Heima er bezt - 01.08.1962, Qupperneq 6
HINRIK ÍVARSSON, MERKINESI:
Símon oö Banssímon
M'argir halda því fram, að allir refir séu eins,
tortryggnir,-slægir og grimmir, og drepi af
einskærri illsku og morðfýsn. Sagðar eru
hroðalegar sögur af aðförum þeirra við
fugla og fé. Ekki skal því neita, að oft virðist refurinn
vera harðlyndur, en við hverju er að búast af villtu
rándýri gegnum aldaraðir.
En það er nú síður en svo, að allar tófur séu eins,
þær eru eins ólíkar í lundarfari eins og mennirnir. Sum-
ar eru ótortryggnar, glaðlyndar og nægjusmar, og éta
gjarnan það sem þær finna, en fást lítið við veiðiskap.
Þessi dýr eru aðallega þar sem þau geta gengið að sjó
og eru í flestum tilfellum meinlaus að öðru en því, að
undan þeim geta komið harðlynd og grimm dýr, vegna
þess hve tegundirnar eru orðnar blandaðar. Elvítrefir
og blárefir auka kyn sitt saman í belg og biðu og yrðl-
ingar undan hvítum dýrum eru að jöfnu mórauðir og
svo öfugt.
Ég hef átt þess kost að sjá hin undarlegustu mat-
föng, sem refir hafa komið með til barna sinna. F.itt
sinn skaut ég hvíta læðu, sem var að koma heim, og
virtist mér hún svo undarlega löng í lágnættisbirtunni,
að með ólíkindum væri. En þegar ég kom þar sem hún
hneig að velli, sá ég hvers kyns var, hún var með
stærðar hveitibrauðssneið í kjaftinum, með smjöri og
öllu tilheyrandi. Oðru sinni kom refur heim á gren á
laugardagskvöldi, og dámaði mér ekki að því sem
hann ætlaði að leggja til í sunnudagsmatinn, því þetta
var talsverð þjós úr drafúldinni hnísukápu, vandlega
saman rúllað eins og lundabaggi. Við sama greni fann
ég góðan bita af söltuðu fleski, en ekki var að sjá að
unglingunum hafi fallið það, því að það var ekkert
nagað.
Þessi dýr hefði verið mjög auðvelt að fella með eitri,
því að það sem þau færðu yrðlingum sínum var aug-
ljóst að þau töldu góðan og hollan mat. Öðru máli
gegnir með þau dýr, sem helzt éta ekki nema það sem
þau hafa sjálf veitt (veiðidýr). Þau eru mjög tortrygg-
in og snerta tæplega það, sem maðurinn hefur handleik-
ið, en fara heldur óravegu til veiða, en að leggja sér
til munns auðfengin hræ.
Sennilegt er, að sum hinna síðarnefndu dýra verði
„bitdýr“, eða „bítir“, sem kallað er, og geta margar
orsakir verið til þess, svo sem að dýrið finni kind, sem
ekki getur varið sig, hungrið sverfur að, og komist tóf-
an á að drepa kindur er hætt við að tilhneigingin vaxi.
Líka mun það vera til þegar yrðlingar stálpast, að ref-
urinn taki þá með sér í veiðiferðir, og hafi nú faðirinn
ráðizt á lamb, og óvitinn horft á, og síðan gætt sér á
því, er ekki von að vel fari.
Sjaldnar mun það vera að læðurnar kenni yrðlingun-
um að veiða, og kernur það af því, að þegar yrðling-
arnir fara að stálpast, verða þeir svo aðgangsharðir, að
móðirin sér ekki annað fært en venja þá af „brjóstinu“,
og skeður það með þeim hætti, að þegar hún kemur
með ætið í nánd við grenið, og hefur þá gjarnan farið
vindmegin við það, en yrðlingarnir eru ótrúlega fljótir
að venjast á að finna þefinn af henni, gaggar hún á
sérstakan hátt þegar hún er komin þangað sem hún
vill leggja ætið af sér, og koma þá krakkarnir hlaup-
andi í einni bendu. Oft sundrar hún veiðinni fyrir þá
og hendir tætlunum góðan spöl frá sér, til og frá, en þá
ná flestir yrðlingarnir í eitthvað, þó að þeir harðleikn-
stu og tápmestu nái oftast í mest, því venjulega éta
þeir ekki strax, heldur reyna að safna sem mestu í gin-
ið og slær þá oft í snarpa brýnu, en þegar ekki er von
á meiru, stökkva þeir af stað, og reyna að vera út af
fyrir sig meðan þeir éta, og komi þeir því ekki í sig í
bili, eða fellur það illa, klóra þeir holu og grafa afgang-
inn. Fer þá oft svo, að þeir sem minnst hafa fengið
fara að leita á meðan eigandinn sefur vambfullur og
ánægður. Oftast nær leggst læðan skammt frá og horf-
ir á, en laumast síðan burtu, áður en yrðlingarnir eru
búnir með naslið, til þess að þeir nái ekki í hana, en ef
einhver ætlar að elta hana notar hún sérstakt hljóð, sem
yfirleitt dugar til þess að öll hersingin flýtir sér að
greninu, og þá sér í rass við rass inn úr dyrunum.
Refurinn, faðirinn, veit lítið af börnum sínum með-
an þau eru ung, eða ekki fyrr en þau eru farin að vappa
út. Þetta kemur til af því, að það er líkt og með kött-
inn, þó að högni og læða liggi saman í bóli og vel fari
á með þeim, getur læðan orðið mjög grimm og snefsin
við bóndann þegar hún á unga kettlinga. Refurinn má
alls ekki koma inn í grenið þegar svo stendur á, heldur
leggja veiðiföngin niður í hæfilegri fjarlægð.
Stundum kemur hann þannig að greni, að vindinn
leggi af honum heim, og kemur þá læðan oft til móts
við hann og tekur við ætinu, en hann er hnarreistur
og hreykinn, þótt þakkimar séu ekki sýnilega miklar.
Sé nú læðan farin að slá slöku við, og farin að ferð-
ast, heldur refurinn oftast áfram í hálfhring, eftir laut-
um, sem liggja kringum bústaðinn, þar til hann hefur
262 Heima er bezt