma. Þær em hafnar yfir tildur og tízku. Þær em jafnferskar nú og fyrir hundrað ámm, þegar þær vom fyrst skrásettar. Og þær fyrnast ekki, því að þær em sprottnar úr íslenzkri þjóðarsál. Þjóðsögurnar eru I. verðl. í barnagetraun Heima er bezt. Sjá bls. 70

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.