Heima er bezt - 01.02.1962, Blaðsíða 17

Heima er bezt - 01.02.1962, Blaðsíða 17
Safnið rekið til réttarinnar. Til vinstri sér heim að Undirfelli,en Vatnsdalsrétt er kennd við bœinn, og er i Undirfellslandi.. gott til að hraða för sinni suður yfir Vatnsdalsfjall dag- inn eftir með ekki meiri rekstur. Gott atlæti en vont veður. Nóttina eftir Auðkúlurétt var gist í Stóradal, einu mesta höfðingsbýli í Húnaþingi á þeim dögum og áttu þeir félagar þar góða nótt. Þegar þeir vöknuðu morg- uninn eftir var komið geypiveður af norðri með slyddu- hríð. Ekki létu Vatnsdælir veður aftra sér, en áður en þeir lögðu af stað sagði Guðmundur í gamni við Ingvar litla að ekki myndi hann lifandi komast úr þvílíku veðri jafn lítill og óreyndur sem hann væri. Ingvar var hinn kotrosknasti og kvaðst seinna mundu deyja en Guð- mundur. Af stað var haldið með birtingu um morguninn og farið sem leið lá yfir þveran Svínadal í stefnu á Vatns- dalsfjall. Síðasti bær áður en lagt var á fjallið voru Hrafnabjörg. Þar var áð og góðar veitingar þegnar. Blaut föt þeirra Vatnsdæla voru þurrkuð meðan staðið var við og vildi þá það óhapp til að vettlingar Ingvars litla komust of nálægt glóðinni og brunnu. Ekki var við það komandi annað en bæta piltinum tjónið með svellþykkum og hlýjum ullarvettlingum og varð hann allshugar feginn, einkum þegar líða tólc á daginn. Hressir og kátir lögðu þeir Guðmundur og Ingvar litli á fjallið og ráku tryppin þrjú, sem þeir höfðu dregið daginn áður í Auðkúlurétt. Veður herðir. Var undan veðri að sækja en veðurhæðin gífurleg og úrkoma og dimmviðri að sama skapi. I byggð hafði verið slydduhríð, á mörkum krapa og snjós, en strax þegar hækka tók í fjallið breyttist úrkoman í snjó og voru báðir mennirnir þá holdvotir orðnir. Veður herti því hærra sem dró í fjallið, snjónum kyngdi niður og naumast sá handa sinna skil þótt um hábjartan daginn væri. Uppi á fjallinu náði veðurhæðin hámarki, en landið flatt, hvergi skjóls að leita og erfitt að ákveða hvert halda skyldi. Villir vegar. Þannig leið langur tími og ekki komust mennirnir suður af Vatnsdalsfjalli. Varð Guðmundi þá ljóst að hann myndi villtur vegar og hefði lent fullvestarlega á fjallinu. Þóttist hann þekkja að hann myndi vera kom- inn norður í svokallaðan Sauðadal, sem er óbyggður heiðardalur milli Vatnsdals og Svínadals. Þegar Guðmundur hafði áttað sig vildi hann enn halda á sömu braut og áður, enda þá skammt suður af fjallsbrúninni niður í Vatnsdal. Var nú snúið við og tryppin rekin upp á háfjallið aftur. Þegar þangað kom hafði veðurofsinn náð hámarki svo vart var stætt, enda dimmviðrið svo mikið að ekki sá handaskil. Treystist Guðmundur þá ekki að halda suður af fjallinu, enda hættur þar miklar ef farið er út Heima er bezt 53

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.