Heima er bezt - 01.09.1962, Blaðsíða 7
bóndi á Hallormsstað og Þórhallur, norrænufræðingur
og kennari í Reykjavík.
Síðar giftist Guttormur Guðrúnu Margrétu Páls-
dóttur frá Þykkvabæ í Landbroti, mikilhæfri gáfukonu.
Börn þeirra Guttorms eru: Margrét, kennari í Reykja-
vík, Hjörleifur við líffræðinám í Þýzkalandi, Gunnar
vélsmiður í Reykjavík — eru þeir Hjörleifur og hann
tvíburar —, Loftur við sagnfræðinám í Frakklandi og
Elísabet menntaskólanemi í Reykjavík. Öll eru þau
börn Guttorms hin mannvænlegustu og bera flest
glöggt ættarmót hans og þeirra frænda.
Guttormur tók við búsforráðum af móður sinni og
hóf sjálfur búskap er hann kvæntist. Bjó hann lengst af
við lítil efni, en gífurlega gestanauð. Mátti það furðu-
legt telja, hvernig risið var undir öllum þeim gesta-
gangi. Brátt hlóðust á Guttorm flest þau opinberu störf,
er inna þarf af höndum í sveitarfélagi, hreppsnefndar-
störf, hreppstjórastarf, formennska skólanefndar o. fl.
o. fl. E!r það draumur hans nú í ellinni að sjá fyrirhug-
aðan fyrirmyndar bamaskóla þriggja til fjögra hreppa
rísa upp í túnjaðrinum á Hallormsstað. Hefur Gutt-
ormur barizt meir fyrir því en nokkur annar, og kenn-
ir þar hvergi þeirrar þreytu eða hugsjónadeyfðar, sem
títt er að sæki á aldraða menn.
Mörg önnur störf í þágu sveitar sinnar, sýslufélags
og almennra félagasamtaka, hefur Guttormur innt af
höndum, þótt hér verði ekki talin, og öll sín störf hef-
ur hann unnið af frábærri trúmennsku og ósérhlífni.
Enn er ógetið þess starfs Guttorms, er lengst mun
halda minningu hans á lofti, skógræktarinnar — sjálfs
ævistarfsins.
III.
Skógur hafði varðveitzt betur á Hallormsstað en
annars staðar á landinu, hvað sem valdið hefur. Var því
ekld nema eðlilegt, að vaxandi skógræktaráhugi um og
eftir aldamótin síðustu beindist að því að forða þeim
skógi frá algerri eyðileggingu. Að eyðingunni stefndi
óðfluga. Meginið af skóginum var kræklótt kjarr. Ný-
græðingur var nær enginn. Gamli raftskógurinn á 20
til 30 ha svæði gaf skóginum svip. Þessi gamli skógur
hélt nafni Hallormsstaðar á lofti meðal almennings.
Skógur þessi var orðinn 60—70 ára, honum hafði verið
hlíft, en yngri skógurinn verið höggvinn og á nvgræð-
inginn beitt. Þessi gömlu tré báru því vitni, hvað birk-
ið gat náð miklum þroska, þegar það náði að vaxa í þá
hæð, að sauðféð gat ekki bitið ofan af búskunum.
Við athugun á skóginum 1930 kom í ljós, að aldurs-
flokkarnir voru þrír. Gömul tré, 80—100 ára, sum eldri;
miðaldra tré, 50—60 ára, og ungviði, sem vaxið hafði
upp á þeim 25 árum, sem liðin voru frá því að skóg-
urinn hafði verið friðaður. Tré á aldrinum 30—50 ára
og 60—80 ára virtist vanta. Sýna tölur þessar, svo að
um verður ekki villzt, að örlög Hallormsstaðaskógar
hefðu orðið þau sömu og annarra skóga, ef ekki hefði
verið stungið við fótum.
Hinn 22. nóvember 1907 voru sett hin fyrstu lög um
skipan skógræktarmála á íslandi. Lög þessi áttu sér
langan aðdraganda. Gerðar höfðu verið tilraunir með
trjárækt og skógrækt frá 1899, og frá sama ári er
heimild til að friða skóginn á Hallormsstað, en þar var
talinn álitlegastur skógur á landinu, sem fyrr segir.
Gaddavírinn kom til sögunnar um svipað leyti, og gerði
notkun hans slíka friðun mögulega. Árið 1905 var
Hallormsstaður keyptur úr ábúð leiguliða, og hafizt
var handa um að friða skóginn. Tveimur árum áður
hafði græðireiturinn, Mörkin svokallaða, verið girtur.
Danskur maður, Flensborg skógfræðingur, hafði yfir-
umsjón með þessu verki og hóf hann fyrstur uppeldi
barrtrjáa í græðireitnum. Jafnhliða þessum aðgerðum
voru ungir menn sendir utan og styrktir til náms í
skógræktarfræðum. Var þeim ætluð varzla hinna ný-
friðuðu skóga, og í hlut Guttorms Pálssonar frá Hall-
ormsstað kom umsjón með skóginum þar. Þegar Hall-
ormsstaðaskógur hafði verið friðaður í 25 ár, 1931, rit-
aði Guttormur og gaf út á sinn kostnað smábækling
um Hallormsstað og skóginn þar. Viðauka við minn-
ingarrit þetta ritaði hann 1945, og í ársriti Skógræktar-
félags íslands 1954 er ýtarleg ritgerð eftir Guttorm um
Við Guttormslund 1956. Guttormur Pálsson fremst, kona sr.
Haralds Hope, „stauraprestsins norska", og Benedikt G.
Waage, forseti ÍSÍ. — Ljósm. Sig. Blöndal.
Heima er bezt 299