Heima er bezt - 01.02.1962, Síða 36

Heima er bezt - 01.02.1962, Síða 36
ÞJÓÐSÖGUR JÓNS ÁRNASONAR 1 heila öld hafa Islendingar notið Þjóðsagna Jóns Ámasonar. Þær hafa verið þjóðinni þrotlaus uppspretta fróðleiks og skeinmtunar. Af þeim hafa margir rithöfundar vorir lært að fága mál sitt og frásagnargáfu. Þær hafa fært oss á vit genginna kynslóða og gert oss hluttakendur í þján- ingum þeirra, gleði og óskadraumum. Ef sá tími skyldi koma, að íslenzkir unglingar hætta að lesa Þjóðsögur Jóns Ámasonar, þá má óttast um örlög xslenzkrar tungu. En naumast mun til þess koma. Þær em hafnar yfir tildur og tízku. Þær em jafnferskar nú og fyrir hundrað ámm, þegar þær vom fyrst skrásettar. Og þær fyrnast ekki, því að þær em sprottnar úr íslenzkri þjóðarsál. Þjóðsögurnar eru I. verðl. í barnagetraun Heima er bezt. Sjá bls. 70

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.