Heima er bezt - 01.08.1962, Síða 13

Heima er bezt - 01.08.1962, Síða 13
manna voru. Þá bjuggu í Vesturbæ í Svínafelli Sigurð- ur Jónsson og Sigríður Runólfsdóttir, mestu gæða- hjón, þau voru bæði náskyld Jóni Einarssyni. Nú voru Vesturbæjarhjónin beðin um að taka þá Sigurð og Þor- stein. Þau tókust þetta á hendur að hafa þá á meðan þeir þyrftu að liggja, og voru þeir Þorsteinn og Sig- urður fluttir þangað í rúmum, ég hygg að það hafi verið 6. apríl, þá var Bjarni læltnir kominn, og voru báðir læknarnir í Austurbænum. Einar i Selinu taldi kalsárin, sem hann var með ekki svo mikil, að þörf væri að flytja sig að Svínafelli, svo hann gæti verið þar undir læknishendi, var þó sagt, að Þorgrímur hefði fremur óskað eftir því, en hann lét Einar samt ráða. í Vesturbænum voru góð húsakynni, þar var stofa ný- leg og stórt gestaherbergi. Þeim læknunum leizt vel á að vinna þarna. Þeir létu hreingera húsin. Sigríður tók það að sér og gjörði það eftir fyrirsögn þeirra. Þegar húsfreyjan var að ljúka verkinu kom Þorgrímur til hennar og mælti: „Þetta líkar mér, prýðilega vel.“ Daginn eftir að þeir félagar voru fluttir frá Skafta- felli í Vesturbæinn hófst skurðaðgerðin, sem var fram- kvæmd þar í stofunni á stóru borði út við gluggann. Meðan á því stóð mátti engin háreysti heyrast, þess vegna voru allir hundar í Svínafelli settir inn, og fólki stranglega bannað að ganga fyrir stofugluggann. Tveir menn voru settir við stofuhurðina, átti annar að vera til taks utan við hana, ef eitthvað yrði að sækja, en hinn inni til að taka við því. Er allt var tilbúið gengur Þorgrímur inn til Sigríðar og biður hana að gefa sér einn bolla af kaffi, það gjörði hún fljótt, því það stóð þar á könnunni, og er hann hafði lokið við úr bollan- um, býður hún honum meira, en hann neitar því, og segist ekki vilja verða hjartveikur. Síðan gengur hann aftur inn í stofuna. Byrjað var á Þorsteini, hægra fæt- inum sem meira var kalinn, og var tekið af honum um miðjan kálfann. Bjarni læknir annaðist svefninn en Þorgrímur framkvæmdi aflimunina. Þeir voru honum til aðstoðar, séra Sveinn Eiríksson í Sandfelli og Jón Einarsson í Skaftafelli, sem þóttu báðir mjög nærfærnir við sjúkt fólk, og þá er hlotið höfðu meiðsli. Fyrst byrjar Þorgrímur á því að skera sundur holdið, og jafnóðum og æðarnar skárust, fló hann úr æðaendana og batt um þá, til þess notaði hann þráð, sem þá var sagt að væri úr sauðagörnum. Svo sagaði hann í sund- ur beinið, með þar til gerðri sög. Etoldið lét hann ná nokkuð niður fyrir stúfinn á beininu, og tók það svo saman fyrir endanum og batt um. Elonum þótti það að, að ein æðin fannst ekki, hvernig sem hann leitaði, var hann mjög hræddur við það, að hún mundi taka sig upp. Hann lét vaka yfir mönnunum um nóttina og brýndi það mjög vel fyrir vökumönnunum að vera fljótir til að láta sig og Bjarna vita ef eitthvað breytt- ist. Um nóttina fór að blæða, og í sömu svipan er læknunum gert aðvart, þeir flýttu sér til Þorsteins sem mest þeir máttu og bundu um æðina sem blæddi úr, virtist þeim honum líða