Heima er bezt - 01.08.1962, Page 7
vindstöðu af heimilinu, og þegar hún kemur nú ekki,
gengur hann ef til vill rétt að opinu og gaggar þrjú til
fjögur gögg, og sé þetta refur, sem ekki hefur búið
fyrr, er erfitt að lýsa undrun hans, þegar út úr holunni
koma sex eða sjö hnoðrar, ýmist mórauðir eða grá-
botnóttir. Einatt situr rebbi í miðri þvögunni og virð-
ist hafa stakasta yndi af ólátum þeirra, og fer oft að
leika sér við þá, þegar máltíðinni er lokið.
Undarlega er þeim manni farið, sem ekki finnur til, er
hann þarf að raska þessari ósviknu heimilisgleði, þar
sem hann bíður í launsátri, öruggur um sitt eigið líf og
limi, hafandi þá beztu fáanlegu byssu, og valin skot.
Og þegar maður hefur hleypt af, breytist sjónarsviðið
jafn snemma í dauða og kvöl, faðirinn liggur í blóði
sínu, og ef til vill eitthvað af yrðlingunum líka, en
hinir, sem sloppið hafa, þjóta eins skelkaðir og lítil
tófubörn geta orðið inn í holuna. Ég verð eltki reiðari
en þegar menn eru að ala á öðrum til framgöngu í of-
sóknum gegn refnum, og lýsa með mörgum orðum
hversu hroðalegt sé að sjá hvernig tófan kvelji og mis-
þyrmi saklausum sauðkindum, ræni fugla, drepi unga
þeirra og þá sjálfa.
Ég held því fram hér, eins og oft áður, að þessar
ræður og skrif eru ekki eingöngu af mannkærleika
sprottin, heldur af því að verið er að vernda sína eigin
buddu og bakvasa. Maðurinn er þannig gerður, að
hann þolir illa að keppt sé við hann um fæðuna, eða
önnur gæði lífsins, og þá fyrst kastar tólfunum, ef ein-
hver dýrategund ræðst á lífsbjörg hans, svo sem sauð-
kindina, og vegna þess, og þess eins, hefur tófan verið
hötuð af sauðfjáreigendum um aldaraðir. Þó að ég
hafi fellt margar tófur, get ég aldrei hatað hana, frek-
ar en annað af verkum skaparans. Aldrei hefur hún
lesið biblíusögur eða lært neinn siðalærdóm, hún hefur
því engin boðorð brotið, aðeins barizt með þeim vopn-
um, sem henni voru gefin í upphafi vega til lífsbjarg-
ar. Hitt er annað mál, að maðurinn reyni að hamla á
móti því að henni fjölgi svo að hún gangi honum yfir
höfuð.
Ég vil aðeins að við könnumst við hvers vegna við
gerum það, en séum ekki að skreyta okkur með
ímvnduðum mannkærleika, því öll veiði á refum oar
/ 1 O
minkum er gjörsamlega miskunnarlaus, ef árangur á að
verða góður.
Mér dettur í hug hið snjalla kvæði Arnar Arnarson-
ar „Refur“ (Illgresi). Hann skildi til fulls þessa krókó-
dílaviðkvæmni, og hæðist napurt að mannúðinni, sem
fordæmt hefur refinn algjörlega, „.... og svo er hann
ekki ætur, sem út yfir tekur þó“. Og enn fremur:
svo langt gengur mannúð manna, sem matar-
vonin nær“.
Ég hef ávallt haldið því fram, að notkun eiturs fyrir
refi, geti verið beggja handa járn. Við fellum mein-
lausustu dýrin (hrææturnar), fyrst og fremst með því,
en hinir tortryggnu og varfærnu (veiðidýrin), snerta
það tæplega, nema einskis annars sé kostur, og það
verður seint í sama tíðarfari og hér hefur verið nú um
langt skeið. Að vísu get ég ekki fært fram neinar vott-
festar sannanir, en skírskota aðeins til almennrar skyn-
semi og dómgreindar.
Nú vil ég segja ykkur örstutta sögu af reynslu minni,
og hef ég dregið mínar ályktanir af því, og mörgu
öðru svipuðu, á undanförnum árum.
I vor sem leið vann ég greni hér í Hafnaheiði í svo-
kallaðri Mönguselsgjá, á aðeins fjórum tímum frá því
að ég fór að heiman og þar til ég kom heim aftur.
Nokkrir yrðlingar voru úti með læðunni, er ég skaut
hana, og í sömu andrá skaut ég einn yrðhng, en heppn-
aðist að ná öðrum lifandi. Eftir að bæði dýrin voru
fallin, sem gerðist á sama hálftíma, vildi félagi minn
að ég freistaði að kalla út þá sem inni voru. Taldi ég
mjög ólíklegt að slíkt tækist, þeir myndu vera smeykir
eftir skotin, en vissi þó að þeir höfðu ekld haft vind-
stöðu af mér, og ég hafði farið mjög varlega þegar ég
fjarlægði tófuna og yrðlinginn. Greip ég því kjóa, sem
ég hafði handbæran, settist við holuna, brá vinstri
hendi ofan við efri brún holunnar, en hélt kjóanum
framan við með hægri hönd.
Félagi minn var fast hjá mér með poka, ef ske kynni
að ég næði einhverjum. Gagga ég nú matargagg og
bráðlega sé ég á eyru, bregð vinstri hendi eldsnöggt
niður, og hremmi eigandann í hálstaki, og í því ég fæ
félaga mínum hann, birtast önnur eyru, höndin niður
og upp aftur með annan, og þá sé ég um leið á eyru
þess þriðja, en þá fór í verra. Hef máske sleppt of
snöggt þeim seinni, því nú var um að gera að vera
handfljótur, en félagi minn náði ekki nógu góðu
kverkataki svo að „djöfsi“ rak upp skaðræðisskræk, og
í sömu andrá ætlaði ég að grípa þann þriðja, en greip í
tómt, litli púkinn skauzt eldsnöggt aftur á bak, skynj-
aði hættuna af hræðsluhljóði bróður síns. Hversu ást-
úðlega sem ég gaggaði, tókst mér ekki að tæla hann út,
og var nú ekki um annað að gera, en leggja tvo boga
í grenið og byrgja giórulaust. Bogana lét ég handleggs-
lengd inn, en fimm bita úr kjóanum framan við munna-
brún.
í sjö daga vitjaði ég um bogana og bætti við agnið,
og lét allt það gómsætasta sem ég vissi að litlum rebb-
um þykir gott, en aldrei var boga hleypt og aldrei
agnið hreyft. Reyndi ég nú að breyta afstöðu boganna,
og gat lagt þann þriðja til hægri, lengst út við klöpp-
ina.
Áttunda morguninn var vesalingurinn fastur og fót-
brotinn. Steinþegjandi var hann meðan ég var að reyna
að losa bogann úr sjálíheldu, sem hann hafði dregizt í,
en reyndi eftir mætti að bíta mig, ég var fljótur að
stytta þjáningar hans. Tvo bræður hans lét ég lifa, ef
ske kynni að ég hefði not af þeim síðar, en svo varð
þó ekki, og síðan tímdi ég ekki að lóga þeim þegar til
kom, en lét þá í búr báða saman. Litlu refina mína
skírði ég Símon og Bangsímon. Bráðlega kom í ljós,
að þeir voru eins ólíkir í lund, og mest gat verið. Símon
varð nærri strax elskur að mér, lék sér og gerði „hunda-
kúnstir“ þegar hann sá mig koma, át strax úr hendi
Heirna er bezt 963