Heima er bezt - 01.07.1962, Blaðsíða 29
„Hann Gvendur þarf að fá nýja leðurskó, helzt á
morgun,“ sagði Brynjólfur.
„Þeir þurfa að vera úr hrygglengju úr nauti,“ gall
Gvendur við.
„Hvaða ósköp standa til?“ sagði Guðrún.
„Gvend langar kannske til að skjótast upp á hraun-
brún,“ sagði Brynjólfur og brosti.
„Hvað á hann að gera þangað?“ spurði Guðrún
önuglega.
„En að sækja sauðina,“ sagði Steini, „hann heldur
endilega, að þeir séu í brunanum.“
„Ég á engin skæði úr hrygglengju sniðin,“ sagði
Guðrún. „Þið verðið þá að sníða þau sjálfir. Og þið
verðið að gera það strax,“ bætti hún við, „því það
veitir ekki af að fara að láta þau í bleyti, ef hægt á að
vera að gera skóna annað kvöld. Fyrr þýðir ekki að
reyna það.“ Svo brunaði Guðrún fram pallinn og nið-
ur stigann.
Brynjólfur reis á fætur og gekk fram. Um leið og
hann fór fram hjá Sveinka, stóð strákur upp og sagði
við Brynjólf:
„Brynjólfur, ég ætla að biðja þig að sníða handa
mér skæði líka.“
Brynjólfur leit á hann og brosti.
„Ætlar þú í brunann líka? “ spurði hann.
„Já,“ sagði Sveinki, einfeldnislega. „Ég þori ekki
annað en fara með honum Gvendi, ég er hræddur um
að hann fari sér að voða.“
Nú hlógu þeir báðir, Brynjólfur og Steini, og lofaði
Brynjólfur Sveinka skæðunum.
I vökulok var ákveðið, að þeir skyldu fara þrír að
leita að sauðunum morguninn eftir, þeir Steini, Gvend-
ur og Sveinki. Áttu þeir að fara upp með bruna og
leita í hverju viki meðfram hraunbrúninni og halda
þannig alla leið upp á bæi. Ef þeir fyndu ekki sauðina
að hcldur, þá skyldi tekin ný ákvörðun annað kvöld.
Morguninn eftir var ekki gott leitarveður, en þó
sæmilegt. Lögðu þeir þrír af stað í birtingu og fóru
ríðandi.
Segir ekki af ferðum þeirra þrímenninganna fyrr en
þeir koma heim um kvöldið. Var þá orðið dimmt.
Komu þeir sauðalausir. Höfðu þeir farið upp með öll-
um bruna, alla leið upp að Hvammi. Höfðu þeir spurt
þar eftir sauðunum. Hafði vinnumaður, frændi Guð-
mundar, orðið fyrir svörum. Svaraði hann með því að
spyrja þá, hvort þeir héldu, að þeir væru sauðaþjófar
þar í Hvammi. Steini sagðist halda, að verið gæti, að
sauðirnir hefðu flækzt með fé þeirra á Uppbæjunum,
sem verið hefði fyrir sunnan hraun um haustið.
„Getið þið þá ckki gætt að því?“ sagði vinnumaður-
inn. „Það er víst enginn, sem bannar ukkur það.“
Hiifðu þeir síðan leitað um heimahaga í Hvammi.
En eigi bar sú leit árangur. Vissu þeir ekki, hvað kom
til, hvort hcldur það, að heimahagar voru býsna víð-
lendir, en áliðið dags, svo að þcir höfðu haft lítinn
tíma, cða hitt, að Guðmundur var fjármargur, svo að
erfitt var að finna fjórar kindur í öllum þeim fénaði,
sem þar dreifðist um haga með fram hlíðum og upp í
giljadrögum. Vissu þeir eigi fyrir víst, hvort sauðim-
ir leyndust þar eða eigi.
„Eg held,“ sagði Brynjólfur, „að þeir séu komnir
út að Efri-Völlum.“
„Kann vel vera,“ svaraði Gvendur. „Þó ætla ég að
biðja þig að leyfa mér að fara í fyrramálið, ef gott
verður veður og skyggnast enn með fram brunanum
og jafnvel upp á brún. Ég veit ekki, hvernig á því
stendur, en einhvern veginn grunar mig, að þeir kunni
að hafa flækzt þangað, en langt inn í brunann hafa
þeir ekki komizt, það er ég viss um. Núna á sunnudag-
inn á ég að fara út að Efri-Völlum, og þá get ég at-
hugað, hvort þeir séu þar. En þá vildi ég vera búinn að
leita af mér allan grun hér.“
„Það er ekki nema sjálfsagt, að þú farir, Gvendur
minn,“ sagði Brynjólfur.
„Þá verð ég að fá að fara líka, húsbóndi," sagði
Sveinki.
„Langar þig?“ sagði Brynjólfur.
„Gvendur þarf mín með, ef hann finnur sauðina.“
Gvendur leit á strákinn og vissi ekki, hvað hann átti
að segja. Hann gat ekki mótmælt því, að strákurinn
gæti orðið honum að liði, ef hann fyndi sauðina. Þeir
voru styggir og enda þótt þeir gætu ekki hlaupið mik-
ið í brunanum, gæti orðið erfitt fyrir hann að ráða við
þá einan. Auk þess hafði Gvendur ekkert yfir strák
að kvarta, þetta sem hann hafði verið með honum við
féð í haust. Hann varð að viðurkenna það með sjálf-
um sér, að Sveinki var ekkert óduglegri við fé en gerð-
ist með stráka á hans aldri, kannske þvert á móti. En
þó var það svo, að ekki var honum um, að hafa strák
með sér upp í brunann. Endirinn varð sá, að hann
sagðist ekkert skipta sér af því, hvort strákur kæmi
eða ekki.
Kom nú Guðrún upp á pall með ask húsbóndans
eins og fyrri daginn. Spurði Brynjólfur, hvort búið
væri að gera skó úr skæðunum, sem hann hafði sniðið
kvöldið áður. Neitaði Guðrún þvi, en sagðist ætla að
setjast við það bráðum.
Nokkru síðar, er menn höfðu matazt og kvenfólk
setzt upp á baðstofuloft, — Kristín á stól í hjónahús-
inu, en þær nöfnur á rúm sín í norðurenda baðstofunn-
ar — fór Guðrún að gera skóna á Gvend. Gekk henni
það vel, enda vön þeim starfa. En er því var lokið,
fór hún að spinna. Tók hún fram bandhnykil úr
snældustokk og sagði Sveinka að tvinna.
„Ertu búin að gera skóna mína líka, Guðrún?“
spurði Sveinki um leið og hann tók við hnyklinum.
„Gera skóna þína?“ át hún eftir. „Það stendur ekki
til, að ég geri neina skó á þig, garmurinn.“
„Nú?“ sagði Sveinki. „Ég á samt að fara í brunann
með honum Gvendi.“
„Áttú að fara í brunann með honum Gvendi? Hvað
gengur eiginlega að ukkur?“ spurði Guðrún og hækk-
aði röddina og var mikið niðri fyrir.
„Ég veit um tvær persónur,“ sagði hún, „sem farið
Heima er bezt 249