vonum betur. Næsta dag var tekið af hinum fætinum á Þorsteini, meiri hlutinn af ristinni. Haft var eftir Þorgrími, þegar hann var að skoða fótinn, „þér hafið hælinn, það er mikils virði“. Þriðja daginn var tekinn af Sigurði vinstri fóturinn neðan við öklann. Fljótt eftir að þetta var búið, fór Bjarni læknir heim til sín. Fólk, sem kynntist honum, sagði að hann væri fróður mjög og skemmtilegur og mesta prúðmenni. Þorgrímur mun hafa verið yfir mönnunum um viku tíma eftir að Bjarni fór. Læknirinn kenndi aðstoðar- mönnum sínum, þeim séra Sveini og Jóni að hjúkra hinum særðu og skipta um umbúðir á fótum þeirra. Meðöl, sem borin voru á stúfana til að græða þá, máttu aldrei þrjóta, varð að gjöra þetta á vissum tímum, þar frá mátti ekki skáka. Þeir önnuðust um þetta til skiptis um vorið. Þá fluttist séra Sveinn frá Sandfelli að Kálfa- fellsstað, og er leið fram á sumarið tók húsmóðirin Sig- ríður að sér að hjúkra mönnunum, og sá hún um þá meðan þeir þurftu þess við. Öræfingar höfðu miklar mætur á Þorgrími lækni. Hann var glaðlyndur og hispurslaus í viðkynningu, trygglyndur mjög og höfðingi í skapi og viðskiptum. Hann bjó í Borgum í Nesjum. Þorgrímur var fyrsti læknirinn sem búsetu hafði í Austur-Skaftafellssýslu og var læknir hérna í 19 ár, og flutti þá til Keflavíkur. Þegar hann var sóttur til fjörumannanna í Skaftafelli voru tæp fjögur ár liðin frá því að hann lauk embættis- prófi. Kona Þorgríms læknis var Jóhanna Lúðvígsdótt- ir Knúdsens verzlunarmanns í Reykjavík. Hún var ekkja séra Björns Stefánssonar frá Árnanesi, sem prest- ur var hér í Sandfelli frá 1873 þangað til hann dó á bezta aldri, árið 1877. Varð hann öllum harmdauði, sem þekktu hann. Frú Jóhanna þótti merkiskona mikil, góðsöm, greind og ákaflega aðlaðandi. Þess skal getið, að laugardaginn fyrir páska fóru bændurnir frá Skaftafelli Jón og Magnús og sóttu fisk- inn, sem eftir var skilinn við vörðuna út á Skeiðarár- sandi. Þeir fóru með hest fyrir Einar, en fiskur sá, sem lá í fjörunni var aldrei hirtur. Sigurður Sigurðsson mun hafa farið heim til sín að Skaftafelli haustið 1888, en Þorsteinn Snjólfsson dvaldi um mörg ár í Vesturbæjarheimilinu. Þótt Þorsteinn væri mikið fatlaður var hann samt eftirsóttur sem vinnumaður, því hann reyndi jafnan að vinna hús- bændum sínum allt það gagn, sem hann gat. Léttlynd- ur var hann og glaðvær. Börnum, sem með honum voru, þótti alveg sérstaklega vænt um hann. Þorsteinn andaðist í Þinganesi í Nesjum haustið 1918. Kalsár Einars í Selinu greru seint, lá hann allt vorið og lengi um sumarið, einhverjar skemmdir voru í fremstu kögglunum á báðum stóru tánum. Það var sagt, að hann hefði ldipið sjálfur með naglbít svolítið framan af beininu í þeim, eftir það hefðu þær gróið. Hann mun hafa komizt eitthvað til verka í september- mánuði. Seinna batnaði þetta svo vel, að hann virtist engan baga hafa af þessu. Einar þótti afbragðs göngumaður, frískur og þolinn. Manna sterkastur var hann talinn. Hann var dugnaðar- Heima er bezt 269

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.