Heima er bezt - 01.07.1962, Blaðsíða 24
það var hafið. Bóndabæirnir voru á víð og dreif eins
og leikföng, sem börn hefðu dreift af handahófi yfir
leikvöll sinn.
Sólin gyllti skýin á vesturhimninum, og roðablæ sló
á efstu fjallatindana í norðri.
„En hve hér er fallegt og friðsælt,11 sagði Ásta eins
og við sjálfa sig. Hún horfði dreymandi augum út vfir
byggðina.
Karlsen lá aftur á bak og teygði úr sér.
„Ég þarf að segja þér frá dálitlu, Ásta,“ sagði hann.
„Ég hef lengi ætlað að segja þér það, en það hefur
alltaf dregizt.“
„Hvað er það?“ spurði Ásta. „Áttu við ykkur Sól-
veigu?“
„Já, ég á við það.“
„Ég veit að þið voruð trúlofuð, og eruð á góðri leið
með að opinbera aftur, að minnsta kosti álíta það
flestir."
„Jæja, svo fólk hefur gaman af að tala um okkur.“
„Þú þarft ekki að búast við, að þú sleppir við allt
baktal frekar en ég og aðrir,“ sagði Ásta.
„Nú ætla ég samt að segja þér, hvernig þetta var.“
Hann hló. „Nú er Sólveig óð af bræði vegna þess, að
ég mætti ekki til að fara í leikhúsið með henni.“
„Hvaða vald hefur Sólveig eiginlega yfir þér, Kalli? “
spurði Ásta og leit á hann.
Það varð löng þiign. Loks svaraði Karlsen:
„Ég veit það fjandakornið ekki, ég er víst ekki nógu
harður af mér við kvenfólk. Einu sinni vorum við líka
trúlofuð, eins og þú hefur frétt. Þá var hún 17 ára, og
ég 19. Það var aldrei annað en hilling. Ég hélt að ég
myndi aldrei framar líta á stúlku. Hún hefði getað
skipað mér út í eld og vatn, ég hefði allt fyrir hana
gcrt, svo ástfanginn var ég þá.“ Hann hló háðslega.
„Ég var nýkominn til landsins, þegar ég kynntist
henni, og þekkti svo fáa. En svo var það frægðin, sem
kom til skjalanna. Sólveig vildi alls staðar vera fremst,
og nú hafði einhvcr talið henni trú um, að hún þyrfti
að læra að syngja, rödd hennar væri svo sérstök.
Sólveig ákvað nú að verða fræg, hvað sem það kost-
aði, en hana vantaði peninga. Ég var aðeins réttur og
sléttur háseti, sem hún taldi til lítils að plokka, og því
fékk ég að fjúka. Þá voruin við búin að vera trúlofuð
í rúmt ár. Ég man enn daginn sem hún fór. Þá fannst
mér lífið einskis virði, og allt dapurt og dimmt. Hring-
inn sendi hún mér í bréfi. Hann lenti í sjóinn á Hala-
miðum, og er vonandi þar enn á hafsbotni. Ég held að
þeim þorski, sem gleypti hann, hljóti að Iíða illa, svo
margar bölbænir fylgdu honum fyrir borð.“
„En hvað nú?“ spurði Ásta lágt, þegar Karlsen virt-
ist ekki ætla að segja meira.
„Núna vill hún ná mér aftur, og líklega tekst henni
„Ekki ef þú vilt það ekki sjálfur," svaraði Asta.
„Jú, Ásta mín. Stúlka cins og Sólveig svífst einskis
til að ná því marld, sem hún hefur sett sér. Nú er hún
búin að r\-ja inn að skyrtunni gamla skrögginn, sem
hún tók einu sinni fram yfir mig, og nú vill hún ná í
mig aftur, þó ég skilji ekki hvers vegna. Nú er ég eins
og bandhundur, sem hún teymir með sér.“
„Ég skil þig ekki, Kalli,“ sagði hún.
„Nei, það er ekki von, ég skil mig varla sjálfur.“
Hann stóð upp, tók í hönd Ástu og reisti hana á
fætur.
„Ásta.“ Hann greip hana í fangið og gróf andlitið
í hári hennar.
„Ásta mín, þú ein getur hjálpað mér.“
Hún smaug úr örmum hans.
„Nei, Kalli. Þú verður að hjálpa þér sjálfur, og á
meðan önnur kona á þig, eða svo gott sem, vil ég ekki
að þú snertir mig.“
„En ef svo væri ekki?“ spurði hann ákafur.
Hún sneri sér undan og gekk af stað ofan brekkuna.
Hefði hann séð í augu hennar, myndi hann þar hafa
séð svarið, og í hug hennar ómaði: „Já, Kalli, já, þá
væri ég þín, þegar þú vildir.“ En hún sagði ekki neitt
og forðaðist að líta framan í hann.
Karlsen rétti henni höndina þegjandi. Hún lofaði
honum að leiða sig, en hvorugt sagði orð. Við og við
leit hann á hana rannsakandi augum. Við dyrnar sleppti
hann hönd hennar og bauð góða nótt í hálfum hljóð-
um.
Ásta gat ekki sofnað. Hví vildi hún ekki hjálpa hon-
um? Hún hafði slegið á útrétta hönd hans í stað þess
að taka í hana. Hún grét niður í koddann. — En ef
Sólveig þrátt fyrir allt fær hann, því skyldi ég samt
ekki eiga hann þá daga og nætur, sem hann er frjáls?
En hún þorði ekki að eiga það á hættu. Eitt barn var
nóg fyrir einmana stúlku.
Karlsen sat á steini niður við vatnið og reykti hverja
pípuna á fætur annarri. Hann rifjaði upp í huganum
árið, sem þau Sólveig höfðu verið trúlofuð. Óttalega
hafði hann verið heimskur og auðveld bráð, en þó
ekki mikið betri núna. Sólveig hafði eitthvert undar-
legt vald yfir honum, sem hann réð ekki við. Hann
mundi, hve hann hafði grátbeðið hana að hætta við
þessa söngdellu, hún yrði að hætta, annars lifði hann
það ekki af. Ójú, hann hafði lifað, ekki bar á öðru,
og það góðu lífi. Hefði Sólveig ekki álpazt strax til
landsins, væru þau Ásta örugglega gift nú.
Hann glotti að þessum hugleiðingum sínum.
„Þú ert fífl, Kalli,“ sagði hann hálfhátt við sjálfan
sig. „Og þér fer ekkert fram með aldrinum. Það er það
versta!"
Hann gekk heim að húsinu, hugsaði sig um stund-
arkorn, cn settist svo inn í bílinn, ræsti vélina og ók í
áttina til Reykjavíkur.-------
Sólveig sat og reykti hvern vindlinginn á fætur öðr-
um. Á borði við hiið hennar stóð vínflaska og glas.
Við og við saup hún á glasinu, varir hennar voru sam-
anbitnar, og hörkusvipur á andlitinu. Hún gerði ýmist
að krcppa og opna hnefana og var auðsjáanlega í mjög
æstu skapi.
Karlsen gekk inn án þess að drepa á dyr. Hún kom
244 Heima er bezt