Heima er bezt - 01.09.1962, Qupperneq 14
Viðidalsfjall að vestan. Til vinstri sér á brún Hvarfsgjár, en
norðan við hana lagði Niels leið sina upp á fjallið, og það
varð helganga hans.
menn að Níels hafði verið nærri kominn fram af, en
síðan er eins og hann hafi á einhvern hátt skynjað
hættuna og snúið til baka. En nokkrum föðmum fram-
ar beið dauðinn í launsátri og þar hrapar hann niður
hengiflugið.
Þegar leitarmennirnir komu fram á brúnina, sáu þeir
hóp manna undir klettunum niðri í dalnum. Þar voru
Víðdælingar komnir fjölmennir til að leita, auk mann-
anna tveggja, sem lögðu vfir fjallið frá Þingeyrarseli
og getið er um hér að framan.
Hafði annar þeirra, Björn Bergmann, oú kennari á
Blönduósi og aðalheimildarmaður að frásögn þessari,
tekið að svipast um eftir ummerkjum, þar sem spor
tíkarinnar þraut í dalbotninum. Varð honum gengið
upp á lítinn melhól og sá krafs í snjónum rétt fyrir
neðan hólinn. Gekk hann þangað og fann þá lík Ní-
elsar á kafi í snjónum. En tíkin hafði rótað ofan af
brjósti hans og það mun óefað hafa orðið til þess að
líkið fannst þarna á stundinni. Ella er óvíst að það
hefði fundizt fyrr en snjóa leysti með vorinu.
A höfði líksins var áverki, en að öðru leyti var það
lítið eða ekki skaddað. Menn voru sendir eftir hesti og
sleða til næsta bæjar, Melrakkadals, en á meðan voru
börur búnar til úr stöfum og teppum, sem leitarmenn-
irnir höfðu meðferðis, líkið látið á þær og síðan skipt-
ust mennirnir á að bera það niður dalinn, þar til þeir
mættu hestinum og sleðanum. Var líkið flutt heim að
Melrakkadal.
Nokkrum dögum seinna fór ekkjan í Þingeyrarseli,
Halldóra Ivarsdóttir, alfarin þaðan á brott með börnin
sín fimm, og þar með er sögu Þingeyrarsels, sem
byggðs býlis, lokið. (1961).
„Hin gömlu kynni . . . “
Framhald af bls. 302. _____________________
falda röð, þannig, að tveir þeir sem hæstir voru á vöxt
gengu fremstir, samhliða, og síðan áfram eftir hæð og
þeir lægstu aftast, svo á fylkingunni var greinilegur
vatnshalli. Þeir voru hávaxnastir Sveinn Sigurðsson frá
Þórarinsstöðum við Seyðisfjörð og Helgi Hermann
Eiríksson frá Örlygshöfn við Patreksfjörð, og urðu
forustusauðir eða sporgöngumenn. Næstir komum við
Jón Sveinsson. Við vorum ámóta háir, en drjúgum var
Jón breiðari um bakið. Þannig urðum við samstöðu- og
framgöngubræður í leikfimi, ekki aðeins í bekknum,
heldur einnig í úrvalsflokknum, er hann var stofnaður.
Það var ekki álitamál, að þangað var Jón sjálfkjörinn,
en ekki veit ég hverju faraldri ég kom þar inn, því
valið var úr öllum skólasveinum.
Jón varð skjótt einn með beztu íþróttamönnum skól-
ans, liðlegur, en þó sérstaklega harður og snarráður.
Vettlingatök voru á engu, er hann snerti við. Hann var
og einn af beztu glímumönnum skólans og kraftamað-
ur einn hinn mesti.
Jón Sveinsson var námsmaður góður og sóttist vel,
jafnvígur nokkuð á flestar námsgreinar, en þó einkum
sögumaður og stærðfræðingur, eða svo var hann með-
an við fylgdumst að.
Með okkur Jóni tókst brátt vinátta góð, þrátt fvrir
það, að við vorum um marga hluti ólíkir menn. Sú
vinátta hefur haldizt síðan. Eg átti lengur bréfaskipti
við hann en nokkurn annan skólabróður minn, og þó
fundum okkar hafi ekki oft borið saman síðan við skild-
um í skólanum okkar gamla og góða fyrir nærfellt
fjörutíu og átta árum síðan, hefur tíminn ekki náð að
fölskva yfir þann hlýja þela, er milli okkar þróaðist
tvo samvistar vetur. Hann hélt áfram námsbrautina,
kleif brattann til embættisframa og starfs í almennings
þágu, en ég hélt mig niðri á flatlendinu, stríddi við
amstur og erfiðleika einyrkjabúskapar, fjarri flestum
menntatindum, og hafði sem mest að vinna að halda í
horfi og sjá farborða fjölskyldu og sjálfum mér.
Mér var hlýtt til margra skólabræðra minna, mein-
laust til annarra og kenndi ekki kala til neins. Þegar
ég rifja upp minningar frá skólavistardögunum og ég
sé fyrir hugarsjónum gamla námsfélaga, verður löng-
um svo, að þar fer fyrstur Jón minn Sveinsson, tryggða-
tröllið með yfirbragð hins vaska og trausta manns,
heilshugar maður og drengskaparmaður, fullhugi og
metnaðargjarn í leik og starfi, ófús að láta hlut sinn,
kappsfullur afkastamaður til hvers sem var.
Og ég enda mál mitt eins og ég byrjaði með orðum
stórskáldsins og
„rétti mund um hafið hálft
og heilsa gömlum vin.“
30. marz 1957.
306 Heima er bezt