Heima er bezt - 01.08.1962, Qupperneq 16
hann róið þann dag, en látið Þórarin stýra. Þórarinn
hafði á yngri árum verið vel kunnugur sjólagi við hina
hafnlausu sanda Öræfanna, kom það sér vel nú, og
tókst þeim lendingin vel. Ekki voru þau verr á sig kom-
in en svo þegar þau komu að landi, að þau björguðu
skipinu undan sjó.
Að vísu var Bergur þá látinn, og er hætt við að hann
hafi ekki verið eins vel búinn að hlífðarfötum og hin
voru, því vafasamt er að svo ungur maður hafi átt
almennileg skinnklæði, og Konráð, sem hafði hrotið
útbyrðis um nóttina og aðeins bjargazt fyrir snör hand-
tök Rafnkels, virtist einnig dauður. Þeir voru því born-
ir upp í fjöruna og lágu þar meðan skipið var sett.
Þegar því var lokið, og þeir ætluðu að fara að ganga
frá líkunum áður en haldið væri til byggða, tók Árni
eftir því, að hann var svo illa skóaður að hann myndi
ganga á (r= ganga á berum sér) áður en þangað kæmi.
Konráð var í rnjög góðum skinnklæðum, stakk, skinn-
haldi og skinnsokkum, og kom síðar í ljós að hann
hafði ekki orðið alvotur þó hann lenti í sjóinn. Árna
varð það nú fyrir, að hann fór að færa Konráð úr öðr-
um skinnsokknum og hefur sennilega hreyft hann eitt-
hvað til meðan á því stóð, því þegar hann var langt
kominn með að ná skinnsokknum af Konráði, lifnaði
karl allt í einu vel við, og segir: „Það er ekki lítil
þjófsnáttúra í honum Árna núna. Fallega hefði hann
farið með mig, hefði ég verið dauður.“ (Aðrir segja:
„Sama hefði hann gjört, þó ég hefði verið dauður.“)
Ekki var Konráð þó svo hress að hann gæti gengið,
og ætluðu félagar hans því að bera hann, og má því
nærri geta að þeir hafa verið fegnir þegar þeir sáu til
fjörumannanna.
Þess má þó geta að Konráð náði sér það vel eftir
þetta að hann er talinn vinnumaður í manntalinu 1850,
og er þá á Skálafelli hjá Árna Arngrímssyni, en hann
var þá orðinn bóndi þar. .
Gísli sagðist mundi hafa dugað eitt dægur til, ef
þurft hefði.
Þó höfðu þeir Rafnkell og Gísli báðir legið nokk-
urn tínia um veturinn vegna veikinda, en vel má vera,
að einmitt þess vegna hafi þeir farið betur búnir í
þennan róður en ella hefði verið, því óhugsandi er að
þeir hefðu þolað hrakninginn svo vel sem raun varð
á, ef þeir hefðu ekki verið vel búnir og skinnklæddir.
En sagt er að surnar skipshafnir, sem reru frá Höfða-
sandi þennan örlagaríka dag, hafi skilið eftir skinn-
klæði sín í landi.
Menn höfðu ótrú á að hafa með sér mat á sjóinn,
töldu að þá fiskaðist síður, en sumir höfðu þó með sér
blöndukút, og er líklegt að Rafnkell hafi gjört það.
Á Hofsnesi var á þessum tíma tvíbýli, og stóðu bæ-
irnir saman, þar sem nú eru fjárhúsin, og var fremur
lítið tún í kring, varið með torfgarði.
Rafnkell stökk yfir hann, — hefur þó sennilega stutt
höndunum á hann um leið, — og var það lengi í minn-
um haft sem mikið afrek, eins og það var, ef miðað
er við aðstæður.
Rétt í sama mund og þau komu að bænum, bar þar
að aðra gesti; var þar kominn Magnús Stephensen
sýslumaður (faðir Magnúsar landshöfðingja). Hann
var sonur Stefáns Ólafssonar Stephensen amtmanns, en
alinn upp hjá Magnúsi konferenzráði, föðurbróður
sínum.
Hann gaf þeim Margréti Þorvarðardóttur konu Þor-
láks og Þorbjörgu Sigmundsdóttur konu Eiríks (hún
var frá Hofi) það ráð, að elda graut handa komumönn-
um, kvað þeirn síður mundi verða illt af honum en
kjöti, eftir svo langa föstu.
Ekki höfðu Rafnkell og Gísli lengi hvílt sig, þegar
þeir töldu sig nægilega hressa til að halda af stað heim
til sín, og er líklegt að þeir hafi verið reiddir áleiðis,
en þó ekki lengra en yfir Jökulsá (það er um 38 km
vegalengd og er litlu styttra þaðan að Uppsölum); eftir
það fóru þeir gangandi.
Rafnkell gisti á Reynivöllum, enda komið fram á
nótt þegar þangað var komið, en Gísli, sem átti nokkru
skemmra heim, hélt áfram og kom með morgunsárinu
að Uppsölum.
Var hann þá orðinn svangur, og varð það fyrst fyrir
að fara í eldhúsið og skera sér vænan bita af sjálfætu
hangikjöti; stýfði hann það úr hnefa á leiðinni í bæinn.
En þegar hann var nærri kominn að bæjardyrum,
opnaði Guðrún kona hans bæinn, og varð þar heldur
fagnaðarfundur. Guðrún var dóttir Bjarna Jónssonar
bónda í Skaftafelli og konu hans Guðnýjar Þorsteins-
dóttur, en hún (Guðný) og Gísli voru systkinaböm.
Löngu síðar, eftir að Gísli hafði farið sína hinztu
för, var haldin veizla í Suðursveit. Bar þar margt á
góma, og var meðal annars talað um hvort það gæti
verið satt að menn grétu stundum af gleði.
Þá sagði Guðrún: „Jú, það er satt. Það varð mér,
þegar ég mætti honum Gísla mínum á hlaðinu, um
morguninn, þegar hann kom úr hrakningnum forðum.“
Spurði þá einhver hvort hún hefði ekki fyrst haldið
að hann væri svipur.
„Nei,“ svaraði Guðrún. „Ég vissi að svipir eta ekki
hangikjöt.“
(Að mestu eftir frásögn Stefáns Benediktssonar
bónda í Skaftafelli, en nokkur atriði þó tekin eftir
annarra sögn, og sumt eftir rituðum heimildum, og eru
þær, auk þeirra sem getið er í upphafi: Manntal á ís-
landi 1816, Annáll nítjándu aldar og tíundaskrár úr
Öræfum.)
272 Heima er bezt