Heima er bezt - 01.08.1962, Blaðsíða 19
Húsmœðraskólinn að Laugum.
orðinn þurr. Næstu tvær til þrjár vikurnar bar lítið á
fjölskyldunni, en er leið á sumarið, fór hún að koma
heim að bænum og baða sig í moldarveginum bak við
húsið.
Stundum komu fleiri fjölskyldur með. Voru oft tald-
ar þarna 15—20 rjúpur í einu á kvöldin, þegar veður
var þurrt. Á nóttunni hélt fjölskyldan sig oftast í
kringum bæinn, og stundum vöknuðum við, við skæl-
urnar í ungunum, eftir að rjúpan var farin að venja þá
undan sér.
Sumarið 1954 endurtók sagan sig. Aftur komu rjúpu-
hjón og settust þarna að. Við gizkuðum á að það væri
sama rjúpan, því að hún hagaði sér eins og hún ætti
þarna heima. Hún verpti nú aðeins enn þá nær bæn-
um, um það bil 40—50 metra frá húsveggnum. Hún var
enn þá gæfari en sumarið áður, og fór nú ekki af
hreiðrinu, þó að henni væri strokið um bakið og ekki
heldur, þótt 10—20 manns kæmu að hreiðrinu í einu.
Myndir voru teknar af henni með ungahópinn á stétt-
inni við bæjarvegginn.
Það sumar var hún merkt, svo að nú var hægt að
\ fylgjast betur með ferðum hennar. Síðasthðið vor kom
hún heim að bænum strax í apríl, ásamt hópi af rjúp-
um og settist að. Eftir því sem á vorið leið, tíndust
hinar burtu og tóku sér bólfestu í nágrenninu. Síðast
voru ekki aðrar eftir en Kata og karl hennar. Þau undu
sér vel í garðinum við bæinn, og ef aðrir karrar létu
sjá sig þar, varði karrinn Kötu sína með miklum hetju-
skap, fyrir þessum áleitnu gestum. En einn góðan veð-
urdag, kom ung og falleg rjúpa í garðinn, og þá var
nú annað uppi á teningnum. Karrinn elti hana og
reyndi að gera hosur sínar grænar fyrir henni, en þegar
Kata nálgaðist, rauk hann að henni með hvæsi og
vonzku, og rak hana í burtu, en gekk á eftir hinni með
hneigingum og blíðlegu kurri. Er ekki að orðlengja
það, að þau settust þarna að, en Kata þorði ekki að
láta sjá sig þar heima við fyrst á eftir. En ekki löngu
seinna var tekið eftir því, að Kata var farin að koma
heim í varpann og láta eins og hún var vön, þegar hún
lá á eggjunum.
Eitt kvöldið var henni veitt eftirför, þegar hún sneri
til hreiðurs síns. Og viti menn! Hún hafði þá gert sér
hreiður í garðbroti í túninu og lá þar á 12 eggjum.
Hin skötuhjúin voru nokkurn tíma heima í garðin-
um, en um síðir gerði rjúpan sér hreiður skammt frá.
Karrinn sat lengst af á reykháfnum á húsinu og þegar
Kata kom heim til að bíta, vappaði hann í kringum
hana. — Eins þegar hin rjúpan fór af eggjunum, flaug
hann alltaf til hennar og þóttist auðsjáanlega vera
kvæntur báðum.
Nú var Kata ekki eins mikið heima við bæinn og
áður, en þó kom það fyrir, þegar bílar komu, að þeir
urðu að stanza á meðan hópnum var smalað út af
veginum.
í haust flaug Kata til fjalla með hópinn sinn. Hvort
við sjáum hana aftur er óvíst, en hvort sem hún kemur
oftar eða ekki, mun minningin um hana geymast.
Á. J."
Þá kemur hér að lokum smá gamanþáttur frá sama
skólaári, er nefnist: / snjóflóði. Höfundurinn lætur ekki
nafns síns getið, en merkir ritverkið upphafsstöfun-
um Þ. P.
„Ég er staddur í fjallshlíð. Ég geng hægt, því að
hlíðin er mjög brött, og færðin vond. Allt er þakið af
snjó, svo langt sem augað eygir og á klettunum fyrir
ofan mig eru snjóhengjur. Ég held áfram, en færðin
sækist seint, sökum ófærðar og einnig vegna þess, hve
fjallið er bratt. Það er áliðið dags og byrjað að skyggja.
Ég reyni að flýta mér, til að komast yfir erfiðasta kafla
leiðarinnar, áður en myrkrið skellur á að fullu og öllu.
Ég lít um öxl, til að sjá hvað mér verður ágengt. „Jú,
víst hef ég þokazt áfram,“ tauta ég. — Það er tekið að
rökkva. Draugalegum skugga slær á klettabeltið fyrir
ofan mig, og gerir umhverfið drauglegt. Ég er venju-
lega ekki myrkfælinn, en það liggur við að ég sé það
núna. Köldum svita slær út um mig allan, en ég reyni
að harka af mér, eins og ekkert hafi í skorizt. Ég geng
áfram og nú er ég einmitt að komast í mesta brattann.
Snjórinn er þungur fyrir fótum mér, og stundum
skrikar mér fótur. Ég renn til, fell, og rís skjótt upp
aftur. Tunglið veður í skýjum og stundum birtir, svo
að glitrar á snjóinn allt í kringum mig. En það dimmir
jafnharðan aftur, og verður þá enn skuggalegra en áð-
ur. Ég er farinn að lýjast, svo að ég hugsa mér að
hvíla mig um stund. Ég tek fram vasaklútinn, til að
þurrka mesta svitann úr andlitinu á mér, síðan sezt ég
niður og blæs mæðinni stundarkorn. Aftur kemur þessi
bannsetta myrkfælni, sem smýgur inn í huga minn. Ég
reyni að hugsa um annað, til að leiða hugann frá myrk-
fælninni. Allt í einu heyri ég drunur miklar. Mér verð-
ur hverft við, og köldum svita slær út um mig allan.
En nú ranka ég við mér. Ég þýt á fætur og hrópa í
örvæntingu: „Snjóflóð!“ Æsandi drunur berast mér að
eyrum. Ég hef ekki farið, nema nokkur skref, þegar
snjóflóðið nær mér og slengir mér flötum. Ég grefst
undir snjóflóðinu. Ekki veit ég, hversu djúpt ég er
Heima er bezt 275