Heima er bezt - 01.09.1962, Side 5
Var bíllinn sönglaus og orðlaus eftir þetta, og lá það
í loftinu, að þeir, sem beðið höfðu lægri hlut í átök-
unura á hlaðinu í Varmahlíð út af matnum, þótti sinn
hlutur ekki góður, og var auðfundið, að lögð var
nokkur þúst á frúna, enda hafði hún haft sig mest í
frammi um það, að haldið yrði áfram.
Segir ekki af ferðinni fyrr en komið er í Bakkasel í
innanverðum Öxnadal. Þar segist bílstjórinn þurfa að
stanza andartak, snarast úr bílnum og inn. Við bíðum í
bílnum, en andartakið dróst á langinn og varð að
drykklangri stund í bókstaflegri merkingu. Seint og
síðarmeir kemur svo bílstjórinn sæll á svipinn og þótt-
ust sumir finna kaffiilm, en aðrir sjá kökuruðning á
vörum hans.
Var nú frúnni nóg boðið. Þarna tæmir hún úr skál-
um reiði sinnar og vandlætingar yfir aumingja bílstjór-
ann og hótar honum kæru og hverju því, er honum
mætti verða til sem mestrar skammar. Vissum við hinir
farþegamir ekki, hvað úr þessu ætlaði að verða. Var
ekki annað sýnna en annað hvort hætti bílstjórinn við
að koma upp í bílinn eða hann fjarlægði frúna úr hon-
um. Hvor kosturinn, sem valinn hefði verið, hefði að
sjálfsögðu leitt til mikilla tíðinda. Biðu menn í miklu
ofvæni, en þá stendur sá grænklæddi upp til hálfs og
segir stundarhátt, svo að heyrðist um allan bíl: „Eg
held, að frúnni hefði verið nær að borða í Varmahlíð
en háma í sig bílstjórann hér.“ Var nú eins og kveikt
hefði verið í hvelllofti, skellihlátur um allan bílinn,
bílstjórinn snaraðist í sæti sitt, frúin leit um öxl til
þess, sem mælt hafði, nístandi augnaráði, en hann lét
sér hvergi bregða og horfði rólegur framan í hana, en
lét síðan fallast nokkuð þunglega niður í sæti sitt.
Hlátrasköll heyrðust við og við út allan Öxnadal, en
frúin mælti ekki orð, það sem eftir var leiðarinnar.
Ungu stúlkurnar hlógu dátt eins og aðrir og litu
sessunaut sinn, þann hinn grænklædda, miklum aðdá-
unaraugum eftir þetta. Þegar við skildumst á bifreiða-
stöðinni á Akureyri, spurðu þær mig, hver hann hefði
verið, sá sem stakk svona rækilega upp í frúna, og sagði
ég þeim, að það hefði verið Guttormur Pálsson, skóg-
arvörður á Hallormsstað. „Jemundur minn!“ hrópaði
þá önnur þeirra, „var þetta hann Guttormur á Hall-
ormsstað! Ég sem var svo agalega hrædd að setjast hjá
honum, því að ég hélt fyrst, að þetta væri hermaður.“
II.
Fimmtíu árum áður en fyrrgreint ferðalag átti sér
stað, nánar tiltekið 14. júlí 1884, var bjart yfir Hall-
ormsstað.
Sólin Ijómaði yfir Hádegisfjalli. í spegilskyggðum
Leginum stóðu fjöll og hlíðar á höfði, og fyrir stafni
reis Snæfell, sviphreint og virðulegt. Skógurinn ljóm-
aði í fegursta sumarskrúða, ekki nýgræðingur, því að
hann sást varla, heldur gamli raftskógurinn, er svo var
kallaður. Hann kinkar kolli í sunnangolunni, eins og
hann vilji segja: „Það er ekki alveg víst, að skógar á
Guttormur Pálsson, Hallormsstað, við stœrsta tréð á íslandi,
siberiskt lerki, er hann gróðursetli 1922. Það er nú 11.5 rn
hátt. Myndin er tekin haustið 1953. Guttormur er hér i ein-
kennisbúningnum, sem Þórarinn Þórarinsson talar um i
greininni. — Ljósm. Sig. Blöndal.
íslandi verði aleyddir jafnsnemma og dagar mínir eru
taldir.“
Heima við bæ á Hallormsstað er ekki minna um
dýrðir þennan sólfagra júlídag.
Óskabörnin eru fædd. Stúlkan, hún Sigrún litla,
fæddist á einmánuði í fyrra, og í dag, á miðjum sól-
mánuði, fæddist drengurinn. Guttormur skyldi hann
heita í höfuðið á honum langafa sínum, bæði í föður-
og móðurætt, þeim mæta manni, Guttormi Pálssyni
prófasti í Vallanesi. Drengurinn kom rétt til nafns, var
Pálsson eins og hann.
Ungu hjónin, foreldrar óskabarnanna, voru þau cand.
phil. Páll Vigfússon, prests frá Ási í Fellum og Elísabet
Sigurðardóttir, prests á Hallormsstað.
Séra Vigfús, faðir Páls, var sonur séra Guttorms
Heima er bezt 297