Heima er bezt - 01.08.1962, Side 33
HeiII veggur af fallegum Kúsgögnum
lianda sigurvegaranum í getrauninni
Já, þér getið útbúið alveg nýjan vegg á heimili yðar
með hinum fögru og hentugu A. E. vegghúsgögn-
um. Þér munið gefa stofunni yðar nýtt líf, og þér
munið allt í einu fá pláss fyrir allar bækurnar og
smáhlutina, sem yður hefur vantað pláss fyrir, í
hillum og í skápum. Og nú þurfið þér ekki lengur
að vera í vandræðum vegna plássleysis, því nú getið
þér auðveldlega smám saman bætt við hillum og
skápum án stórvægilegra útgjalda.
Og ef sá, sem verður svo heppinn að hljóta verð-
launin, skyldi nú vera í hópi þeirra fjölmörgu, sem
þegar hafa fengið sér eitthvað af A. E. vegghúsgögn-
um, þá fær hann sérlega gott tækifæri til að bæta
þar við hillum og skápum, því verðlaunin eru A. E.
vegghúsgögn eftir eigin vali fyrir allt að kr. 5.000.00.
Þrautina í þessu hefti á að leysa á sama hátt og
síðast. Það er að segja, að þér eigið að reyna að segja
til um, hvaða trjátegundir það eru, sem myndirnar
tvær neðst á síðunni sýna. Það eru alls sex tegundir,
sem um er að ræða og sem allir ættu að þekkja, það
er að segja birki, reynir, víðir, fura, greni og lerki,
og nú er galdurinn ekki annar en sá, að segja tii um,
hvað af þessum trjátegundum sést hér á myndunum.
Ráðningarnar á ekki að senda blaðinu fyrr en get-
rauninni lýkur, en frá þessu verður nánar skýrt í
næsta blaði.
Nr. 3 Nr. 4
Heima er bezt 289