Heima er bezt - 01.07.1962, Blaðsíða 15
in 5 úrvalsskotum og tilbúin til skots með því að
hrinda örygginu fram með vísifingri um leið og ég
bregð honum í handbjörgina. Nú hverfur dýrið bak
við hæð og ég tek sprettinn og reyni sem mest að stíga
á þúfna- og mosakolla, en tek stefnu á ská fram fyrir
refinn, en nú kemur hann aftur í ljós og ég stend kyrr.
Þetta margendurtekur sig og við stefnum báðir á sömu
bungumynduðu hæðina, en —, ég er of seinn. Þegar
hann byrjar að fara upp bunguna eru minnst 35 faðm-
ar til hans og ég má mig ekki hræra sökum berangurs,
verð að horfa upp á, að hann kemst fram fyrir mig, og
bíð þar til skottið hverfur yfir hæðarpunktinn, en þá
þeysist ég af stað upp, og er þangað kemur er hæðin
nærri slétt að ofan og stór um sig, en ég sé hvergi ref-
inn. Fjandinn sjálfur, hefur hann orðið mín var og
bætt við hlaupin? Því með sömu ferð og hann hafði,
ætti ég að sjá hann. Hefur hann smogið inn einhvers
staðar? Ég ota augum og —, þarna er klapparbrún,
sperrulöguð, eina mishæðin á þessu svæði. Ég hleyp í
átt að klöppinni með byssuskeftið upp í handarkrika
og fingurinn í björginni, með hinni hendinni held ég
fremst um forskeftið og held byssunni þannig á ská til
vinstri og niður, en ég hef ekki lengi farið þegar dýrið
snarast út undan klöppinni og við sjáum hvor annan
samtímis. Byssan með snöggum rykk upp á við, augað
nemur miðið, skotið ríður af og mér finnst hávaðinn
rífa eyru mín, en dýrið er fallið og berst um og spark-
ar með fótunum. Ég þori ekki að hreyfa mig nær, þó
færið sé býsna langt, en held byssunni í miðinu ef ske
kynni að dýrið kæmi fyrir sig fótum og reyndi að
hlaupa. Nú fyrst finn ég hve ákaflega ég er móður, en
— hva------, allt í einu er dýrið horfið eins og jörðin
hafi gleypt það. Mér hrökkva af vörum nokkur óprent-
anlcg orð og tek á öskusprett þangað sem hann féll.
Kemur þá í ijós dálítið spor, eða skarð í grasbrúnina
og snarhallar inn og niður undir klöppina. Rétt innan
við sporið liggur dýrið svo sem í seilingarlengd frá
brúninni, en það er ekki árennilegt að hafa á honum
hendur, því kjafturinn er glenntur upp í nærri 90
gráðu horn og ég munda byssuna og ætla að „fýra“ á
hann, bæði til að stilla dauðastríðið og' eins til að ná
honum strax, en þa se eg útundan mér eitthvað gul-
hvítt sem reyndar er þá lambshöfuð, og nú skynja ég
fyrst, að þetta muni vera greni. Ég hika við að skjóta
cf ske kynni að læðan væri inni, þá myndi líða langt
þar til að hún kæmi út, og nú er það orðið of seint,
því innan við refinn er sandbunki í hellinum bungu-
myndaður og hallar öllu niður og inn, en svo sem fet
milli sands og hellisloftsins, sem líkist býkúpu, og með-
an mér varð litið á lambshöfuðið hafði rebbi eitthvað
sparkað enn, og nægði það til þess að hann rann niður
sandbunguna og var þar með kominn í hvarf. Jæja, svo
var nú það, ckki gæti ég sannað að hafa drepið refinn
þótt ég vissi með sjálfum mér að hann væri helskotinn.
