Heima er bezt - 01.07.1962, Blaðsíða 22

Heima er bezt - 01.07.1962, Blaðsíða 22
SJÖUNDI HLUTI Næst þegar Karlsen kom í land, hafði hann allt á hornum sér. Sólveig hafði leikið illa á hann. Hún hafði flogið til Akureyrar og tekið sér far með skipinu suð- ur aftur. Nú var ekki hugsað um röddina. Hún hafði egnt fyrir kokkinn og Ponna, og þeir bit- ið á eins og gráðugir þorskar. Eftir það var hægur vand- inn að hafa upp úr þeim það lítið, sem þeir vissu um Ástu. Á Lágeyri hélt hún í land með fyrsta bátnum og kom ekki fram fyrr en með þeim síðasta, troðfull af fréttum. Nú vissi hún allt um Ástu, og þau í kaup- mannshúsinu vissu líka sitt af hverju um hana, frá því hún fór frá þeim, sumt satt, og annað bjó Sólveig til. Nú fannst henni hún hafa öll ráð Ástu í hendi sér, og var viss um að hafa sigur að lokum. Litla frænka fékk gjöfina, sem frændi hafði lofað henni. Það var stóri bangsinn, sem sýndur hafði verið í bamarúminu í húsgagnavcrzluninni á Akureyri. Dýr hafði hann verið, því að ekki hafði átt að sclja hann, en Karlsen hafði ekki hætt, fyrr en hann hafði fengið hann. Bangsinn var miklu stærri en telpan og mesta gersemi. Svo var litla Ingunn skírð. í hvítum, síðum kjól brosti hún í fangi ömmunnar, sem hélt á henni. Ásta horfði á þær nöfnurnar með innilegri ástúð. Svo var veizla á eftir, og beztu kunningjar þeirra mættir. Telpunni var gefið margt fallegt, en engin gjöfin vakti þó eins mikla aðdáun og bangsinn frá frænda. Karlsen var þögull og ólíkur sjálfum sér. Sólveig sagðist þurfa að segja honum dáh'tið, sem líklega kæmi honum ekki á óvart. Hann renndi grun í, hvað það myndi vera, en vonaði þó að það væri ekki rétt. Hann bölvaði sjálfum sér fyrir asnaskapinn að hafa látið hana tæla sig heim með sér. Rcyndar var hon- um óskiljanlcgt, hvcrnig hann hefði orðið svo fullur af örfáum staupum, að hann myndi ekki nokkurn skap- aðan hlut. Frá því um miðnætti og þangað til hann hafði vaknað við hlið hennar á dívaninum heima hjá henni, var algerleg eyða. En það var komið sem komið var, og hann yrði að taka því. Ekki sagði hún honum samt, að húrt ætti von á barni, en gaf það ótvírætt í skyn, hvenær sem henni gafst færi á því. Ekki var hún lengi að koma sögu Ástu á kreik. Samt lét hún það ekki fylgja, að það væri kaupmannssonur- inn, sem ætti telpuna, það var alltof gott. Ásta varð vör við hvísl og pískur vinnufélaga sinna, en lét sér fátt um finnast. Heima hjá nöfnunum átti hún öruggt skjól. Nú leið að þeim tíma, er Karlsen fengi sumarleyfi sitt. Ingunn hafði leigt sumarbústað á fallegum stað skammt frá bænum. Þar gætu þau verið öll saman og haft Ingu litlu með sér. Hún var nú farin að brosa og hjala. Asta var innilega sæl yfir að eiga hana, og á Ingunni var að heyra, að ekki hefði nokkurt barn skemmtilegra eða fallegra í þennan heim fæðzt. Hreyk- in og ánægð ók hún telpunni út á hverjum degi. Sólveig lét ekki sjá sig fyrr en daginn sem Karlsen kom aftur. Þá var hún sú fyrsta sem hann sá, er skip- ið lagðist að Hafnarbakkanum. Hún var í ljósum, flegnum sumarkjól, háhæluðum skóm, og rautt hárið glóði nýlagt eins og gull í sólskininu. Hún var glæsi- leg, því varð ekki neitað. Hún minnti helzt á stórt skrautblóm, sem breiðir úr sér, svo allir geti dáðst að fegurð þess. Ásta fékk kökk í hálsinn, þegar hún sá Sólveigu hlaupa á móti Karlsen mcð framréttar hendur og leggja síðan armana um háls honum, og rauðar varir hennar teygja sig upp til hans. „Þau cru líklcga að hugsa um að taka saman aftur,“ 242 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.