Heima er bezt - 01.09.1962, Síða 6
/ Guttormslundi 1956: í miðið Guttormur Pálsson, auk þess
Hope-hjónin, Hákon Bjarnason, Ben. G. Waage og Jón
Birgir Jónsson verkfréeðingur. — Ljósm. Sig. Blöndal.
Pálssonar, prófasts í Vallanesi, en móðir Páls var Björg
Stefánsdóttir, prests á Valþjófsstað, Árnasonar. Hús-
freyjan unga var dóttir Sigurðar prófasts Gunnarsson-
ar, hins landsfræga forystumanns Austfirðinga, og
Bergljótar Guttormsdóttur frá Vallanesi Pálssonar pró-
fasts. Voru þau hjónin, Páll og Elísabet, því systkina-
börn og stóðu þannig jafnt að nafngift hins unga
sveins.
Þjóðhátíðarárið 1874 hafði Páll lokið prófi í for-
spjallsvísindum í Kaupmannahöfn, en hvarf þá frá frek-
ara námi og tók við búsforráðum hjá Guðríði stjúp-
móður sinni, prestsekkju að Ási, er faðir hans lézt.
Sex árum síðar gekk Páll að eiga Elísabetu frænd-
konu sína á Hallormsstað. Fluttist hann þangað sama
ár og bjó þar til æviloka.
Eigi varð þeim hjónum langrar sambúðar auðið. Páll
stúdent, eins og hann var kallaður, andaðist árið 1885
— aðeins þrjátíu og fjögra ára gamall. Þrjú síðustu ár
ævi sinnar var hann ritstjóri Áustra og orðinn for-
göngumaður um margt, er til framfara horfði í fjórð-
ungnum.
Frú Elísabet lifði til hárrar elli, dáin 1927, rúmlega
áttræð að aldri. Henni kippti í kynið, var áhugasamari
- um velferðamál lands og þjóðar en títt var um konur
um þessar mundir, enda margfróð og langminnug.
Maddama Guðríður stóð fyrir búi tengdadóttur sinn-
ar af frábærri ráðdeild og dugnaði, unz sonur hennar,
Björgvin, hálfbróðir Páls, tók við búsforráðum. Björg-
vin Vigfússon var seinna lengi sýslumaður Rangæinga
og reyndist þeim frábært yfirvald og farsæll foringi. í
skjóli þessa fólks uxu þau systkinin upp, Sigrún og
Guttormur. Með móðurmjólkinni drukku þau í sig
áhuga fyrir öllu því, er til framfara horfði fyrir land
og lýð, hjá ömmunni kynntust þau sjálfsaga og ósér-
hlífni í starfi, og frændinn var til fyrirmyndar um
reglusemi og háttvísi.
Sigrún menntaðist vel og varð ein mesta atkvæða-
kona á íslandi um sína tíð, gædd flestum eðliskostum
ættar sinnar. Hún dó um aldur fram, 1944, og hafði þá
um fjórtán ára skeið veitt forstöðu Húsmæðraskólan-
um á Hallormsstað af einstökum myndarskap. Einstæð-
ur persónuleiki, frábærar gáfur og djúpstæð menntun
nutu sín vel í þessu starfi. Naut hún þar ómetanlegs
stuðnings bónda síns, Benedikts Blöndals, búfræði-
kandidats og kennara. Þau hjónin stofnuðu Hallorms-
staðaskóla árið 1930.
Nám Guttorms bróður hennar og síðar ævistarf
hneig í svipaða átt. Sigrún ræktaði fólk, en hann rækt-
aði skóg. Bæði gerðu þau föðurgarð sinn frægari en
hann hafði nokkru sinni áður verið, hvort á sinn hátt.
Eins og síðar mun sagt verða, var Guttormur Páls-
son frá Hallormsstað einn af þremenningum þeim, er
styrktir voru utan til skógræktarnáms, þegar hafizt var
handa um skógrækt á íslandi. Var það árið 1905. Dvald-
ist hann við skógræktarnám í Danmörk á sumrum árin
1905 til 1908, en jafnframt á vetrum við nám í dönsk-
um lýðháskólum. Telur Guttormur Jakob Appel skóla-
stjóra í Askov einna beztan sinna lærifeðra. Að afloknu
námi var hann settur skógarvörður á Hallormsstað. Hef
ég fyrir satt, að Elísabet móðir Guttorms hafi þá verið
mjög uggandi um hvort syni hennar yrði veitt starf-
ið, valdið var í höndum ráðherra, Hannesar Hafsteins.
Elísabct hafði verið mjög ákveðinn andstæðingur
Hannesar í deilunum út af „Uppkastinu" 1908. Hafi
Hannes borið þungan hug til frúarinnar á Hallormsstað
eftir ófarirnar, þá hefur hann hefnt sín einst og stór-
mennum sæmir.
Guttormur var skógarvörður á Hallormsstað óslitið
unz hann lét af því starfi fyrir aldurs sakir árið 1955
og við tók Sigurður Blöndal, systursonur hans.
Nokkru eftir heimkomuna gekk Guttormur að eiga
frændkonu sína, Sigríði, dóttur séra Guttorms í Stöð í
Stöðvarfirði, Vigfússonar prests í Ási Guttormssonar
frá Vallanesi, frábæra fríðleiks- og atgerviskonu.
Missti hann hana frá mörgum bömum ungum árið
1930.
Börn þeirra Guttorms og Sigríðar eru þessu: Páll
verkstjóri við skógræktina á Hallormsstað, Bergljót
kennari og húsfreyja í Reykjavík, Sigurður smiður og
298 Heima er bezt