Heima er bezt - 01.07.1962, Blaðsíða 35

Heima er bezt - 01.07.1962, Blaðsíða 35
82. Það verður sannarlega leit að jafn góðum og vinsamlegum manneskjum og skógarverðinum gamla og dótturdóttur hans. Að loknum ágætis miðdegisverði fer frændi gamli að segja mér frá því, hvernig hann lenti í klónum á Fúsa. 83. „Við áttum ánægjulegt heimili á bænum, en þar bjuggu þá systir mín og maður hennar," hefur Borg sögu sína. „Dag einn hlotnaðist systur minni arfur frá Ameríku. Rikur frændi hafði arfleitt hana að öllum eigum sínum.“ 84. „Maður hennar var því miður eng- inn reglumaður og kunni ekki á pening- um að halda. Oðar en systir mín hafði tekið við arfi sínum, tók hann að ausa út peningunum í spilum og annarri ó- reglu með ýmsum misindismönnum." 85. „Systir mín tók það til bragðs að fela peningana fyrir honum. Svo vildi til, er hún lézt litlu síðar, að henni láð- ist að segja mér frá staðnum. Hann leit- aði síðan, en árangurslaust.“ 86. „Veslings maðurinn lifði ekki lengi eftir lát hennar. Hann lézt eftir stutta banalegu. Áður hafði hann arfleitt mig að jörðinni, og peningana þeim. er þá gæti fundið." 87. „Erfðaskráin var birt í blöðum og olli því, að drykkjubróðir mágs míns, Fúsi flakkari, barði að dyrum hjá mér og bað um að fá að hafa tal af mér, og var þá ekki lengi að komast að erindinu." 88. „Fúsi flakkari fór að kryfja mig um það, hvað systir mín hefði sagt um felu- stað peninganna. En mér var ókunnugt um þetta. Fúsi tók þögn mína sem vott þess að ég vildi leyna hann þessu.“ 89. „í gær ásetti ég mér að skreppa út til gamla bæjarins og litast þar um. A leiðinni fann ég þig liggjandi meðvit- undarlausan í skóginum. Ég bar þig svo til hússins og bjó um þig.“ 90. „Er ég svipaðist um á bænum, leit ég inn í bruggunarhúsið og athugaði ketilmúrinn, er mér virtist lélegur. Er cg var að því kemur Fúsi flakkari og er æði gustmikill, en er fljótur að breyta svip.“ Heima er bezt 255

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.