Heima er bezt - 01.08.1962, Page 2

Heima er bezt - 01.08.1962, Page 2
Akureyri Hinn 29. ágúst eru 100 ár liðin frá því Akureyarbær hlaut kaupstaðarréttindi, og því er hátíðlegt haldið ald- arafmæli kaupstaðarins. En þótt bærinn væri ekki haf- inn í tölu kaupstaða fyrr en þetta hafði þar verið verzlunarstaður Eyjafjarðarhéraðs lengi, en föst byggð hófst þar ekki fyrr en á 18. öld. Þegar Akureyri hlaut kaupstaðarréttindi bjuggu þar einungis 287 manns. En bærinn óx ört, og margt benti þá þegar til, að hér væri höfuðstaður Norðurlands að vaxa úr grasi. Og bærinn hefur dafnað og blómgazt á þeirri öld, sem liðin er frá því hann varð sjálfstæður. Hér hefur gerzt hin sama saga og annars staðar á land- inu, smáverzlunarstaðir og fiskiþorp hafa vaxið upp í blómlega, athafnasama bæi, með nýtízkusvip. Naumast er það nokkuð, sem eins vel sýnir þjóðlífsbyltingu ís- lendinga á síðustu 50—100 árum, og vöxtur og þróun bæjanna. Þjóðfélagið hefur breytzt úr nær algerri bændaþjóð í bæjaþjóðfélag, og Akureyri hefur átt sinn þátt í þeirri þróun. En þetta hefur orðið með því einu, að nýjar atvinnugreinar hafa skapazt og hinar eldri tekið ævintýralegum framförum. Ekki þarf lengi að leita orsaka þess, að verzlun hófst á Akureyri. Höfnin var ein hin bezta á landinu frá náttúrunnar hendi, og lá þar að auki í miðju blómlegs héraðs. En þar sem flestir aðrir bæir hafa í öndverðu risið upp vegna sjósóknar við hlið verzlunar eða á und- an henni, leið alllangur tími þar til Akureyringar fóru að sækja sjó að ráði. Framan af árum var bærinn ein- göngu verzlunarstaður, þar sem menn að vísu sóttu sjó fram á Pollinn og stunduðu landbúnað við hlið þeirrar atvinnu sem fékkst í sambandi við verzlunina. Síðan setjast iðnaðarmenn að í bænum. Og einstæð- ur atburður er það í sögu íslenzks bæjar að áður en nær nokkur opinber stofnun eða embættismaður sezt þar að, er stofnuð prentsmiðja og blaðaútgáfa hafin 1852—53. Með því má segja að Akureyri taki forystu í málefnum fjórðungsins. Þá voru bæjarbúar um 190. Smám saman vex bænum fiskur um hrygg. Kaup- staðarréttindin fást 1862. Atvinnuvegir bæjarbúa taka framförum. Þilskipaútgerðin flyzt smám saman frá út- vegsbændunum út með firðinum inn til bæjarins. Fyrsta öfluga innlenda verzlunarfélagið, Gránufélagið, er stofnað við Eyjafjörð 1870—72, og höfuðstöðvar þess settar á Oddeyri, sem þá tekur brátt að byggjast. Verzl- un eykst og batnar, og sveitirnar í kring njóta góðs af þróun kaupstaðarins. Þjóðhátíðarárið verður merkilegt í sögu bæjarins. Þá er stofnaður barnaskóli, reist sjúkra- hús, sem í raun réttri varð þá þegar fjórðungssjúkra- hús, og amtmaður flytur sig til bæjarins. Þannig heldur þróunin áfram og um aldamót hefur fólksfjöldinn í bænum meira en sjöfaldazt frá 1850. Upp úr aldamótunum tekur bærinn nýjan fjörkipp. Útgerðin eykst hraðfara, mildar hafnarbætur eru gerð- ar, og vísir stóriðnaðar á íslenzkan mælikvarða hefst með stofnun ullarverskmiðjunnar Gefjunnar, eða fyrir- rennara hennar. Bærinn eignast víðáttumiklar lendur og ræktun tekur fjörkipp. Ræktunarfélag Norðurlands hefur merkilega brautryðjendastarfsemi í trjárækt og öðrum tilraunum, og bæjarbúar taka til óspilltra mál- anna um garðrækt. Og síðast en ekki sízt, fremsta menntastofnun fjórðungsins, jVIöðruvallaskólinn, er flutt til Akureyrar, aukinn að réttindum og honum reist vegleg húsakynni. Ný blöð hefja göngu sína, og með nýrri prentsmiðju eykst bókagerð og batnar. iMeð þessu er Akureyri þá orðin höfuðstaður Norðurlands. Og enn er liðin hálf öld eða vel það. Þróunin hefur haldið áfram. Akureyri er orðin stórbær eftir vorum mælikvarða, með um 9000 íbúa. Stórútgerð er rekin þaðan, verzlun blómgast með auknum fólksfjölda, en það sem þó setur mestan svip á bæinn umfram aðra bæi landsins er þetta þrennt: iðnaður, ræktun og skólar. Eftir því sem stundir hafa liðið, hefur iðnaðurinn gerzt umfangsmeiri í atvinnulífi bæjarins, og í honum munu margir eygja undirstöðu-atvinnugrein bæjarins í fram- tíðinni. í umhverfi bæjarins hafa risið blómleg nýbýli, en eitt höfuðeinkennið í svip bæjarins eru garðarnir. Víða er svo komið, að þegar horft er eftir endilöng- um götum íbúðarhverfa, er sem sjái í trjágöng í þétt- urn skógi. Lystigarður bæjarins er höfuðprýði hans og í fremstu röð slíkra garða hér á landi, svo sem hann hefur verið frá upphafi.. Skólar bæjarins eru árlega sóttir af hundruðum nemenda úr öðrum héröðum landsins, og á vetrum setur glaðvær og glæsileg skóla- æska svip sinn á bæjarlífið, en skólarnir hafa einnig átt drjúgan þátt í að laða innflytjendur til bæjarins. Og á síðustu árum er Akureyri orðinn ferðamanna- bær. Fagurt umhverfi og greiðar samgöngur laða þang- að fjölda gesta ár hvert til lengri eða skemmri dvalar, og margt bendir til að Akureyri rnegi verða hið fyrir- heitna land skíðamanna bæði sumar og vetur. Hér hefur verið stiklað á stóru um að bregða upp svipmyndum af hinurn aldargamla bæ, sem þó er enn 258 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.