Greip ég nú lambshöfuðið og kom þá í ljós að það
var með mínu klára rnarki, sneitt aftan hægra og sneið-
rifað framan vinstra, og mátti segja að þar kæmi vel á
vondan og svo mikið var víst, að ekki myndi þessi ref-
ur drepa fleiri lömb fyrir mér né öðrum, en nú var
eftir að ná læðunni og vissi ég alls ekki hvort hún var
úti eða inni. Þegar ég hafði athugað alla staðhætti verð-
ur mér Ijóst, að hvergi er var, þar sem hægt er að hafa
skjól og dyljast í samræmi við vindstöðu. Hefði vind-
ur haldizt suðlægur hefði verið öðru máli að gegna, en
nú hafði lygnt og andaði nú af norðvestri en var þó
milt sem áður.
Ég varð að taka þann kost að halda til í móa milli
tveggja þúfna, en engin leið var að hækka neitt í kring-
um mig, því engir steinar voru nærtækir og óráðlegt
að vera að neinu rápi, heldur vera sem kyrrastur og
taka vel eftir öllu. Væri læðan úti, gat hún komið úr
hvaða átt sem var og ef hún hefði nú verið inni mátti
búast við henni út á hverju augnabliki. Staðsetti ég
mig þvert við vindi frá greninu, þar sem var hæfilegt
færi á grenið og sneri þannig, að mér væri sem hægast
að sjá á grenið, og eins undan vindi frá því og bjóst
ég helzt við henni úr þeirri átt. Gjörðist nú lífið frem-
ur tilbreytingarlaust og vildi setja að mér hroll þó
veðrið væri blítt, því ekki þorði ég með neinu móti að
yfirgefa grenið til að sækja loðnu skinnfötin, sem ég
skildi eftir æðilangt í burtu fyrr um kvöldið, en oft
varð mér hugsað til þeirra um nóttina.
Klukkan var langt gengin 4 um morguninn þegar ég
hef grun um að lóa hafi bíað bak við mig. Ég sný mér
við á rassinum og horfi og hlusta vandlega, en heyri
ekkert meir, og get ekki séð neitt heldur og hygg því,
að þetta hafi verið vitleysa í mér, lít heim i grenið og
svo undan vindlínu frá því, og áminni mig harðlega
að hafa vakandi auga á þessum tveimur þýðingarmiklu
stöðum, en gleyma mér ekki við að glápa of lengi þar
sem ekkert er. En þegar ég er mitt í þessu eintali við
sjálfan mig heyrði ég hvínandi gleðikall fyrir aftan og
á hlið við mig og mér verður á að snarsnúa mér við, en
vegna þess hve ég var illa varinn kom hún strax auga
á mig við hreyfinguna, en áður en mér gæfist tími til
að lyfta byssunni, er hún komin á slíkan rjúkandi sprett
og beint heim á grenið, að ég taldi ekki líkur á að mér
tækist að fella hana. Allt gengur nú fljótar fyrir sig en
hægt er að segja frá, ég leita eins og brjálaður í hug-
skoti mínu með hverju ég eigi að stöðva hana og þeg-
ar hún er að komast á grenið arga ég eins og yrðling-
ur, sem er sárt kvalinn. Hún snarstanzar og lítur við
en nú er ég viðbúinn og skotið ríður af og þar með er
hún horfin mér. í annað sinn hleyp ég að greninu taut-
andi ómunnbært orðbragð, er ég virkilega búinn að
missa bæði dýrin inn? Og lái mér hver sem vill, en ég
varð svo glaður þegar ég sá að hún hafði henzt stein-
dauð ofan í sporið, að ég hefði gjarnan kysst á minn
eiginn rass ef ég hefði getað.
Þegar ég hafði fjarlægt læðuna, reyndi ég að kalla á
yrðlingana og líkti eftir matargaggi móðurinnar. Sá ég
þá þrjá fyrir víst, en eklci gat ég lokkað þá út. Hugsaði
ég mér nú að bvrgja grenið, en það átti að vera mjög
auðvelt, þar sem þetta var klappargren, aðeins að gæta
Heima er bezt 235