Heima er bezt - 01.02.1962, Blaðsíða 10
vel af |nTí tæi, að ef til vill rnundi það sogast niður í
djúp gleymskunnar, þegar það lenti í straumhvirflum
óðfara breytinga nútímans, en hins vegar skildi Albert,
að dr. Brodda yxi verkefnið í augum, og það þótti
honum vænt um, því það sýndi að Brodda var ljóst,
hve mikils var um vert, að lausn þess tækist sem bezt.
Albert lét líða nokkra daga, en síðan hreyfði hann
málinu á ný, og nú sagði hann dr. Brodda, að ekkert
skyldi til þess sparað, að bókin yrði gerð sem allra veg-
legast úr garði, — hann þyrfti og ekki að óttast það,
að stærð hennar yrði skorin við nögl. Ekki fékk hann
jáyrði í þetta sinn, en það heyrði hann, sér til mikillar
gleði, að dr. Broddi hafði hugsað málið mjög vandlega,
var jafnvel tekinn að velta fyrir sér skipan hins mikla
efnis. Og nú leið heldur ekki á löngu, unz dr. Broddi
ákvað að taka að sér verkið, og þá gladdi Albert hann
með því, að hann hefði þegar ákveðið að fara fram á
það við listamanninn Halldór Pétursson, að hann mynd-
skreytti bókina, eftir því sem höfundur teldi æskilegt,
en bæði Albert og dr. Broddi höfðu séð hinar ágætu
hestamyndir Halldórs, sem bera af öllu, er sézt hefur
á því sviði eftir íslenzka málara.
Dr. Broddi lét ekki sitja við loforðið, og á árinu 1945
lá fyrir handrit frá hans hendi að bók, sem hann nefndi
Faxa. En svo var vandað til myndakosts, prófarkalest-
urs og frágangs bókarinnar, sem var sett og prentuð í
Prentverki Odds Björnssonar á Akureyri, að hún kom
ekki út fyrr en árið 1947. Vakti hún mikla athygli, og
þótt hún væri að vonum seld allháu verði, gekk hún
svo vel út, að bókbindarar höfðu vart undan að binda.
Þetta er mikil bók, rúmlega hálft fimmta hundrað blað-
síður — eða 34 arkir, hún er prentuð á góðan og þykk-
an pappír og í henni 48 rnyndir eftir Halldór Péturs-
son, og eru sumar þeirra ótvírætt í röð þess bezta, sem
eftir hann liggur. Er í bókinni víða vitnað til íslenzkra
bókmennta að fornu og nýju, og flestar mvndirnar og
þær eftirminnilegustu eru innblásnar af sérstæðum frá-
sögnum úr goðakvæðum, goðsögnum og íslendingasög-
um.
Um það leyti, sem Faxi kom út, kynntist Albert
miklum húnvetnskum hestamanni og hestavini, Asgeiri
Jónssyni frá Gottorp. Hann kunni frá mörgum góð-
hestum að segja, og Albert heyrði, að hann hafði yndi
af að segja frá, enda gæddur góðri frásagnargáfu. Upp
af kynnum þeirra spratt ritið Horfnir góðhestar. Það
kom út í tveimur bindum, og fjallar annað þeirra um
húnvetnska og skagfirzka gæðinga, en hitt um góð-
hesta Eyfirðinga og Þingeyinga. Varð raunin svipuð
um þessar bækur og Faxa, — þær seldust með afbrigð-
um vel, og mun enginn vafi á því, að þær og Faxi hafi
ekki aðeins bjargað ýmsum fróðleik um hesta og hesta-
mennsku frá glötun, heldur hafi og þessi rit glætt skiln-
ing hinna yngri manna í sveit og á bæjum á gildi góðra
reiðhesta til skemmtunar og líkamlegrar og andlegrar
hressingar. Þá vildi og Albert, að göngum og réttum
væru gerð skil í riti, þar eð þetta hvort tveggja er
