Heima er bezt - 01.09.1962, Page 2

Heima er bezt - 01.09.1962, Page 2
I luncli nýrra skóga íslenzka þjóðin hefur á liðnum tímum átt marga drauma um framfarir landsins, aukin gæði þess, og bætt kjör þjóðarinnar í heild. Margir þessara drauma hafa rætzt á síðustu árum eða eru að rætast. Einn þeirra drauma var skógi klætt land. Það gegnir raunar nokk- urri furðu, hversu mikið kapp umbótamenn 18. aldar lögðu á það, að hér yrði hafin trjárækt, enda þótt til- raunir þeirra misheppnuðust, en það sýnir ljóst, hversu sárt þeir fundu til timburskortsins og nektar landsins í senn. Þegar Jónas Hallgrímsson setur framtíðardraum sinn um land og þjóð í stuðla, þá fer þar saman, dalur- inn sem „fyllist skógi og frjálsir menn þegar aldir renna“, og á morgni þessarar aldar sér Hannes Haf- stein menningu aldarinnar vaxa í lundi nýrra skóga. En þetta voru ekki einungis draumsýnir skáldanna, heldur einnig hugmyndir framsýnna, raunsærra manna, um einn þátt þeirra umbóta, sem gera þyrfti, til að skapa vænlegri lífskjör í landinu, og aukið öryggi um afkomu þjóðarinnar. Jónas Hallgrímsson hneig í valinn áður en nokkrir draumar hans um framtíð landsins rættust. Meira að segja endurreisn Alþingis varð honum nær eins mikið hryggðarefni og fagnaðar, af því að það bar furðu litla mynd af alþingi hinu forna á Þingvelli. En þar var þó stigið eitt stærsta sporið í áttina til frelsis og innlendra framfara, þótt smáum augum væri á það litið í fyrstu. Hannesi Hafstein auðnaðist að leggja sjálfur undirstöðuna að því, að hugsjónir þær, er hann boðaði í Aldamótaljóðum, mættu rætast. Og síðan hefur verið hlaðið ofan á þann grunn. Þegar Hannes Hafstein hafði tekið við stjórn lands- ins gleymdi hann ekki hugsjón sinni um skógana. Þá var Hallormsstaðaskógur tekinn til friðunar og lög sett um skógrækt og skipan þeirra mála, og ollu þau tíma- mótum í framkvæmdum um þær mundir, og býr enn að þeirri gerð. Og svo skemmtilega vill til, að fyrsti raunverulegi nýskógur landsins hefur nú vaxið upp á Hallormsstað. Þar hefur sýn skáldsins orðið veruleiki. Hér skal því skotið inn að nýskóg kalla ég þann skóg, sem ræktaður er af innfluttum tegundum, sem þannig verða landnemar í gróðri Islands. Mörg ár liðu að vísu áður en draumurinn rættist. Enda vinnur náttúran hægt í því efni að skapa skóg. En árið 1937 gerðust þau tíðindi, að Guttormur skóg- arvörður á Hallormsstað hóf að gróðursetja sibiriskt lerki í nokkurt svæði í Hallormsstaðarskógi. Hafði ver- ið sáð til þess 1933. Alls var nýskógi þessum plantað í um einn hektara lands. Skógur þessi dafnaði svo vel að furðu sætti, og þótti nú jafnvel vantrúuðum sýnt, að lerki mundi dafna hér sem skógartré til fullra nytja. Um sömu mundir og Guttormslundurinn á Hallorms- stað var að vaxa úr grasi, vann Hákon Bjarnason, skóg- ræktarstjóri ötullega að því að afla fræs og plantna frá Alska og öðrum norðlægum stöðum og varð þar vel ágengt. Síðan hefur undir stjórn hans verið unnið mark- víst að því að afla erlendra trjátegunda og reyna þær í íslenzku umhverfi, og árangur orðið góður. Þannig verða tímamót í skógrækt vor íslendinga um 1940. Og ekki þætti mér ótrúlegt, að síðar yrðu þau tímamót talin ein hin merkilegustu í atvinnu- og ræktunarsögu landsins. Lerkiskógurinn elzti, Guttormslundur, er nú orðinn vöxtulegur skógur, sem vel mundi sóma sér innan um jafnaldra sína í hverju norðlægu skógræktarlandi sem er. Þorri trjánna er um 10 metra á hæð, og sum hærri, beinvaxin og spengileg, með hóflega gildum stofni. Hefur hann nú þegar við grisjun undanfarinna ára gef- ið af sér býsna mikinn efnivið í girðingarstaura, en nú mun hann fullgrisjaður og fær að vaxa, unz hann hef- ur náð fullum þroska. Reynslan af Guttormslundi sýndi, að vænlegast til góðs árangurs um ræktun nýskóga, væri að hefja hann í birkiskógunum gömlu. Kemur þar hvort tveggja til, skjólið sem gamla kjarrið veitir, og að allar líkur benda á, að við friðun birkiskóga aukist verulega gæði jarð- vegsins til trjáræktar. Má segja að full reynsla sé fyrir því fengin á Hallormsstað. Hin síðri árin hefur því verið gróðursettur allviðattumikill lerkiskógur innan Hallormsstaðarskógar, auk þess sem tilraunir hafa verið gerðar með fleiri tré af erlendum uppruna. Vöxtur yngra lerkisins synir ljóst, að reynslan af Guttorms- lundi er engin hending. Hin yngri tré dafna ágætlega og má nú þegar tala um lerkiskóg af hinni yngri kyn- slóð. Lerkið krefst mikils ljóss. Fullræktaður lerkiskóg- ur verður því að vera gisinn og sólríkur. Af því leiðir aftur að skógsvörðurinn verður algróinn grasi og blóm- jurtum líkt og í opnum birkiskógi. Má því ætla að skrúðgróður sá, blágresi og bláklukka o. fl. sem skreyt- ir íslenzka birkiskóga verði engu að síður fylginautur lerkiskóga framtíðarinnar. Á Hallormsstað getum vér nú þegar ferðazt í lundi 294 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.