Heima er bezt - 01.09.1962, Side 8

Heima er bezt - 01.09.1962, Side 8
Mörkina og gróðrarstöðina á Hallormsstað, 50 ára minning. Við samning þessarar greinar hef ég stuðzt við rit- gerðir þessar og vísast til þeirra um ýtarlegri vitneskju. I ritgerðir þessar er að sækja margháttaðan fróðleik og upplýsingar um það brautryðjandastarf, sem unnið var í íslenzkri skógrækt á þessum árum. Friðunin kost- aði mikið amstur og umstang, sauðkindin sótti þeim mun fastar á, sem kjarngresið varð safaríkara og birki- sprotarnir gómsætari. Líta varð eftir grisjun og skóg- arhöggi söluviðar. Rannsakaður var gamli birkistofn- inn, og kom þá í ljós, hversu tæpt stóð, að skóginum yrði bjargað, eins og fyrr er frá sagt. Skrásettur var laufgunartími skógarins, lengd árssprota og viðarvöxt- ur, fylgzt með frævexti og fræi safnað til sáningar, þeg- ar fullþroskað var. Fræinu var sáð í græðireit og um ungplönturnar hugsað eins og hvítvoðunga, þeim síð- an umplantað og þær dreifsettar. Þá voru framkvæmd- ar veðurathuganir, mældur hiti og úrkoma o. fl. o. fl. Allt verður þetta starf að dýrmætri reynslu um skóg- rækt á íslandi, en hún var engin fyrir og enginn, sem til þekkir, efar samvizkusemi skógarvarðarins við þetta eftirlit og þessar athuganir, rannsóknir og skýrslu- gerðir. Skógurinn tók ótrúlegum stakkaskiptum við friðun- ina, jafnvel meiri en nokkurn hafði órað fyrir, en samt er skógarvörðurinn ekki ánægður. Birkið gat aldrei orðið að nytjaskógi, hversu fallegt sem það varð. Hon- um finnst kenna trúleysis og lamandi vonleysis í skóg- ræktarstarfinu og að ekki sé fylgt eftir þeim árangri, er fékkst í fyrstu tilraunum, sem gerðar voru með gróðursetningu barrtrjáa. Sama sem engu fræi af barr- trjám var sáð á árunum 1914—1932, og allt til ársins 1935 voru aðeins gróðursettar 4380 barrplöntur. Til samanburðar má geta þess, að á næstu átján árum, 1936—1954, eru gróðursettar 97.500 plöntur. Um þetta fer Guttormur svofelldum orðum í fyrrnefndri grein sinni um Mörkina 50 ára: „Tilraunin með þessa trjátegund (Sembrafuruna) fyrstu árin, sýnir glöggt, hve það skiptir miklu máli, að hika ekki, en byrja og reyna sem flest. Sá, sem held- ur að sér höndum, fær ekkert, en hinn, sem reynir og prófar, fær um síðir góðan árangur af starfi sínu.... “ Mælingar, athuganir og skýrslugerðir voru ágætar út af fyrir sig, en þær máttu ekki verða til þess, að sjáandi sæjn menn ekki, og að því kom að lokum, að skógarvörðurinn gat ekki lengur haldið að sér hönd- um — og þær tiltektir hans ollu straumhvörfum í ís- lenzkri skógrækt. Sá maður, sem ætti að vera dómbær- astur um þessi efni, Hákon Bjarnason skógræktarstjóri, ræðir um þetta tiltæki Guttorms í einkar snotru og fróðlegu riti, sem hann samdi og Skógrækt ríkisins gaf út í tilefni af 50 ára afmæli laga um skógrækt og kom út 1957. Einn kaflann í riti þessu kallar skógræktar- stjóri Stefnur og straumhvörf. Þar segir meðal annars: „Þegar Kofoed-Hansen hafði tekið við störfum, hélt hann áfram starfi Flensborgs í öllum aðalatriðum um hríð. Árið 1913 skrifar hann grein í danskt skógræktar- tímarit um starf sitt frá því að hann tók við, og þar tekur hann fram, að upp frá þessu muni hætt að verja meiri fjármunum til að gera tilraunir með erlendar trjáplöntur. Hins vegar verði lagt allt kapp á að friða birkiskóga og skógarleifar. Ástæðan er, segir hann, að hinar erlendu plöntur höfðu ýmist tekið litlum fram- förum eða kulnað út, en friðun skóganna á Hallorms- stað og Vöglum hefði gefið mjög góða raun.“ Nokkru síðar í sama kafla segir svo: „Árið 1933 má að nokkru telja tímamót í sögu skóg- ræktarinnar á íslandi sakir þess, að þá keypti Guttorm- ur Pálsson eitt pund af síberisku lerkifræi, ættuðu frá Arkangelsk, og sáði því í gróðrarstöðina á Hallorms- stað. Upp af því komu um 8000 plöntur, sem flestar voru gróðursettar á Hallormsstað á árunum 1937— 1939.“ Þessar lerkiplöntur, sem nú eru orðnar að 8—10 m háum trjám, mynda fyrsta barrskóg á íslandi, 0.6 ha að flatarmáli. Guttormslundur er hann kallaður, þessi skógur, og mun tæplega verða um það ágreiningur, að óbrotgjarnari minnisvarða hafa fáir reist sér eða feg- urri, en skógarvörðurinn á Hallormsstað. Er ég bað Sigurð Blöndal skógfræðing og skógar- vörð á Hallormsstað að skýra lesendum frá því hvaða þýðingu Guttormslundur hefur haft á þróun skógrækt- armála hér á landi, varð hann góðfúslega við beiðni minni, og er svar hans, er hann kallar lauslegt hrip, á þessa leið: „Það er mjög þýðingarmikið að gera sér grein fyrir því, að næsta lerki eftir Guttormslund var ekki gróður- sett hér fyrr en 1951 — 13 árum síðar. Við hefðum þurft að bíða til ársins 1972 eftir þeirri mikilvægu vitneskju, sem fékkst um verðmæti lerkiframleiðslunn- ar á Hallormsstað eftir mælinguna 1959. En þá kom í Ijós, að lerkið gefur nettóhagnað á ha á ári kr. 2860, sem líklega gerir það arðvænlegra í ræktun en gras. Það þarf svo sem ekki að fara í grafgötur með, hvílíka gífurlega þýðingu þessi glæsilega niðurstaða hefur fyr- ir skógræktarmálið. Auk þess má benda á, að síðan upp úr 1950 hefur Guttormslundur verið einn traust- asti hornsteinninn undir áróðri fyrir skógrækt okkar. Við hefðum að sjálfsögðu hafið lerkiplöntun hér eftir stríð, þótt Guttormslundur hefði aldrei verið til — lerkið frá 1922 var nógu góður hvati til þess, var enda hvatinn að Guttormslundi. Það er ekki beinlínis hægt að segja, hve mikla fjár- hagslega þýðingu Guttormslundur hefur haft fyrir skógræktina. Hann hefur fyrst og fremst flýtt þróun- inni, eins og mér finnst dæmið í upphafi þessa máls sýna bezt. Þessi þrettán ár eru mesta framlag Guttorms til skógræktarmála á íslandi.“ Við framanskráð ummæli Sigurðar langar mig að bæta: Þrettán ár eru ekki langur tími af aldri trjáa, sem geta orðið 150—200 ára gömul, en þrettán ára skógar- nytjar, þegar landið er orðið sjálfu sér nægt um timb- 300 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.