mótað séríslenzkum aðstæðum og á sér enga hliðstæðu
í landbúnaðarháttum annarra þjóða, — auk þess yfir
þessum sögulegu athöfnum hálfrómantískur blær í
minni flestra, sem tekið hafa þátt í þeim, beint eða
óbeint. Söfnun slíks efnis af öllu landinu var þó sann-
arlega allmiklum vandkvæðum bundin og ekki öllum
fyrir henni trúandi. Ég veit ekki, hjá hverjum forráða-
rnenn útgáfunnar kunna að hafa borið niður, en þannig
réðst, að Bragi Sigurjónsson, skáld og ritstjóri, tæki að
sér söfnun efnis og mynda og réði því, hvað tekið væri
og hvað eftir skilið og hvernig efninu væri raðað. Hann
hóf verkið árið 1945, en hvað sem áætlað kann að hafa
verið í fyrstu, varð ritið hvorki meira né minna en
fimm bindi, enda höfundar milli hundrað og þrjátíu og
fjörutíu og myndir hátt á þriðja hundrað. Auðvitað
hefur ritstjóri þessa mikla safnrits þurft að afla sér
ýtarlegra upplýsinga um val höfunda og áreiðanlega oft
og tíðum leita hófanna á ný að fengnu afsvari, en
einnig fá leyfi til smávægilegra breytinga og stundum
æskja þess, að höfundar endurrituðu greinar sínar sak-
ir þess, að þeir hafi annað tveggja tekið efnið of óvenju-
legum tökum eða farið ýtarlegar í sakirnar, en rúmið
leyfði. Hefur því ritstjórinn þurft að beita miklum
dugnaði, þrautseigju og festu við ritstjórn þessa sér-
stæða safnrits, og sannarlega hefur reynt á bjartsýni
framkvæmdastjóra útgáfufélagsins og trú hans á, að
þarna væri verið að vinna þarft verk. Bindin fimm
komu út á árunum 1948—53, samtals nær 1700 blaðsíð-
ur í mjög stóru broti. Af öðrum stórum ritverkum,
sem Norðri gaf út, má nefna Þlrakninga og heiðarvegi,
safnrit um svaðilfarir á fjöll og um óbyggðir og lýs-
ingar á ýmsum fjallvegum; en í það rit, sem kom út á
árunum 1950—57, söfnuðu þeir efni, Pálmi rektor
Hannesson og Jón Eyþórsson veðurfræðingur, og margt
rituðu þeir í það sjálfir. Þá gaf Norðri einnig út hin
miklu ritverk Olafs framkvæmdastjóra Jónssonar
Ódáðahraun og SkriðuföII og snjóflóð, bæði mjög vönd-
uð að frágangi og skreytt mörgum myndum, hið fyrra
þrjú bindi og hið síðara tvö, öll fimm bindin þykk og í
allstóru broti. Auk framantaldra rita og ritsafna, gaf
Norðri út fjölda annarra bóka og sumra merkra, með-
an hann starfaði undir stjórn Alberts, og ekki má
gleyma að minnast frekar á Heima er bezt. Albert ætl-
aði því riti það hlutverk að flytja alþýðlegan þjóðlegan
fróðleik — og skemmtiefni, sem að minnsta kosti gæti
ekki talizt siðspillandi, og hann hafði trú á því, að slíkt
rit mundi smátt og smátt vinna sér slíkar vinsældir með
þjóðinni, að það megnaði að bægja frá allmörgum hinn-
ar ungu kynslóðar þeim skemmtiritum, sem flytja helzt
erlendar glæfra- og glæpasögur og ástarreyfara af lé-
legasta tæi, á óvönduðu og óhrjálegu máli. Er mér
kunnugt um, að það var engan veginn honum að skapi,
að Norðri seldi þetta rit, sem síðan hefur aflað sér
geipimikils kaupendafjölda um land allt.
VI.
Fám árum eftir að Albert gerðist framkvæmdastjóri
Norðra, var félagið selt Sambandi íslenzkra samvinnu-
46 Heima er bezt