Heima er bezt - 01.07.1962, Blaðsíða 9
íþróttamál.
— Lítið er það, en einu sinni var ég hér aleinn heima
í íbúðinni, og þá kom systir mín sáluga, klædd eins og
hún var vön, og horfði inn í stofuna svolitla stund. Síðan
hvarf hún.
— Margir, sem lesið hafa rit þín, blaðagreinar og ljóð,
hafa dáðst að tungutaki þínu og málfari, hversu það er
hreint og fágað. Hverju myndir þú svara, ef ég spyrði
þig, hvaðan þér kæmi slíkt?
— Ef það þykir umtalsvert, myndi ég svara, að það
væri arfur frá föður og móður. Móðir mín var greind
og hagmælt. Má af því marka gáfur hennar, að hún lærði
að skrifa alveg af sjálfri sér. Faðir minn var greindur karl
og annálaður sláttumaður. Tengdamóðir mín, Hólm-
fríður Björnsdóttir, var vitur kona og skáldmælt, og
hennar móðir, það var nú meiri kerlingin. Hún fór með
fullorðið, mannýgt naut eins og tjóðurkálf, þar sem karl-
menn voru ráðþrota. Tengdafaðir minn, Magnús Jónas-
son, var margfróður og svo stálminnugur og þrekmikill
til síðustu stundar, að undrum sætti. Ég minnist þessa
fólks með hlýhug til æviloka. Nú, svo hef ég reynt að
lesa allt hið bezta, sem ég hef getað fundið á íslenzka
tungu og ljóð snillinganna. Enn vildi ég mega telja mig
lærisvein Konráðs skálds Vilhjálmssonar, þó ég gengi
aldrei í skóla hjá honum, en ég hef lesið Ijóðabók hans
og prentað hana líka, og þá má ekki gleyma þýðingum
hans. Við skulum taka til dæmis Dag í Bjarnardal, og
það skal ég segja þér, að þegar ég prentaði Þeystu þegar
í nótt, og bók Konráðs, Horfnir úr héraði, þá rann
mér kalt vatn milli skinns og hörunds, svo rammaukið
var mál hans og gullvægt. En nú ertu búinn að spyrja
mig svo spjörunum úr, að mig langar til að snúa við hlut-
verkinu og spyrja: Hefur þú ekki lært mikið af mönn-
um eins og Konráði og honum sveitunga þínum, sem
skrifar undir nafninu Runólfur í Dal? Eg man, að ég
spurði Ingimar Eydal, hver sá myndi vera?
— Jú, vissulega, ég hef mikið lært af því að hlýða á
Björn R. Árnason, og stundum segi ég við sjálfan mig,
þegar ég er að fara yfir stílana frá mestu skussunum og
bögubósunum, að þeir þyrftu að sitja svo sem hálfan
mánuð við fótskör manna eins og Konráðs, Björns og
Kolbeins frá Skriðulandi og hlusta á þá tala. — En hvað
segirðu mér svo um íþróttirnar og ungmennafélögin?
— Ég var í Ungmennafélagi Akureyrar í gamla daga,
og eru mér þaðan sérstaklega minnisstæðir Þorsteinn
Þorsteinsson og Sigtryggur Þorsteinsson. Finnst þér það
nokkuð undarlegt? Nei, þetta voru kempulegir menn og
hraustmenni, og stráklingar gangast fyrir slíku, eins og
þú veizt. — En um íþróttirnar, já, ég fékk einu sinni sár
í lunga, ég læknaði það með Guðs hjálp, íþróttum og
Mullersæfingum. Brisið sést enn í lunganu. Ég fékk bók-
ina Mín aðferð að gjöf frá Oddi Björnssyni, ég skal sýna
þér hana, hérna er hún. Hann gaf mér hana á sumardag-
inn fyrsta 1920, en æfingarnar kenndi mér Stefán E.
Sigurðsson, Stebbi litli, kannastu við hann, nei, hann
býr úti á Oddeyri, en bjó þá í öðru húsi utan við
Schiöthshúsið. Þar verzlaði Stefán Sigurðsson eldri,
bróðir hans, og Stefán yngri var þar búðarmaður hjá
honum. Ég iðkaði æfingamar í herbergi hans, það var
að sunnan og austan á efstu hæð. Stundum þurfti ég að
byrja á því að moka snjóinn út úr herberginu, því að
hann lokaði aldrei gluggum. Einu sinni vaknaði hann
við það, að hann var kominn á kaf í snjó. Þeir voru ein-
kennilegir sumir í gamla daga. Já, það var ótrúlegur
árangur af Míillersæfingunum, ég hef ekki fundið til
brjóstveikinnar síðan. Stundum steypti Þorsteinn bróðir
minn yfir mig ísköldu vatni úr fötu, og sumarið 1920
var ég orðinn svo frískur, að ég gat tekið þátt í íþrótt-
um með góðum árangri.
— í hverju tókstu helzt þátt?
— Hlaupum og stökkum.
— En hvað um síðari ára baráttu í þágu íþróttamál-
anna?
— Ég er búinn að skrifa fjölda bæklinga og blaða-
greina til þess að koma áhugamálum mínum áleiðis, en
þú færð ekki meira hjá mér um það.
— Finnast þér ekki vera einhverjir sérstakir erfiðleik-
ar í sambandi við aðalstarf þitt, prentarastarfið?
— Það er mörg búmannsraunin þar eins og annars
staðar. Þegar allt ætlar um koll að keyra, er ég vanur
að kalla á þá Geir S. Björnsson og Örn Steinþórsson til
að hjálpa mér. Ég held, að þeir geti, hvor á sínu sviði,
Heima er bezt 229